Sakar Vesturlönd um barnaskap og blekkingar í máli Sergei Skripal Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. apríl 2018 21:34 Sergei Lavrov er utanríkisráðherra Rússa. vísir/epa Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakar Vesturlönd um barnaskap og blekkingarleiki í máli Sergei Skripal. Hann segir að stjórnvöld í Bretlandi séu að nota málið til að beina sviðsljósinu frá eigin vandræðagangi í tengslum við Brexit. Þetta kom fram í máli utanríkisráðherrans á blaðamannafundi í dag. Samskipti Rússlands og vestrænna ríkja hafa farið versnandi síðustu vikur vegna Skripal-málsins og hafa deiluaðilar skipts á að skipta starfsmönnum sendiráða úr landi. Rússar hafa neitað öllum ásökunum í málinu og Lavrov segir Breta og Bandaríkjamenn beita lygum og blekkingum. „Eins og við sögðum þegar við vorum börn: "Sá sem byrjaði verður að vera fyrstur að hætta.“ Við viljum ekki leika okkur eins og börn gera en félagar okkar hafa einmitt stundað það,“ sagði Lavrov. Þá segir hann bresk stjórnvöld nota málið til að beina sviðsljósinu frá eigin vandræðagangi í tengslum við Brexit. „Það er hægt að skýra málið með öðrum hætti. Sérfræðingarnir tjá sig um þetta. Þeir segja að þetta geti einmitt komið sér vel fyrir sérsveitir Breta, en þær hafa einmitt verið þekktar fyrir að hafa leyfi til að drepa. Þetta gæti einnig komið sér vel fyrir bresku ríkisstjórnina, sem hefur auðvitað átt undir högg að sækja eftir að henni láðist að uppfylla óskir kjósenda um Brexit-skilyrðin.“ Um tuttugu ríki hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að rússnesk yfirvöld standi á bak við árásina á Skripal-feðginin. Yfir hundrað erindrekum hefur því verið vísað frá vestrænum ríkjum en Rússar þvertaka enn fyrir að hafa staðið á bak við árásina. Rússar hafa svarað í sömu mynt og einnig rekið fjölda erlendra erindreka úr landi. Þá var ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í Sankti Pétursborg lokað á dögunum. Sergei Skripal er fyrrverandi rússneskur njósnari en hann var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa gefið leyniþjónustu Bretlands upplýsingar um útsendara Rússa í Evrópu. Sergei Skrípal liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi og er í lífshættu en dóttir hans, Júlía Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir 59 sendiráðsstarfsmönnum til viðbótar vísað frá Rússlandi Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir af hálfu rússa vegna þátttöku Íslendinga í samstilltum aðgerðum. 30. mars 2018 19:30 Telja að eitrið hafi verið á útidyrahurðinni Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans hafi fyrst komist í snertingu við taugaeitrið á útidyrahurð heimilis þeirra. 28. mars 2018 20:09 Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28 Segir Bandaríkin og Bretland reyna að neita Rússlandi um HM Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands hefur sakað Bretland og Bandaríkin um að reyna að koma í veg fyrir að Rússland fái að halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu sem fram fer í sumar. 1. apríl 2018 19:22 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakar Vesturlönd um barnaskap og blekkingarleiki í máli Sergei Skripal. Hann segir að stjórnvöld í Bretlandi séu að nota málið til að beina sviðsljósinu frá eigin vandræðagangi í tengslum við Brexit. Þetta kom fram í máli utanríkisráðherrans á blaðamannafundi í dag. Samskipti Rússlands og vestrænna ríkja hafa farið versnandi síðustu vikur vegna Skripal-málsins og hafa deiluaðilar skipts á að skipta starfsmönnum sendiráða úr landi. Rússar hafa neitað öllum ásökunum í málinu og Lavrov segir Breta og Bandaríkjamenn beita lygum og blekkingum. „Eins og við sögðum þegar við vorum börn: "Sá sem byrjaði verður að vera fyrstur að hætta.“ Við viljum ekki leika okkur eins og börn gera en félagar okkar hafa einmitt stundað það,“ sagði Lavrov. Þá segir hann bresk stjórnvöld nota málið til að beina sviðsljósinu frá eigin vandræðagangi í tengslum við Brexit. „Það er hægt að skýra málið með öðrum hætti. Sérfræðingarnir tjá sig um þetta. Þeir segja að þetta geti einmitt komið sér vel fyrir sérsveitir Breta, en þær hafa einmitt verið þekktar fyrir að hafa leyfi til að drepa. Þetta gæti einnig komið sér vel fyrir bresku ríkisstjórnina, sem hefur auðvitað átt undir högg að sækja eftir að henni láðist að uppfylla óskir kjósenda um Brexit-skilyrðin.“ Um tuttugu ríki hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að rússnesk yfirvöld standi á bak við árásina á Skripal-feðginin. Yfir hundrað erindrekum hefur því verið vísað frá vestrænum ríkjum en Rússar þvertaka enn fyrir að hafa staðið á bak við árásina. Rússar hafa svarað í sömu mynt og einnig rekið fjölda erlendra erindreka úr landi. Þá var ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í Sankti Pétursborg lokað á dögunum. Sergei Skripal er fyrrverandi rússneskur njósnari en hann var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa gefið leyniþjónustu Bretlands upplýsingar um útsendara Rússa í Evrópu. Sergei Skrípal liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi og er í lífshættu en dóttir hans, Júlía Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir 59 sendiráðsstarfsmönnum til viðbótar vísað frá Rússlandi Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir af hálfu rússa vegna þátttöku Íslendinga í samstilltum aðgerðum. 30. mars 2018 19:30 Telja að eitrið hafi verið á útidyrahurðinni Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans hafi fyrst komist í snertingu við taugaeitrið á útidyrahurð heimilis þeirra. 28. mars 2018 20:09 Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28 Segir Bandaríkin og Bretland reyna að neita Rússlandi um HM Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands hefur sakað Bretland og Bandaríkin um að reyna að koma í veg fyrir að Rússland fái að halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu sem fram fer í sumar. 1. apríl 2018 19:22 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
59 sendiráðsstarfsmönnum til viðbótar vísað frá Rússlandi Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir af hálfu rússa vegna þátttöku Íslendinga í samstilltum aðgerðum. 30. mars 2018 19:30
Telja að eitrið hafi verið á útidyrahurðinni Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans hafi fyrst komist í snertingu við taugaeitrið á útidyrahurð heimilis þeirra. 28. mars 2018 20:09
Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28
Segir Bandaríkin og Bretland reyna að neita Rússlandi um HM Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands hefur sakað Bretland og Bandaríkin um að reyna að koma í veg fyrir að Rússland fái að halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu sem fram fer í sumar. 1. apríl 2018 19:22