Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 32-27 | Sigur hjá Fram í fyrsta leik Smári Jökull Jónsson skrifar 3. apríl 2018 20:15 Fram-stúlkur þurfa að verja heimavöllinn. vísir/andri Fram vann 32-27 sigur á ÍBV í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna en leikurinn fór fram í Safamýrinni í kvöld. Fram leiddi með fjórum mörkum í hálfleik og og eru komnar með yfirhöndina í einvíginu en þrjá sigra þarf til að komast í úrslit. Fram byrjaði leikinn af krafti og kom ÍBV á óvart í fyrstu sókn með 3:3 vörn. Eyjastúlkur voru þó fljótar að ná áttum og bæði lið skoruðu mikið í upphafi og nýttu sér hraðar miðjur líkt og svo oft áður í vetur. Fram náði mest fimm marka forystu í fyrri hálfleik í stöðunni 15-10 en Eyjaliðið beit frá sér á ný og minnkaði muninn. Þær fengu gott tækifæri til að minnka muninn í tvö mörk rétt fyrir hlé en fóru illa að ráði sínu og Fram refsaði með hraðaupphlaupi og staðan 17-13 í hálfleik. Heimaliðið hélt forystunni í fjórum til fimm mörkum fram í miðjan síðari hálfleik. Á þeim kafla fór ÍBV-liðið afar illa að ráði sínu í sókninni og á augnablikum þegar leit út fyrir að þær væru að vinna sig inn í leikinn gerðu þær klaufaleg mistök sem Fram refsaði fyrir. ÍBV náði að minnka muninn mest í tvö mörk en ekki meira en það. Fram liðið var einfaldlega of sterkt undir lokin og Guðrún Ósk Maríasdóttir í markinu varði mikilvæga bolta. Lokatölur urðu 32-27 og Fram því komið í 1-0 og undanúrslitaeinvíginu.Af hverju vann Fram?Þær fengu meiri markvörslu en Eyjaliðið og héldu haus á mikilvægum augnablikum. Þær voru ekki að spila neinn stórkostlegan handbolta í dag en reynslan í liði þeirra vegur þungt í svona leik. ÍBV átti alla möguleika á að gera þetta að meira spennandi leik en Eyjastelpur fóru illa að ráði sínu í sóknarleiknum á lykilaugnablikum.Þessar stóðu upp úr:Ragnheiður Júlíusdóttir var frábær í upphafi leiks en það fjaraði aðeins undan hennar leik þegar á leið. Hildur Þorgeirsdóttir skoraði mikilvæg mörk og þá varði Guðrún Ósk ágætlega í markinu þó svo að hún hafi oft verið með fleiri skot varin. Ester Óskarsdóttir var markahæst Eyjamanna og spilaði góða vörn þar að auki. Sandra Erlingsdóttir var góð sömuleiðis og var algjörlega með Guðrúnu í vasanum á vítapunktinum. Þá átti Kristrún Hlynsdóttir góða spretti.Hvað gekk illa?Liðin töpuðu mörgum boltum í dag en það hefur gerst áður í leikjum þessara liða sem bæði vilja spila hratt. ÍBV þarf meiri markvörslu í þessu einvígi en þær fengu í kvöld og Hrafnhildur Skúladóttir þjálfari talaði sjálf um það í viðtali eftir leik. Þá má nefna að Fram reyndi í tvígang að skora yfir allan völlinn þegar mark Eyjaliðsins var tómt en það misheppnaðist í bæði skiptin. Stefán þjálfari skoðar þetta kannski fyrir næsta leik, hver veit?Hvað gerist næst?Annar leikur liðanna í einvíginu fer fram á fimmtudaginn í Vestmannaeyjum. ÍBV verður einfaldlega að vinna þar til þess að eiga möguleika á að komast í úrslit því það verður nær ómögulegt að koma til baka lendi þær 2-0 undir. Það má búast við brjálaðri stemmningu í Eyjum og hver veit nema stuðningurinn á heimavelli gefi Eyjastúlkum þann kraft sem þær þurfa til að vinna sinn fyrsta sigur á Fram í vetur. Stefán: Mér gæti ekki verið meira samaStefán Arnarson er þjálfari Íslandsmeistara Fram.Vísir/Eyþór„Ég er fyrst og fremst ánægður með að ná í sigur, það er það mikilvægasta. Þær eru með mjög vel mannað og gott lið og það sýnir styrk okkar að vinna í dag. Ég er mjög ánægður að vinna jafn gott lið og ÍBV,“ sagði Stefán Arnarson þjálfari Fram eftir sigur hans liðs á ÍBV í Safamýrinni í kvöld. Leikurinn er sá fyrsti í röðinni í undanúrslitaeinvígi liðanna en þrjá sigra þarf til að tryggja sér sæti í úrslitum. Liðin enduðu í 2. og 3.sæti Olís-deildarinnar eftir afar jafna toppbaráttu en ÍBV hefur þó ekki náð sigri gegn Fram í vetur þrátt fyrir fjórar tilraunir í deild og bikar. „Eins og búið er að koma fram þá held ég að það hafi munað einu stigi á liðunum í deildinni. Þetta eru mjög jöfn lið og það verður erfitt að spila í Eyjum en gaman. Það eru skemmtilegir áhorfendur og við ætlum að njóta þess að spila þar á fimmtudaginn,“ Hrafnhildur Skúladóttir þjálfari ÍBV lék undir stjórn Stefáns hjá Val á sínum tíma þar sem liðið vann ófáa titlana. Þau áttu í sálfræðistríði fyrir bikarleik liðanna í vetur og Hrafnhildur setti pressu á Fram fyrir þetta einvígi og sagði þær langlíklegastar til að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Stefán gaf lítið fyrir það. „Hvað finnst mér um það sem Hrafnhildur segir? Mér gæti ekki verið meira sama. Þetta er hennar álit og ég segi bara horfið á stigatöfluna og dæmið síðan.“ Hrafnhildur: Þurfum að fara að vinna markmannseinvígið gegn þeimHrafnhildur Skúladóttir.vísir/anton brink„Við vorum að fara með góð færi á tímapunkti þar sem við gátum virkilega komist inn í leikinn. Ég er gríðarlega sátt með baráttuna og virkilega margt hægt að taka úr leiknum,“ sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir þjálfari ÍBV í viðtali við Vísi eftir leik. ÍBV tapaði fyrir Fram í lokaumferð Olís-deildarinnar og hefur ekki unnið sigur gegn Fram í fjórum tilraunum í vetur. „Við vorum brothættar í byrjun. Við reiknuðum ekki með Gretu (Kavaliauskaite) í þessum leik, hún er ekki búin að æfa neitt síðan í síðasta Framleik. Hún hefði líklega ekki komið inná nema því Asun (Batista) kom hlaupandi útaf í fyrri hálfleik því hún sá ekki neitt og þá þurfti að skella Gretu inn og hún spilaði mikið og var fín,“ bætti Hrafnhildur við en Greta er mikilvæg fyrir ÍBV og þá sérstaklega varnarlega. Hrafnhildur talaði um markvörsluna og sagði að hennar lið yrði að fá fleiri bolta varða í leikjum gegn Fram. „Ég vil fá fleiri bolta varða. Við þurfum að fara að vinna markmannseinvígið gegn þeim og það hefur ekki tekist í vetur af því að Guðrún Ósk er alltaf með 18-20 bolta en varði 12 í dag. Það hefði verið kjörinn dagur í dag að taka það einvígi. Mér fannst við eiga erfitt uppdráttar þar í leiknum.“ Framliðið er afar vel mannað og getur dreift mínútunum töluvert betur en ÍBV-liðið sem hefur ekki á sömu breidd að skipa. Hrafnhildur sagði það eflaust hafa eitthvað að segja. „Sandra fær varla pásu í leiknum, Ester fær varla pásu og auðvitað væri fínt að geta hvílt þær einhverjar mínútur. Ester var frábær í dag og það er erfitt að taka hana útaf því hún er það mikilvæg fyrir okkur.“ „Það var jákvætt að Greta gat spilað og við reiknum þá bara með henni á fimmtudaginn. Jenný og Kristrún eru veikar og komu veikar inn í leikinn sem er ekki alveg að hjálpa okkur. Baráttan var til fyrirmyndar og ég er stolt af stelpunum.“ Næsti leikur fer fram á fimmtudaginn og það er algjör lykilleikur fyrir ÍBV sem þarf nauðsynlega á sigri að halda. Hrafnhildur býst við mikilli stemmningu. „Eyjamenn eru ekki að fara að svíkja okkur á fimmtudag. Það verður vonandi stöppuð stúka og biluð stemmning. Vonandi getum við strítt þeim og loksins tekið þær á fimmtudag,“ sagði Hrafnhildur að lokum. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Stefán: Mér gæti ekki verið meira sama „Ég er fyrst og fremst ánægður með að ná í sigur, það er það mikilvægasta. Þær eru með mjög vel mannað og gott lið og það sýnir styrk okkar að vinna í dag. Ég er mjög ánægður að vinna jafn gott lið og ÍBV,“ sagði Stefán Arnarson þjálfari Fram eftir sigur hans liðs á ÍBV í Safamýrinni í kvöld. 3. apríl 2018 20:05
Fram vann 32-27 sigur á ÍBV í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna en leikurinn fór fram í Safamýrinni í kvöld. Fram leiddi með fjórum mörkum í hálfleik og og eru komnar með yfirhöndina í einvíginu en þrjá sigra þarf til að komast í úrslit. Fram byrjaði leikinn af krafti og kom ÍBV á óvart í fyrstu sókn með 3:3 vörn. Eyjastúlkur voru þó fljótar að ná áttum og bæði lið skoruðu mikið í upphafi og nýttu sér hraðar miðjur líkt og svo oft áður í vetur. Fram náði mest fimm marka forystu í fyrri hálfleik í stöðunni 15-10 en Eyjaliðið beit frá sér á ný og minnkaði muninn. Þær fengu gott tækifæri til að minnka muninn í tvö mörk rétt fyrir hlé en fóru illa að ráði sínu og Fram refsaði með hraðaupphlaupi og staðan 17-13 í hálfleik. Heimaliðið hélt forystunni í fjórum til fimm mörkum fram í miðjan síðari hálfleik. Á þeim kafla fór ÍBV-liðið afar illa að ráði sínu í sókninni og á augnablikum þegar leit út fyrir að þær væru að vinna sig inn í leikinn gerðu þær klaufaleg mistök sem Fram refsaði fyrir. ÍBV náði að minnka muninn mest í tvö mörk en ekki meira en það. Fram liðið var einfaldlega of sterkt undir lokin og Guðrún Ósk Maríasdóttir í markinu varði mikilvæga bolta. Lokatölur urðu 32-27 og Fram því komið í 1-0 og undanúrslitaeinvíginu.Af hverju vann Fram?Þær fengu meiri markvörslu en Eyjaliðið og héldu haus á mikilvægum augnablikum. Þær voru ekki að spila neinn stórkostlegan handbolta í dag en reynslan í liði þeirra vegur þungt í svona leik. ÍBV átti alla möguleika á að gera þetta að meira spennandi leik en Eyjastelpur fóru illa að ráði sínu í sóknarleiknum á lykilaugnablikum.Þessar stóðu upp úr:Ragnheiður Júlíusdóttir var frábær í upphafi leiks en það fjaraði aðeins undan hennar leik þegar á leið. Hildur Þorgeirsdóttir skoraði mikilvæg mörk og þá varði Guðrún Ósk ágætlega í markinu þó svo að hún hafi oft verið með fleiri skot varin. Ester Óskarsdóttir var markahæst Eyjamanna og spilaði góða vörn þar að auki. Sandra Erlingsdóttir var góð sömuleiðis og var algjörlega með Guðrúnu í vasanum á vítapunktinum. Þá átti Kristrún Hlynsdóttir góða spretti.Hvað gekk illa?Liðin töpuðu mörgum boltum í dag en það hefur gerst áður í leikjum þessara liða sem bæði vilja spila hratt. ÍBV þarf meiri markvörslu í þessu einvígi en þær fengu í kvöld og Hrafnhildur Skúladóttir þjálfari talaði sjálf um það í viðtali eftir leik. Þá má nefna að Fram reyndi í tvígang að skora yfir allan völlinn þegar mark Eyjaliðsins var tómt en það misheppnaðist í bæði skiptin. Stefán þjálfari skoðar þetta kannski fyrir næsta leik, hver veit?Hvað gerist næst?Annar leikur liðanna í einvíginu fer fram á fimmtudaginn í Vestmannaeyjum. ÍBV verður einfaldlega að vinna þar til þess að eiga möguleika á að komast í úrslit því það verður nær ómögulegt að koma til baka lendi þær 2-0 undir. Það má búast við brjálaðri stemmningu í Eyjum og hver veit nema stuðningurinn á heimavelli gefi Eyjastúlkum þann kraft sem þær þurfa til að vinna sinn fyrsta sigur á Fram í vetur. Stefán: Mér gæti ekki verið meira samaStefán Arnarson er þjálfari Íslandsmeistara Fram.Vísir/Eyþór„Ég er fyrst og fremst ánægður með að ná í sigur, það er það mikilvægasta. Þær eru með mjög vel mannað og gott lið og það sýnir styrk okkar að vinna í dag. Ég er mjög ánægður að vinna jafn gott lið og ÍBV,“ sagði Stefán Arnarson þjálfari Fram eftir sigur hans liðs á ÍBV í Safamýrinni í kvöld. Leikurinn er sá fyrsti í röðinni í undanúrslitaeinvígi liðanna en þrjá sigra þarf til að tryggja sér sæti í úrslitum. Liðin enduðu í 2. og 3.sæti Olís-deildarinnar eftir afar jafna toppbaráttu en ÍBV hefur þó ekki náð sigri gegn Fram í vetur þrátt fyrir fjórar tilraunir í deild og bikar. „Eins og búið er að koma fram þá held ég að það hafi munað einu stigi á liðunum í deildinni. Þetta eru mjög jöfn lið og það verður erfitt að spila í Eyjum en gaman. Það eru skemmtilegir áhorfendur og við ætlum að njóta þess að spila þar á fimmtudaginn,“ Hrafnhildur Skúladóttir þjálfari ÍBV lék undir stjórn Stefáns hjá Val á sínum tíma þar sem liðið vann ófáa titlana. Þau áttu í sálfræðistríði fyrir bikarleik liðanna í vetur og Hrafnhildur setti pressu á Fram fyrir þetta einvígi og sagði þær langlíklegastar til að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Stefán gaf lítið fyrir það. „Hvað finnst mér um það sem Hrafnhildur segir? Mér gæti ekki verið meira sama. Þetta er hennar álit og ég segi bara horfið á stigatöfluna og dæmið síðan.“ Hrafnhildur: Þurfum að fara að vinna markmannseinvígið gegn þeimHrafnhildur Skúladóttir.vísir/anton brink„Við vorum að fara með góð færi á tímapunkti þar sem við gátum virkilega komist inn í leikinn. Ég er gríðarlega sátt með baráttuna og virkilega margt hægt að taka úr leiknum,“ sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir þjálfari ÍBV í viðtali við Vísi eftir leik. ÍBV tapaði fyrir Fram í lokaumferð Olís-deildarinnar og hefur ekki unnið sigur gegn Fram í fjórum tilraunum í vetur. „Við vorum brothættar í byrjun. Við reiknuðum ekki með Gretu (Kavaliauskaite) í þessum leik, hún er ekki búin að æfa neitt síðan í síðasta Framleik. Hún hefði líklega ekki komið inná nema því Asun (Batista) kom hlaupandi útaf í fyrri hálfleik því hún sá ekki neitt og þá þurfti að skella Gretu inn og hún spilaði mikið og var fín,“ bætti Hrafnhildur við en Greta er mikilvæg fyrir ÍBV og þá sérstaklega varnarlega. Hrafnhildur talaði um markvörsluna og sagði að hennar lið yrði að fá fleiri bolta varða í leikjum gegn Fram. „Ég vil fá fleiri bolta varða. Við þurfum að fara að vinna markmannseinvígið gegn þeim og það hefur ekki tekist í vetur af því að Guðrún Ósk er alltaf með 18-20 bolta en varði 12 í dag. Það hefði verið kjörinn dagur í dag að taka það einvígi. Mér fannst við eiga erfitt uppdráttar þar í leiknum.“ Framliðið er afar vel mannað og getur dreift mínútunum töluvert betur en ÍBV-liðið sem hefur ekki á sömu breidd að skipa. Hrafnhildur sagði það eflaust hafa eitthvað að segja. „Sandra fær varla pásu í leiknum, Ester fær varla pásu og auðvitað væri fínt að geta hvílt þær einhverjar mínútur. Ester var frábær í dag og það er erfitt að taka hana útaf því hún er það mikilvæg fyrir okkur.“ „Það var jákvætt að Greta gat spilað og við reiknum þá bara með henni á fimmtudaginn. Jenný og Kristrún eru veikar og komu veikar inn í leikinn sem er ekki alveg að hjálpa okkur. Baráttan var til fyrirmyndar og ég er stolt af stelpunum.“ Næsti leikur fer fram á fimmtudaginn og það er algjör lykilleikur fyrir ÍBV sem þarf nauðsynlega á sigri að halda. Hrafnhildur býst við mikilli stemmningu. „Eyjamenn eru ekki að fara að svíkja okkur á fimmtudag. Það verður vonandi stöppuð stúka og biluð stemmning. Vonandi getum við strítt þeim og loksins tekið þær á fimmtudag,“ sagði Hrafnhildur að lokum.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Stefán: Mér gæti ekki verið meira sama „Ég er fyrst og fremst ánægður með að ná í sigur, það er það mikilvægasta. Þær eru með mjög vel mannað og gott lið og það sýnir styrk okkar að vinna í dag. Ég er mjög ánægður að vinna jafn gott lið og ÍBV,“ sagði Stefán Arnarson þjálfari Fram eftir sigur hans liðs á ÍBV í Safamýrinni í kvöld. 3. apríl 2018 20:05
Stefán: Mér gæti ekki verið meira sama „Ég er fyrst og fremst ánægður með að ná í sigur, það er það mikilvægasta. Þær eru með mjög vel mannað og gott lið og það sýnir styrk okkar að vinna í dag. Ég er mjög ánægður að vinna jafn gott lið og ÍBV,“ sagði Stefán Arnarson þjálfari Fram eftir sigur hans liðs á ÍBV í Safamýrinni í kvöld. 3. apríl 2018 20:05
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti