Bætt aðgengi í höfuðborginni Sif Jónsdóttir skrifar 3. apríl 2018 19:36 Kæru borgarbúar! Við sem búum í Reykjavík höfum fundið fyrir því að fjöldi bifreiða í umferðinni eykst með hverju ári. Biðraðir á álagstímum og umferðarþungi á stoðbrautum er orðinn fastur liður hversdagsins. Sú lausn sem okkur hefur verið kynnt í Reykjavík er að leggja Borgarlínu sem á að vera framtíðarlausn við umferðarálaginu. Við eigum að skilja bílinn eftir heima og taka Borgalínuna til áfangastaðar í miðbæ Reykjavíkur. Það er ekki svo einfalt eins og samfélagið er uppbyggt í dag. Það að taka Borgarlínu til og frá vinnu hentar ekki öllum og mörgum hryllir við veðurofsa vetrarins og vilja ekki standa úti í öllum veðrum og bíða eftir næstu ferð. Samfélagið er uppbyggt þannig að foreldrar þurfa að skutla börnum milli skóla og tómstunda og ef ferðatími til vinnu í bænum er lengri í Borgarlínu en á eigin bil, þá fer fólk á bílnum. Nú hafa verið nokkrar kynningar á þessu verkefni á vegum Reyjkavíkurborgar, þetta er stórt verkefni og kostnaðurinn er frekar óljós. Nefndar hafa verið tölur á bilinu 70-100 milljarða, en ég hef ekki sé neina nákvæma útlistun á þessu verkefni, hvað þá verk- eða kostnaðaráætlun. Í ljósi þess að aðeins lítill hluti Reykvíkinga notar strætó í dag þá er kostnaðurinn það mikill að hann þarfnast nánari útlistunar. Framkvæmdin eins og hún er kynnt fyrir okkur borgarbúum er að grafa upp Miklubrautina og setja í stokk. Færa á umferðina í stokkinn og losa íbúana við umferðarálagið. Nú þegar er umferðin inn í borgina það mikil að hún er ólíðandi á álagstímum ásamt menguninni sem henni fylgir. Ef það á að grafa upp Miklubrautina þá þarf að beina umferðinni annað. Það eru væntanlega Bústaðavegur, Suðurlandsbraut og Sæbrautin. Nú þegar er álagið mikið á þessum vegum og erfitt að sjá að á meðan verið er að grafa upp Miklubrautina þá sé greið umferð um þessar vegi. Síðan þyfti að leiða umferðina í gegnum smáíbúðahverfin og getur það orðið mikið álag fyrir íbúana því uppgröftur á Miklubraut getur tekið nokkur ár með þeim vinnuvélum sem þarf til að grafa og vörubílum til að flytja burt jarðveginn. Uppgröfur Miklubrautar er því mikið jarðvegsrask til lengri tíma og breytir allri aðkomu að borginni. Við í Höfuðborgarlistanum sjáum mikilvægi þess að létta umferðinni af stoðvegum borgarinnar og leita annara lausna. Við höfum horft til þeirrar staðreyndar að mikil uppbygging mun eiga sér stað í Grafarvogi, Grafarholti og á Kjalarnesi á næstu árum í framhaldi af þéttingu miðborgarinnar. Umferðarþungi í bæinn mun ekki minnka og að loka Miklubraut í nokkur ár meðan verið að leggja hana í stokk setur vegakerfið í borginni í uppnám. Þess vegna höfum við horft til þess að byggja Sundabrautina frá Kjalarnesi til Reykjavíkur með tengingu við Grafarvog. Þannig tengjum við Kjalarnesið og Grafarvog við miðbæinn og það mun minnka álag á veginn frá Ártúnsholti að gatnamótunum við Breiðholtsbraut, einnig mun það minnka álag á gatnamótunum við Grensásveg og áfram inn í borgina. Sundabrautin er leið til að létta á núverandi álagi og beina þeim sem ætla í miðbæinn frá Kjalarnesi, Grafarvogi og Grafarholti á sem stystum tíma inn í borgina og án þess að keyra þurfi í gegnum alla borgina. Við teljum Sundabrautina vera sú lausn sem er minnsta álag fyrir Reykjavíkurbúa og þá er ekki grafið í borginni heldur fer vinnan fram meðfram borginni og samhliða því munu borgarbúar losna við það álag og áreiti sem uppgröfur eftir allri Miklubrautinni er.Höfundur skipar 2. sæti á Höfuðborgarlistanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Kæru borgarbúar! Við sem búum í Reykjavík höfum fundið fyrir því að fjöldi bifreiða í umferðinni eykst með hverju ári. Biðraðir á álagstímum og umferðarþungi á stoðbrautum er orðinn fastur liður hversdagsins. Sú lausn sem okkur hefur verið kynnt í Reykjavík er að leggja Borgarlínu sem á að vera framtíðarlausn við umferðarálaginu. Við eigum að skilja bílinn eftir heima og taka Borgalínuna til áfangastaðar í miðbæ Reykjavíkur. Það er ekki svo einfalt eins og samfélagið er uppbyggt í dag. Það að taka Borgarlínu til og frá vinnu hentar ekki öllum og mörgum hryllir við veðurofsa vetrarins og vilja ekki standa úti í öllum veðrum og bíða eftir næstu ferð. Samfélagið er uppbyggt þannig að foreldrar þurfa að skutla börnum milli skóla og tómstunda og ef ferðatími til vinnu í bænum er lengri í Borgarlínu en á eigin bil, þá fer fólk á bílnum. Nú hafa verið nokkrar kynningar á þessu verkefni á vegum Reyjkavíkurborgar, þetta er stórt verkefni og kostnaðurinn er frekar óljós. Nefndar hafa verið tölur á bilinu 70-100 milljarða, en ég hef ekki sé neina nákvæma útlistun á þessu verkefni, hvað þá verk- eða kostnaðaráætlun. Í ljósi þess að aðeins lítill hluti Reykvíkinga notar strætó í dag þá er kostnaðurinn það mikill að hann þarfnast nánari útlistunar. Framkvæmdin eins og hún er kynnt fyrir okkur borgarbúum er að grafa upp Miklubrautina og setja í stokk. Færa á umferðina í stokkinn og losa íbúana við umferðarálagið. Nú þegar er umferðin inn í borgina það mikil að hún er ólíðandi á álagstímum ásamt menguninni sem henni fylgir. Ef það á að grafa upp Miklubrautina þá þarf að beina umferðinni annað. Það eru væntanlega Bústaðavegur, Suðurlandsbraut og Sæbrautin. Nú þegar er álagið mikið á þessum vegum og erfitt að sjá að á meðan verið er að grafa upp Miklubrautina þá sé greið umferð um þessar vegi. Síðan þyfti að leiða umferðina í gegnum smáíbúðahverfin og getur það orðið mikið álag fyrir íbúana því uppgröftur á Miklubraut getur tekið nokkur ár með þeim vinnuvélum sem þarf til að grafa og vörubílum til að flytja burt jarðveginn. Uppgröfur Miklubrautar er því mikið jarðvegsrask til lengri tíma og breytir allri aðkomu að borginni. Við í Höfuðborgarlistanum sjáum mikilvægi þess að létta umferðinni af stoðvegum borgarinnar og leita annara lausna. Við höfum horft til þeirrar staðreyndar að mikil uppbygging mun eiga sér stað í Grafarvogi, Grafarholti og á Kjalarnesi á næstu árum í framhaldi af þéttingu miðborgarinnar. Umferðarþungi í bæinn mun ekki minnka og að loka Miklubraut í nokkur ár meðan verið að leggja hana í stokk setur vegakerfið í borginni í uppnám. Þess vegna höfum við horft til þess að byggja Sundabrautina frá Kjalarnesi til Reykjavíkur með tengingu við Grafarvog. Þannig tengjum við Kjalarnesið og Grafarvog við miðbæinn og það mun minnka álag á veginn frá Ártúnsholti að gatnamótunum við Breiðholtsbraut, einnig mun það minnka álag á gatnamótunum við Grensásveg og áfram inn í borgina. Sundabrautin er leið til að létta á núverandi álagi og beina þeim sem ætla í miðbæinn frá Kjalarnesi, Grafarvogi og Grafarholti á sem stystum tíma inn í borgina og án þess að keyra þurfi í gegnum alla borgina. Við teljum Sundabrautina vera sú lausn sem er minnsta álag fyrir Reykjavíkurbúa og þá er ekki grafið í borginni heldur fer vinnan fram meðfram borginni og samhliða því munu borgarbúar losna við það álag og áreiti sem uppgröfur eftir allri Miklubrautinni er.Höfundur skipar 2. sæti á Höfuðborgarlistanum.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar