Ljósmóðir Magnús Guðmundsson skrifar 4. apríl 2018 07:00 Fyrir fimm árum völdu Íslendingar orðið ljósmóðir sem fegursta orðið í íslenskri tungu. Það voru hugvísindasvið Háskóla Íslands og RÚV sem stóðu fyrir þessum skemmtilega gjörningi á sínum tíma en eins og segir í verðlaunuðum rökstuðningi Magnúsar Ragnarssonar, eins af þeim sem tilnefndu orðið, þá koma þar saman: „Tvö fallegustu hugtök veraldar sett í eitt.“ Það er rétt og það er ekki lítið. Frá orðinu ljósmóðir stafar birtu, hlýju. Ljósmæður eru með okkur á stærstu og bestu stundum lífsins en stundum því miður líka á þeim sárustu og erfiðustu. Ábyrgð ljósmæðra er mikil og í hugum okkar flestra verður færni þeirra og starf seint ofmetið og auðvitað átti mikilvægi þeirra í lífi þjóðarinnar stóran þátt í hversu heilluð hún er af orðinu. Hið sama virðist þó því miður ekki vera hægt að segja um íslenska ráðamenn sem virðast mun heillaðri af orðum á borð við kjararáð, stöðugleiki, þingfararkaup og akstursgreiðslur, þó að ekkert þeirra hafi átt upp á pallborðið hjá þjóðinni á sínum tíma. Einhverjum kann að þykja þetta óþarfa tilfinningasemi en því miður er þetta engu að síður lýsandi fyrir íslenskt samfélag eða í það minnsta stjórnmál. Störfin sem skipta okkur mestu máli í lífinu eru oft lítils metin af samfélaginu í trausti þess að fólkið sem störfin vinnur láti sér nægja fegurðina og mikilvægið. Að það sætti sig við hluti eins og að menntun þess sé ekki metin að verðleikum og að það geti framfleytt sér ef það vinnur myrkranna á milli og helst meira en það, því störfin feli í sér umbun í sjálfu sér. Þetta er galið gildismat sem er haldið á lofti af ríkjandi stjórnvöldum með þögnina og skeytingarleysið að vopni, nema rétt á tyllidögum og í aðdraganda kosninga. Kjaradeila ljósmæðra er búin að standa lengi og hefur enn engu skilað öðru en því að staðfesta það gildismat stjórnvalda að launum ákveðinna stétta skuli haldið niðri með öllum ráðum. Það merkilega er að flestar þær stéttir sem standa frammi fyrir þessu viðhorfi eru kvennastéttir í svo miklum meirihluta að það skaðar ekki einu sinni hina víðfrægu jafnlaunastefnu sem stjórnvöld eru svo stolt af á erlendum vettvangi. Þar fylgir reyndar tæpast sögunni að í jafnlaunapólitík stjórnvalda felist einnig láglaunastefna á hendur kvennastéttum á borð við ljósmæður sem virðast eiga að gera sér að góðu að horfa til þess hversu mikið þær geta fengið útborgað ef þær vinna bara nógu brjálæðislega mikið. Þó að á næstunni takist kannski samningur við ljósmæður sem þær geta fellt sig við þá leysir það aðeins brot af vandanum. Heildarvandinn er nefnilega fólginn í viðhorfinu til stétta sem eru bornar uppi af konum og hafa löngum mátt þola skort á virðingu og verðmæti í launaumslaginu óháð mikilvægi þeirra í samfélaginu. Og því miður verður að segjast eins og er að núverandi ríkisstjórn er ekki líkleg til þess að breyta þessu viðhorfi til betri vegar heldur þvert á móti herða á gildismati afturhalds og ójafnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Fyrir fimm árum völdu Íslendingar orðið ljósmóðir sem fegursta orðið í íslenskri tungu. Það voru hugvísindasvið Háskóla Íslands og RÚV sem stóðu fyrir þessum skemmtilega gjörningi á sínum tíma en eins og segir í verðlaunuðum rökstuðningi Magnúsar Ragnarssonar, eins af þeim sem tilnefndu orðið, þá koma þar saman: „Tvö fallegustu hugtök veraldar sett í eitt.“ Það er rétt og það er ekki lítið. Frá orðinu ljósmóðir stafar birtu, hlýju. Ljósmæður eru með okkur á stærstu og bestu stundum lífsins en stundum því miður líka á þeim sárustu og erfiðustu. Ábyrgð ljósmæðra er mikil og í hugum okkar flestra verður færni þeirra og starf seint ofmetið og auðvitað átti mikilvægi þeirra í lífi þjóðarinnar stóran þátt í hversu heilluð hún er af orðinu. Hið sama virðist þó því miður ekki vera hægt að segja um íslenska ráðamenn sem virðast mun heillaðri af orðum á borð við kjararáð, stöðugleiki, þingfararkaup og akstursgreiðslur, þó að ekkert þeirra hafi átt upp á pallborðið hjá þjóðinni á sínum tíma. Einhverjum kann að þykja þetta óþarfa tilfinningasemi en því miður er þetta engu að síður lýsandi fyrir íslenskt samfélag eða í það minnsta stjórnmál. Störfin sem skipta okkur mestu máli í lífinu eru oft lítils metin af samfélaginu í trausti þess að fólkið sem störfin vinnur láti sér nægja fegurðina og mikilvægið. Að það sætti sig við hluti eins og að menntun þess sé ekki metin að verðleikum og að það geti framfleytt sér ef það vinnur myrkranna á milli og helst meira en það, því störfin feli í sér umbun í sjálfu sér. Þetta er galið gildismat sem er haldið á lofti af ríkjandi stjórnvöldum með þögnina og skeytingarleysið að vopni, nema rétt á tyllidögum og í aðdraganda kosninga. Kjaradeila ljósmæðra er búin að standa lengi og hefur enn engu skilað öðru en því að staðfesta það gildismat stjórnvalda að launum ákveðinna stétta skuli haldið niðri með öllum ráðum. Það merkilega er að flestar þær stéttir sem standa frammi fyrir þessu viðhorfi eru kvennastéttir í svo miklum meirihluta að það skaðar ekki einu sinni hina víðfrægu jafnlaunastefnu sem stjórnvöld eru svo stolt af á erlendum vettvangi. Þar fylgir reyndar tæpast sögunni að í jafnlaunapólitík stjórnvalda felist einnig láglaunastefna á hendur kvennastéttum á borð við ljósmæður sem virðast eiga að gera sér að góðu að horfa til þess hversu mikið þær geta fengið útborgað ef þær vinna bara nógu brjálæðislega mikið. Þó að á næstunni takist kannski samningur við ljósmæður sem þær geta fellt sig við þá leysir það aðeins brot af vandanum. Heildarvandinn er nefnilega fólginn í viðhorfinu til stétta sem eru bornar uppi af konum og hafa löngum mátt þola skort á virðingu og verðmæti í launaumslaginu óháð mikilvægi þeirra í samfélaginu. Og því miður verður að segjast eins og er að núverandi ríkisstjórn er ekki líkleg til þess að breyta þessu viðhorfi til betri vegar heldur þvert á móti herða á gildismati afturhalds og ójafnaðar.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun