Látum góða hluti gerast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 4. apríl 2018 11:27 Sveitarstjórnarmál eru nokkuð sérstök að því leyti, að það er fleira og meira sem sameinar okkur en sundrar. Ég tel að það sé óhrekjanleg staðreynd að flokkspólitískar línur séu ekki jafn skýrar og í landsmálunum. Sveitarstjórnarmálin snúast um að taka höndum saman og sameinast um lykilverkefni, til heilla fyrir nærsamfélagið. Að veita góða, stöðuga og áreiðanlega þjónustu og sameinast um það að búa til samfélag sem við getum verið stolt af og þar sem allir Hafnfirðingar fái notið sín.Fjölskyldufólk í fyrirrúmi Nú árar vel og það þarf að nýta aðstæður og svigrúm til uppbyggingar á nauðsynlegum innviðum og jafnframt gera það af skynsemi. Á sama tíma og það árar betur er óásættanlegt að Hafnarfjörður sé eitt dýrasta sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að þjónustu við fjölskyldufólk. Þjónustukönnun Gallup fyrir árið 2017 gefur vísbendingar um nauðsyn þess að gera betur á mörgum sviðum hafnfirsks samfélags. Oft er þörf á nýrri sýn, nýrri hugsun og snjöllum lausnum til að bregðast við og gera betur. Framsókn og óháðir munu á næstu dögum kynna tillögur að úrbótum með framsýnum og áreiðanlegum lausnum, Hafnfirðingum öllum til heilla.Framboðið Mikill undirbúningur hefur átt sér stað hjá framboði Framsóknar og óháðra undanfarna mánuði. Fjölmargir gáfu sig fram og sóttust eftir sæti á lista. Það er í senn, bæði ánægjulegt og styrkleikamerki. Og sterk vísbending um fólk vill breytingar og er tilbúið til að vera aflvaki breytinga. Listi Framsóknar og óháðra er breið fylking fólks á öllum aldri, einstaklinga sem koma úr ólíkum áttum, hafa ólíka reynslu, þekkingu og menntun. Einstaklingar sem náð hafa saman um það verkefni að gera Hafnarfjörð að betra samfélagi fyrir okkur öll. Kosningabaráttan er rétt að byrja og við hlökkum til að hitta Hafnfirðinga og kynna fyrir þeim málefni okkar og áherslur. Við erum þegar farin af stað að hitta kjósendur og munum halda því áfram næstu vikurnar. Hvert og eitt okkar er tilbúið að leggja sitt af mörkum til hagsbóta fyrir Hafnfirðinga og í sameiningu munum við láta góða hluti gerast. Við erum sterkari saman.Ágúst Bjarni Garðarsson, oddviti Framsóknar og óháðra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Sveitarstjórnarmál eru nokkuð sérstök að því leyti, að það er fleira og meira sem sameinar okkur en sundrar. Ég tel að það sé óhrekjanleg staðreynd að flokkspólitískar línur séu ekki jafn skýrar og í landsmálunum. Sveitarstjórnarmálin snúast um að taka höndum saman og sameinast um lykilverkefni, til heilla fyrir nærsamfélagið. Að veita góða, stöðuga og áreiðanlega þjónustu og sameinast um það að búa til samfélag sem við getum verið stolt af og þar sem allir Hafnfirðingar fái notið sín.Fjölskyldufólk í fyrirrúmi Nú árar vel og það þarf að nýta aðstæður og svigrúm til uppbyggingar á nauðsynlegum innviðum og jafnframt gera það af skynsemi. Á sama tíma og það árar betur er óásættanlegt að Hafnarfjörður sé eitt dýrasta sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að þjónustu við fjölskyldufólk. Þjónustukönnun Gallup fyrir árið 2017 gefur vísbendingar um nauðsyn þess að gera betur á mörgum sviðum hafnfirsks samfélags. Oft er þörf á nýrri sýn, nýrri hugsun og snjöllum lausnum til að bregðast við og gera betur. Framsókn og óháðir munu á næstu dögum kynna tillögur að úrbótum með framsýnum og áreiðanlegum lausnum, Hafnfirðingum öllum til heilla.Framboðið Mikill undirbúningur hefur átt sér stað hjá framboði Framsóknar og óháðra undanfarna mánuði. Fjölmargir gáfu sig fram og sóttust eftir sæti á lista. Það er í senn, bæði ánægjulegt og styrkleikamerki. Og sterk vísbending um fólk vill breytingar og er tilbúið til að vera aflvaki breytinga. Listi Framsóknar og óháðra er breið fylking fólks á öllum aldri, einstaklinga sem koma úr ólíkum áttum, hafa ólíka reynslu, þekkingu og menntun. Einstaklingar sem náð hafa saman um það verkefni að gera Hafnarfjörð að betra samfélagi fyrir okkur öll. Kosningabaráttan er rétt að byrja og við hlökkum til að hitta Hafnfirðinga og kynna fyrir þeim málefni okkar og áherslur. Við erum þegar farin af stað að hitta kjósendur og munum halda því áfram næstu vikurnar. Hvert og eitt okkar er tilbúið að leggja sitt af mörkum til hagsbóta fyrir Hafnfirðinga og í sameiningu munum við láta góða hluti gerast. Við erum sterkari saman.Ágúst Bjarni Garðarsson, oddviti Framsóknar og óháðra
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun