Íslensk setning í danska Eurovision-laginu Benedikt Bóas skrifar 5. apríl 2018 08:00 Ekki þarf mikla kunnáttu í íslensku til að sjá að setningin "Taka stökk til hærri jörð“ er fjarri því að geta talist gullaldarmál. skjáskot Sigurlag Danmerkur í Eurovision í ár, Higher Ground, notast við íslenska setningu. Setningin Taka stökk til hærri jörð, heyrist á mjög bjagaðri íslensku í bakröddunum. Lagið er óður til víkinga og er söngvarinn, Jonas Rasmussen, víkingalegur í útliti. Lagið hefur fengið ágætis viðtökur þó það komist ekki nálægt ísraelska laginu sem flestir spá sigri.Flosi Jón Ófeigsson, formaður FÁSES, Félags áhugamanna um Söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, segir að þetta sé trúlega í fyrsta skipti sem íslenska heyrist í lagi frá annarri þjóð í keppninni.Flosi Jón Ófeigsson, formaður FÁSES, Félags áhugafólks um sönvakeppni evrópskra sjónvarpstöðva.Vísir/ernir„Mitt minni segir að svo sé. Við höfum verið að tala um þetta okkar á milli, að þetta er mjög merkilegt og verði alvöru víkingalag með þessari setningu,“ segir hann. Páll Óskar Hjálmtýsson, annar sérfræðingur um Eurovision tekur undir að íslenska hafi ekki áður heyrst. „Það er nánast öruggt að þetta er í fyrsta sinn sem íslenska heyrist í lagi frá öðru landi sem gerir lagið mjög áhugavert,“ segir Flosi. Hann segir að keppnin í ár sé að vanda fjölbreytileg og mjög sterk. „Það er mikið af góðum lögum. Svo á eftir að koma í ljós hvort söngvararnir geta sungið á sviði. Það skiptir máli.“Erfitt að velja topp 10 listann Flestir veðbankar spá Ísrael góðu gengi. Flosi tekur undir að lagið sé gott enda með góðan boðskap. „Þetta kemur í miðri MeeToo-byltingunni og þetta er skemmtilegt lag um alvarlegt málefni. Eins og er er lagið númer eitt hjá veðbönkunum en Ítalía var það nú líka í fyrra en raunin varð önnur þegar keppni lauk. Ísrael þarf að fara í gegnum undankeppnina ólíkt Ítalíu, sem fer alltaf beint í úrslitakeppnina, þannig það mun heyrast allavega tvisvar í beinni útsendingu. Ég efast ekki um að lagið fari áfram en við sjáum til.“ Ungverjar tefla fram þungarokkslaginu Viszlát Nyár en Flosi segir að það sé í harðari kantinum og eitthvað sem Finnar muni kjósa – nánast pottþétt – en 12 ár eru síðan Lordi vann með laginu Hard Rock Halleluja. Önnur atriði eru hefðbundnari en Flosi segir að keppnin í ár sé mjög sterk. „Ég hef sjaldan átt erfitt með að velja topp 10 lög. Það eru nokkur lög sem grípa mann strax og það ísraelska er eitt af þeim. Finnska lagið með Söru Aalto sömuleiðis og Austurríki er með flott lag. En það er líka talað mikið um óperulag Eista. Það er lag sem heyrist bara í Eurovision. En 98% af þeim sem kjósa eru að heyra lögin í fyrsta sinn svo það kemur í ljós hvað verður.“ Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira
Sigurlag Danmerkur í Eurovision í ár, Higher Ground, notast við íslenska setningu. Setningin Taka stökk til hærri jörð, heyrist á mjög bjagaðri íslensku í bakröddunum. Lagið er óður til víkinga og er söngvarinn, Jonas Rasmussen, víkingalegur í útliti. Lagið hefur fengið ágætis viðtökur þó það komist ekki nálægt ísraelska laginu sem flestir spá sigri.Flosi Jón Ófeigsson, formaður FÁSES, Félags áhugamanna um Söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, segir að þetta sé trúlega í fyrsta skipti sem íslenska heyrist í lagi frá annarri þjóð í keppninni.Flosi Jón Ófeigsson, formaður FÁSES, Félags áhugafólks um sönvakeppni evrópskra sjónvarpstöðva.Vísir/ernir„Mitt minni segir að svo sé. Við höfum verið að tala um þetta okkar á milli, að þetta er mjög merkilegt og verði alvöru víkingalag með þessari setningu,“ segir hann. Páll Óskar Hjálmtýsson, annar sérfræðingur um Eurovision tekur undir að íslenska hafi ekki áður heyrst. „Það er nánast öruggt að þetta er í fyrsta sinn sem íslenska heyrist í lagi frá öðru landi sem gerir lagið mjög áhugavert,“ segir Flosi. Hann segir að keppnin í ár sé að vanda fjölbreytileg og mjög sterk. „Það er mikið af góðum lögum. Svo á eftir að koma í ljós hvort söngvararnir geta sungið á sviði. Það skiptir máli.“Erfitt að velja topp 10 listann Flestir veðbankar spá Ísrael góðu gengi. Flosi tekur undir að lagið sé gott enda með góðan boðskap. „Þetta kemur í miðri MeeToo-byltingunni og þetta er skemmtilegt lag um alvarlegt málefni. Eins og er er lagið númer eitt hjá veðbönkunum en Ítalía var það nú líka í fyrra en raunin varð önnur þegar keppni lauk. Ísrael þarf að fara í gegnum undankeppnina ólíkt Ítalíu, sem fer alltaf beint í úrslitakeppnina, þannig það mun heyrast allavega tvisvar í beinni útsendingu. Ég efast ekki um að lagið fari áfram en við sjáum til.“ Ungverjar tefla fram þungarokkslaginu Viszlát Nyár en Flosi segir að það sé í harðari kantinum og eitthvað sem Finnar muni kjósa – nánast pottþétt – en 12 ár eru síðan Lordi vann með laginu Hard Rock Halleluja. Önnur atriði eru hefðbundnari en Flosi segir að keppnin í ár sé mjög sterk. „Ég hef sjaldan átt erfitt með að velja topp 10 lög. Það eru nokkur lög sem grípa mann strax og það ísraelska er eitt af þeim. Finnska lagið með Söru Aalto sömuleiðis og Austurríki er með flott lag. En það er líka talað mikið um óperulag Eista. Það er lag sem heyrist bara í Eurovision. En 98% af þeim sem kjósa eru að heyra lögin í fyrsta sinn svo það kemur í ljós hvað verður.“
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira