Lýðræði, Evrópa og ríkidæmi Þorvaldur Gylfason skrifar 5. apríl 2018 07:00 Menn greinir á um Evrópusambandið innan lands og utan. Það er eðlilegt þar eð sambandið er öðrum þræði pólitískt í eðli sínu, samband um frið í álfunni og virðingu fyrir lýðræði og mannréttindum. Ágreiningur um stjórnmál liggur í hlutarins eðli. Menn getur einnig greint á um efnahagshluta reynslunnar af ESB þar eð hagrænar vísbendingar um málið eru margslungnar. Sumir benda á að viðskipti innan ESB hafa glæðzt til muna til hagsbóta fyrir aðildarríkin eins og að var stefnt. Aðrir benda á að sameiginleg mynt 19 aðildarlanda af 28, evran, hefur sums staðar valdið vandræðum með því að svipta einstök evrulönd getunni til að fella gengi eigin gjaldmiðila með gamla laginu. Þeir segja: Sama gengi hentar ekki öllum. Enn aðrir segja: Sama örlæti gagnvart erlendum flóttamönnum og öðrum innflytjendum hentar ekki heldur öllum. Svíar sem telja 2% af mannfjölda ESB tóku á móti 160.000 flóttamönnum 2015. Ef öll aðildarlönd ESB hefðu tekið við sama fjölda flóttamanna í hlutfalli við mannfjölda hefði ESB tekið við átta milljónum flóttamanna á einu ári. Til viðmiðunar telja Svisslendingar röskar átta milljónir. Hvert ESB-land ræður því sjálft hversu mörgum innflytjendum það tekur við frá löndum utan ESB. Hvert ESB-land ræður því þó ekki hversu mörgum það tekur við frá öðrum ESB-löndum.Eigin forsendur Svíþjóð og Sviss, vel á minnzt. Byrjum á Svíum. Svíþjóð og Finnland eru náskyld lönd og nauðalík að flestu öðru leyti en því að Finnar tóku upp evruna um leið og færi gafst 1999 en Svíar ekki. Samt hefur efnahagsþróun beggja landa æ síðan verið áþekk í grófum dráttum. Svíar hafa haldið lítils háttar forskoti sínu á Finna mælt í þjóðartekjum á mann. Sama máli gegnir um Sviss og Austurríki. Austurríkismenn tóku upp evruna 1999 en Svisslendingar ekki. Svisslendingar eru jafnvel ekki aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) hvað þá að ESB eða evrunni. Eigi að síður hefur efnahagsþróun beggja landa verið áþekk frá aldamótum. Svisslendingar hafa haldið forskoti sínu á Austurríkismenn mælt í þjóðartekjum á mann. Sviss hefur lengið verið meðal allra ríkustu landa heims mælt í tekjum og eignum á mann. Af báðum þessum dæmum virðist mega ráða að aðild að ESB og evrusamstarfinu skiptir ekki öllu máli fyrir afkomu þjóða sé vel á málum haldið heima fyrir. Líku máli gegnir um Kanada og Bandaríkin. Efnahagur beggja landa hefur þróazt með áþekkum hætti undangenginn mannsaldur. Þetta er öðrum þræði hugsunin á bak við Brexit eða a.m.k. hugsun þeirra sem standa nú frammi fyrir útgöngu Breta úr ESB að ári. Hví skyldi Bretlandi ekki geta vegnað vel utan ESB á eigin forsendum líkt og Sviss og Kanada? Á móti kemur aðhald og hópefli sem ESB-aðild felur í sér. Hvort vegur þyngra er álitamál. Sviss í hjarta Evrópu Sviss er kapítuli út af fyrir sig. Landið er hlutlaust, stóð utan beggja heimsstyrjalda og gerðist ekki aðili að Sameinuðu þjóðunum fyrr en 2002. Landið stendur einnig utan efnahagsbandalaga að öðru leyti en því að Sviss er ásamt Íslandi, Noregi og Liechtenstein aðili að Fríverzlunarsamtökum Evrópu (EFTA). Sviss er einnig aðili að Alþjóðaviðskiptastofnunni (WTO) sem hefur það hlutverk að örva millilandaviðskipti. Svisslendingar hafa samið sérstaklega við ESB um viðskipti, umferð o.fl. enda er landið umlukið evrulöndum. Enginn sem fer um svæðið rekur sig á nokkurn mun sem máli skiptir að öðru leyti en því að Svisslendingar nota franka frekar en evrur. Sviss er Evrópuland Meira lýðræði, minni spilling Svisslendingar hafa einnig markað sér sérstöðu með beinu lýðræði við hlið fulltrúalýðræðis. Þeir ganga til þjóðaratkvæðis um stór mál og smá u.þ.b. fjórum sinnum á ári að jafnaði. Kjörnum fulltrúum stjórnmálaflokka á þingi eru því falin færri verkefni en ella væri. Stjórnmálamenn og flokkar eru eftir því minni fyrirferðar en annars staðar í álfunni. Hér kann að liggja hluti skýringarinnar á því hvers vegna spilling mælist mun minni í Sviss en í nálægum löndum. Í heimskönnun Gallups 2012 kom fram að 23% Svisslendinga töldu spillingu vera umtalsvert vandamál heima fyrir á móti 54% í Frakklandi, 58% í Þýzkalandi, 67% í Austurríki og 86% á Ítalíu. Transparency International tekur í sama streng og skipar Sviss í þriðja sæti listans yfir óspilltustu ríki heims 2017; aðeins Nýja-Sjáland og Danmörk fá hærri einkunn. Sviss stendur jafnfætis Finnlandi og Noregi á listanum og miklu framar en Frakkland, Þýzkaland, Austurríki og Ítalía Hingað heim Reynsla Svisslendinga virðist vitna um að lýðræði aftrar spillingu. Í þessu ljósi þarf að skoða ákvæði nýju stjórnarskrárinnar um beint lýðræði með auknu vægi þjóðaratkvæðagreiðslna hér heima og andstöðu margra stjórnmálamanna við að staðfesta stjórnarskrána sem 67% kjósenda lýstu sig samþykka í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Nýju stjórnarskránni er beinlínis ætlað að minnka vægi stjórnmálamanna og flokka og draga m.a. þannig úr spillingu að svissneskri fyrirmynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Menn greinir á um Evrópusambandið innan lands og utan. Það er eðlilegt þar eð sambandið er öðrum þræði pólitískt í eðli sínu, samband um frið í álfunni og virðingu fyrir lýðræði og mannréttindum. Ágreiningur um stjórnmál liggur í hlutarins eðli. Menn getur einnig greint á um efnahagshluta reynslunnar af ESB þar eð hagrænar vísbendingar um málið eru margslungnar. Sumir benda á að viðskipti innan ESB hafa glæðzt til muna til hagsbóta fyrir aðildarríkin eins og að var stefnt. Aðrir benda á að sameiginleg mynt 19 aðildarlanda af 28, evran, hefur sums staðar valdið vandræðum með því að svipta einstök evrulönd getunni til að fella gengi eigin gjaldmiðila með gamla laginu. Þeir segja: Sama gengi hentar ekki öllum. Enn aðrir segja: Sama örlæti gagnvart erlendum flóttamönnum og öðrum innflytjendum hentar ekki heldur öllum. Svíar sem telja 2% af mannfjölda ESB tóku á móti 160.000 flóttamönnum 2015. Ef öll aðildarlönd ESB hefðu tekið við sama fjölda flóttamanna í hlutfalli við mannfjölda hefði ESB tekið við átta milljónum flóttamanna á einu ári. Til viðmiðunar telja Svisslendingar röskar átta milljónir. Hvert ESB-land ræður því sjálft hversu mörgum innflytjendum það tekur við frá löndum utan ESB. Hvert ESB-land ræður því þó ekki hversu mörgum það tekur við frá öðrum ESB-löndum.Eigin forsendur Svíþjóð og Sviss, vel á minnzt. Byrjum á Svíum. Svíþjóð og Finnland eru náskyld lönd og nauðalík að flestu öðru leyti en því að Finnar tóku upp evruna um leið og færi gafst 1999 en Svíar ekki. Samt hefur efnahagsþróun beggja landa æ síðan verið áþekk í grófum dráttum. Svíar hafa haldið lítils háttar forskoti sínu á Finna mælt í þjóðartekjum á mann. Sama máli gegnir um Sviss og Austurríki. Austurríkismenn tóku upp evruna 1999 en Svisslendingar ekki. Svisslendingar eru jafnvel ekki aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) hvað þá að ESB eða evrunni. Eigi að síður hefur efnahagsþróun beggja landa verið áþekk frá aldamótum. Svisslendingar hafa haldið forskoti sínu á Austurríkismenn mælt í þjóðartekjum á mann. Sviss hefur lengið verið meðal allra ríkustu landa heims mælt í tekjum og eignum á mann. Af báðum þessum dæmum virðist mega ráða að aðild að ESB og evrusamstarfinu skiptir ekki öllu máli fyrir afkomu þjóða sé vel á málum haldið heima fyrir. Líku máli gegnir um Kanada og Bandaríkin. Efnahagur beggja landa hefur þróazt með áþekkum hætti undangenginn mannsaldur. Þetta er öðrum þræði hugsunin á bak við Brexit eða a.m.k. hugsun þeirra sem standa nú frammi fyrir útgöngu Breta úr ESB að ári. Hví skyldi Bretlandi ekki geta vegnað vel utan ESB á eigin forsendum líkt og Sviss og Kanada? Á móti kemur aðhald og hópefli sem ESB-aðild felur í sér. Hvort vegur þyngra er álitamál. Sviss í hjarta Evrópu Sviss er kapítuli út af fyrir sig. Landið er hlutlaust, stóð utan beggja heimsstyrjalda og gerðist ekki aðili að Sameinuðu þjóðunum fyrr en 2002. Landið stendur einnig utan efnahagsbandalaga að öðru leyti en því að Sviss er ásamt Íslandi, Noregi og Liechtenstein aðili að Fríverzlunarsamtökum Evrópu (EFTA). Sviss er einnig aðili að Alþjóðaviðskiptastofnunni (WTO) sem hefur það hlutverk að örva millilandaviðskipti. Svisslendingar hafa samið sérstaklega við ESB um viðskipti, umferð o.fl. enda er landið umlukið evrulöndum. Enginn sem fer um svæðið rekur sig á nokkurn mun sem máli skiptir að öðru leyti en því að Svisslendingar nota franka frekar en evrur. Sviss er Evrópuland Meira lýðræði, minni spilling Svisslendingar hafa einnig markað sér sérstöðu með beinu lýðræði við hlið fulltrúalýðræðis. Þeir ganga til þjóðaratkvæðis um stór mál og smá u.þ.b. fjórum sinnum á ári að jafnaði. Kjörnum fulltrúum stjórnmálaflokka á þingi eru því falin færri verkefni en ella væri. Stjórnmálamenn og flokkar eru eftir því minni fyrirferðar en annars staðar í álfunni. Hér kann að liggja hluti skýringarinnar á því hvers vegna spilling mælist mun minni í Sviss en í nálægum löndum. Í heimskönnun Gallups 2012 kom fram að 23% Svisslendinga töldu spillingu vera umtalsvert vandamál heima fyrir á móti 54% í Frakklandi, 58% í Þýzkalandi, 67% í Austurríki og 86% á Ítalíu. Transparency International tekur í sama streng og skipar Sviss í þriðja sæti listans yfir óspilltustu ríki heims 2017; aðeins Nýja-Sjáland og Danmörk fá hærri einkunn. Sviss stendur jafnfætis Finnlandi og Noregi á listanum og miklu framar en Frakkland, Þýzkaland, Austurríki og Ítalía Hingað heim Reynsla Svisslendinga virðist vitna um að lýðræði aftrar spillingu. Í þessu ljósi þarf að skoða ákvæði nýju stjórnarskrárinnar um beint lýðræði með auknu vægi þjóðaratkvæðagreiðslna hér heima og andstöðu margra stjórnmálamanna við að staðfesta stjórnarskrána sem 67% kjósenda lýstu sig samþykka í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Nýju stjórnarskránni er beinlínis ætlað að minnka vægi stjórnmálamanna og flokka og draga m.a. þannig úr spillingu að svissneskri fyrirmynd.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun