Þróunarríki í hættu vegna hlýnunar íhugi að loka á sólarljós Kjartan Kjartansson skrifar 5. apríl 2018 11:36 Ein hugmynd til að berjast gegn loftslagsbreytingum er að loka á sólarljós með því að dreifa brennisteinsögnum hátt í lofthjúpnum. Áhrif slíkra aðgerða væru hins vegar ófyrirsjáanleg og óvíst hvort að heildaráhrif yrðu gagnleg eða skaðleg. Vísir/AFP Tólf vísindamenn frá þróunarríkjum segja að þau verði að taka við keflinu í rannsóknum á leiðum til að vinna gegn hnattrænni hlýnun, þar á meðal umdeildri hugmynd um að dæla rykögnum út í andrúmsloftið til að loka á sólarljós. Sérfræðingar hafa varað við því að ríki heims hafi náð svo litlum árangri í að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun að menn verði að reiða sig á nýja tækni til þess að soga koltvísýring úr andrúmsloftinu ef ætlunin er að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnuninni innan við 1,5-2°C. Slík tækni er hins vegar skammt á veg komin og alls óljóst hvort hún geti nokkurn tímann orðið hluti af raunverulegri lausn á loftslagsvandanum. Enn umdeildari eru hins vegar hugmyndir um svonefnda umhverfisstýringu [e. geoengineering], stórfelldar aðgerðir til að hafa áhrif á náttúruna til að vega á móti loftslagsbreytingum. Af þeim meiði eru hugmyndir um að dæla miklu magni rykagna út í andrúmsloftið sem myndu endurvarpa sólarljósi út í geim og draga þannig úr hlýnun við yfirborð jarðar líkt og gerist af völdum ösku frá eldgosum.Taki frumkvæðið að rannsóknum Um þessa aðferð skrifa tólf fræðimenn frá löndum eins og Bangladess, Brasilíu, Kína, Eþíópíu, Indlandi, Jamaíka og Taílandi í grein í vísindaritinu Nature sem birtist í vikunni. Þar segja þeir að fátæk ríki sé berskjölduðust fyrir loftslagsbreytingum og að þau ættu að taka virkari þátt í baráttunni gegn þeim. „Hugmyndin í heild er frekar klikkuð en hún er smám saman að ná fótfestu í fræðiheiminum,“ segir Atiq Rahman, yfirmaður Æðri rannsóknarmiðstöðvar Bangladess, við Reuters. Bangladess er eitt þeirra ríkja sem er í mestri hættu vegna hækkunar yfirborðs sjávar sem fylgir bráðnun jökla og hlýnun hafsins. Þannig vilja þeir að þróunarríki taki frumkvæðið að rannsóknum á verkfræðilegum leiðum til að draga úr styrk sólarljóss sem fram að þessu hafa aðallega farið fram í háskólum eins og Harvard og Oxford fram að þessu. Aðferðir þessar gætu hins vegar reynst tvíeggja sverð og þetta viðurkenna vísindamennirnir. Tæknin sé umdeild og of snemmt sé að segja til um hvort að heildaráhrifin yrðu jákvæð eða neikvæð.Reuters-fréttastofan segir að nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál lýsi efasemdum um sólarumhverfisstýringu í skýrslu sem kemur út í október. Tæknin gæti verið „efnahagslega, félagslega og stofnanalega óframkvæmanleg“. Á meðal skaðlegra áhrifa sólarumhverfisstýringar gæti verið röskun á veðurkerfum, erfitt gæti reynst að stöðva breytingarnar eftir að þeim er hrundið af stað og þá gæti tæknin dregið úr vilja ríkja til að færa sig úr jarðefnaeldsneyti yfir í hreinni orkugjafa. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30 Segir íbúa Fídjíeyja berjast fyrir lífi sínu Fjórir fórust í fellibylnum Josie um páskana. Forsætisráðherra Fídjíeyja segir nýtt og ógnvænlegt tímabil veðuröfga vegna loftslagsbreytinga gengið í garð. 3. apríl 2018 10:03 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Tólf vísindamenn frá þróunarríkjum segja að þau verði að taka við keflinu í rannsóknum á leiðum til að vinna gegn hnattrænni hlýnun, þar á meðal umdeildri hugmynd um að dæla rykögnum út í andrúmsloftið til að loka á sólarljós. Sérfræðingar hafa varað við því að ríki heims hafi náð svo litlum árangri í að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun að menn verði að reiða sig á nýja tækni til þess að soga koltvísýring úr andrúmsloftinu ef ætlunin er að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnuninni innan við 1,5-2°C. Slík tækni er hins vegar skammt á veg komin og alls óljóst hvort hún geti nokkurn tímann orðið hluti af raunverulegri lausn á loftslagsvandanum. Enn umdeildari eru hins vegar hugmyndir um svonefnda umhverfisstýringu [e. geoengineering], stórfelldar aðgerðir til að hafa áhrif á náttúruna til að vega á móti loftslagsbreytingum. Af þeim meiði eru hugmyndir um að dæla miklu magni rykagna út í andrúmsloftið sem myndu endurvarpa sólarljósi út í geim og draga þannig úr hlýnun við yfirborð jarðar líkt og gerist af völdum ösku frá eldgosum.Taki frumkvæðið að rannsóknum Um þessa aðferð skrifa tólf fræðimenn frá löndum eins og Bangladess, Brasilíu, Kína, Eþíópíu, Indlandi, Jamaíka og Taílandi í grein í vísindaritinu Nature sem birtist í vikunni. Þar segja þeir að fátæk ríki sé berskjölduðust fyrir loftslagsbreytingum og að þau ættu að taka virkari þátt í baráttunni gegn þeim. „Hugmyndin í heild er frekar klikkuð en hún er smám saman að ná fótfestu í fræðiheiminum,“ segir Atiq Rahman, yfirmaður Æðri rannsóknarmiðstöðvar Bangladess, við Reuters. Bangladess er eitt þeirra ríkja sem er í mestri hættu vegna hækkunar yfirborðs sjávar sem fylgir bráðnun jökla og hlýnun hafsins. Þannig vilja þeir að þróunarríki taki frumkvæðið að rannsóknum á verkfræðilegum leiðum til að draga úr styrk sólarljóss sem fram að þessu hafa aðallega farið fram í háskólum eins og Harvard og Oxford fram að þessu. Aðferðir þessar gætu hins vegar reynst tvíeggja sverð og þetta viðurkenna vísindamennirnir. Tæknin sé umdeild og of snemmt sé að segja til um hvort að heildaráhrifin yrðu jákvæð eða neikvæð.Reuters-fréttastofan segir að nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál lýsi efasemdum um sólarumhverfisstýringu í skýrslu sem kemur út í október. Tæknin gæti verið „efnahagslega, félagslega og stofnanalega óframkvæmanleg“. Á meðal skaðlegra áhrifa sólarumhverfisstýringar gæti verið röskun á veðurkerfum, erfitt gæti reynst að stöðva breytingarnar eftir að þeim er hrundið af stað og þá gæti tæknin dregið úr vilja ríkja til að færa sig úr jarðefnaeldsneyti yfir í hreinni orkugjafa.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30 Segir íbúa Fídjíeyja berjast fyrir lífi sínu Fjórir fórust í fellibylnum Josie um páskana. Forsætisráðherra Fídjíeyja segir nýtt og ógnvænlegt tímabil veðuröfga vegna loftslagsbreytinga gengið í garð. 3. apríl 2018 10:03 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30
Segir íbúa Fídjíeyja berjast fyrir lífi sínu Fjórir fórust í fellibylnum Josie um páskana. Forsætisráðherra Fídjíeyja segir nýtt og ógnvænlegt tímabil veðuröfga vegna loftslagsbreytinga gengið í garð. 3. apríl 2018 10:03
Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02
Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45