Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 23-20 | Fyrsti sigur Eyjastúlkna á Fram í vetur Einar Kárason skrifar 5. apríl 2018 21:00 Sandra Erlingsdóttir í leik með ÍBV á móti Fram í vetur. vísir/anton Búast mátti við alvöru leik þegar ÍBV tók á móti Fram í Vestmannaeyjum í dag. Liðin höfðu áður mæst 5 sinnum í þremur mismunandi keppnum fyrir þennan leik og Framstúlkur unnið þá alla. Með sigri í dag hefðu Fram getað klárað einvígið á heimavelli í næsta leik. Gestirnir úr Safamýrinni byrjuðu leikinn vel og höfðu yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn. Vörn þeirra stóð þétt og Eyjastúlkur áttu í stökustu vandræðum með að skapa opin marktækifæri. Framstúlkur héldu forskoti fyrstu 30 mínúturnar og þegar hálfleiksbjallan glumdi leiddu þær með 4 mörkum og allt virtist stefna til Framsigurs eins og fyrri 5 leikina í vetur. Síðari hálfleikurinn átti þá eftir að koma á óvart. Eyjastúlkur fundu taktinn sóknarlega og vörnin vaknaði til lífsins og gaf fá færi á sér. Erla Rós Sigmarsdóttir kom í markið og fann sig vel og varði 10 skot. Þegar korter lifði leiks jöfnuðu þær leikinn í 16-16 og komust svo yfir í fyrsta skipti frá því á fyrstu mínutu leiksins. ÍBV héldu áfram að keyra á Fram og komust mest 4 mörkum yfir. Svo fór að þær unnu þriggja marka sigur, 23-20 í hörku skemmtilegum leik.Af hverju vann ÍBV? Ég veit ekki hvað Hrafnhildur Skúladóttir sagði við sínar stelpur í hálfleik en það var allt annað lið sem mætti til leiks og spilaði seinni 30 mínúturnar. Fram hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleiknum og farið með stærra forskot inn í hálfleik en þar sem munurinn var ekki nema 4 mörk var alltaf von um að snúa leiknum við. Það gerðu þær svo sannarlega og unnu góðan sigur.Hvað gekk illa? Það gekk afar illa hjá báðum liðum að sækja í vestur. Hægt er í raun að spegla hálfleika þessara liða en sókn ÍBV náði engan veginn að koma sér á strik í fyrri hálfleik meðan Fram glímdi við sama vanda í þeim síðari.Hverjar stóðu uppúr? Markmenn beggja liða áttu fínan dag. Erla Rós spilaði síðari hálfleik hjá ÍBV og varði 10 bolta á meðan kollegi hennar, Guðrún Ósk Maríasdóttir, varði 17 skot. Hjá ÍBV skoraði Sandra Dís Sigurðardóttir 6 mörk en Marthe Sördal og Ragnheiður Júlíusdóttir voru atkvæðamestar hjá Fram með 4 mörk hvor.Hvað gerist næst? Staðan í einvíginu er 1-1 en liðin mætast næst á heimavelli Framstúlkna. Við fáum að minnsta kosti 2 leiki í viðbót milli liðanna.Hrafnhildur: Þökkum pent fyrir að vera með í seinni hálfleik „Skelfilegur fyrri hálfleikur og í raun kraftaverk að við skildum bara vera ennþá inni í leiknum í hálfleik. Í rauninni áttum við skilið að vera 8-10 mörkum undir í hálfleik þannig að við þökkum pent fyrir að fá að vera með í seinni hálfleik,” sagði Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV. „Við fáum á okkur 7 mörk í seinni hálfleik svo að vörn og markvarsla var geggjuð.” „Við vorum slappar í fyrri hálfleik. Margar ekki að grípa bolta og nokkrir leikmenn bara gjörsamlega ekki með í fyrri hálfleik þannig að við áttum rosalega mikið inni og við vissum það. Við vorum virkilega sátt við það að vera bara ekki búin að tapa þessu í hálfleik og vera ennþá inni í leiknum.” ÍBV stimpluðu sig vel inni í seinni hálfleikinn og keyrðu á Framliðið. „Við vorum fljótar að koma okkur inn í leikinn í seinni hálfleik og áhorfendur tóku við sér. Ég var mjög skúffuð með mætinguna í byrjun. Ég hélt að fólk væri gjörsamlega búið að missa trú á okkur en svo fáum við frábæran stuðning í lokin og fólk fór að skila sér í hús. Það mætir fyrr næst og svo fáum vonandi fáum við nokkra með okkur í bæinn þar sem við þurfum að vinna einn útileik líka ef við ætlum okkur áfram og ég biðla til fólks í bænum að missa ekki trú á okkur. Við erum ekki búin að gera það.”Stefán: Vorum miklu betra liðið Stefán Arnarson, þjálfari Fram var að vonum svekktur með úrslit leiksins. „Alltaf mjög leiðinlegt að tapa og að hafa ekki spilað betri seinni hálfleik er vonbrigði.” „Vonbrigðin eru að hafa ekki leitt með meiru í fyrri hálfleik. Við vorum miklu betra liðið og hefðum átt að vera með stærri forustu en svo snýst þetta við. Þær voru með góða vörn og voru bara miklu grimmari og vildu þetta og þess vegna sigruðu þær bara mjög sanngjarnt. Með sigri hefðu Fram getað klárað þetta með sigri heima í næsta leik en ljóst er að liðið þarf að mæta aftur til Eyja. „Mér finnst alltaf gaman í Eyjum. Ég á ættir hérna. Mitt fólk fæddist í húsinu Breiðablik hérna í Eyjum og mér finnst alltaf gaman að koma hérna en auðvitað hefðum við viljað vinna en við þurfum að bæta margt í okkar leik til að vinna ÍBV og við gerðum okkur alltaf grein fyrir því að við værum ekkert að fara að labba yfir ÍBV. Þetta er bara mjög gott lið,” sagði Stefán að lokum. Olís-deild kvenna
Búast mátti við alvöru leik þegar ÍBV tók á móti Fram í Vestmannaeyjum í dag. Liðin höfðu áður mæst 5 sinnum í þremur mismunandi keppnum fyrir þennan leik og Framstúlkur unnið þá alla. Með sigri í dag hefðu Fram getað klárað einvígið á heimavelli í næsta leik. Gestirnir úr Safamýrinni byrjuðu leikinn vel og höfðu yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn. Vörn þeirra stóð þétt og Eyjastúlkur áttu í stökustu vandræðum með að skapa opin marktækifæri. Framstúlkur héldu forskoti fyrstu 30 mínúturnar og þegar hálfleiksbjallan glumdi leiddu þær með 4 mörkum og allt virtist stefna til Framsigurs eins og fyrri 5 leikina í vetur. Síðari hálfleikurinn átti þá eftir að koma á óvart. Eyjastúlkur fundu taktinn sóknarlega og vörnin vaknaði til lífsins og gaf fá færi á sér. Erla Rós Sigmarsdóttir kom í markið og fann sig vel og varði 10 skot. Þegar korter lifði leiks jöfnuðu þær leikinn í 16-16 og komust svo yfir í fyrsta skipti frá því á fyrstu mínutu leiksins. ÍBV héldu áfram að keyra á Fram og komust mest 4 mörkum yfir. Svo fór að þær unnu þriggja marka sigur, 23-20 í hörku skemmtilegum leik.Af hverju vann ÍBV? Ég veit ekki hvað Hrafnhildur Skúladóttir sagði við sínar stelpur í hálfleik en það var allt annað lið sem mætti til leiks og spilaði seinni 30 mínúturnar. Fram hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleiknum og farið með stærra forskot inn í hálfleik en þar sem munurinn var ekki nema 4 mörk var alltaf von um að snúa leiknum við. Það gerðu þær svo sannarlega og unnu góðan sigur.Hvað gekk illa? Það gekk afar illa hjá báðum liðum að sækja í vestur. Hægt er í raun að spegla hálfleika þessara liða en sókn ÍBV náði engan veginn að koma sér á strik í fyrri hálfleik meðan Fram glímdi við sama vanda í þeim síðari.Hverjar stóðu uppúr? Markmenn beggja liða áttu fínan dag. Erla Rós spilaði síðari hálfleik hjá ÍBV og varði 10 bolta á meðan kollegi hennar, Guðrún Ósk Maríasdóttir, varði 17 skot. Hjá ÍBV skoraði Sandra Dís Sigurðardóttir 6 mörk en Marthe Sördal og Ragnheiður Júlíusdóttir voru atkvæðamestar hjá Fram með 4 mörk hvor.Hvað gerist næst? Staðan í einvíginu er 1-1 en liðin mætast næst á heimavelli Framstúlkna. Við fáum að minnsta kosti 2 leiki í viðbót milli liðanna.Hrafnhildur: Þökkum pent fyrir að vera með í seinni hálfleik „Skelfilegur fyrri hálfleikur og í raun kraftaverk að við skildum bara vera ennþá inni í leiknum í hálfleik. Í rauninni áttum við skilið að vera 8-10 mörkum undir í hálfleik þannig að við þökkum pent fyrir að fá að vera með í seinni hálfleik,” sagði Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV. „Við fáum á okkur 7 mörk í seinni hálfleik svo að vörn og markvarsla var geggjuð.” „Við vorum slappar í fyrri hálfleik. Margar ekki að grípa bolta og nokkrir leikmenn bara gjörsamlega ekki með í fyrri hálfleik þannig að við áttum rosalega mikið inni og við vissum það. Við vorum virkilega sátt við það að vera bara ekki búin að tapa þessu í hálfleik og vera ennþá inni í leiknum.” ÍBV stimpluðu sig vel inni í seinni hálfleikinn og keyrðu á Framliðið. „Við vorum fljótar að koma okkur inn í leikinn í seinni hálfleik og áhorfendur tóku við sér. Ég var mjög skúffuð með mætinguna í byrjun. Ég hélt að fólk væri gjörsamlega búið að missa trú á okkur en svo fáum við frábæran stuðning í lokin og fólk fór að skila sér í hús. Það mætir fyrr næst og svo fáum vonandi fáum við nokkra með okkur í bæinn þar sem við þurfum að vinna einn útileik líka ef við ætlum okkur áfram og ég biðla til fólks í bænum að missa ekki trú á okkur. Við erum ekki búin að gera það.”Stefán: Vorum miklu betra liðið Stefán Arnarson, þjálfari Fram var að vonum svekktur með úrslit leiksins. „Alltaf mjög leiðinlegt að tapa og að hafa ekki spilað betri seinni hálfleik er vonbrigði.” „Vonbrigðin eru að hafa ekki leitt með meiru í fyrri hálfleik. Við vorum miklu betra liðið og hefðum átt að vera með stærri forustu en svo snýst þetta við. Þær voru með góða vörn og voru bara miklu grimmari og vildu þetta og þess vegna sigruðu þær bara mjög sanngjarnt. Með sigri hefðu Fram getað klárað þetta með sigri heima í næsta leik en ljóst er að liðið þarf að mæta aftur til Eyja. „Mér finnst alltaf gaman í Eyjum. Ég á ættir hérna. Mitt fólk fæddist í húsinu Breiðablik hérna í Eyjum og mér finnst alltaf gaman að koma hérna en auðvitað hefðum við viljað vinna en við þurfum að bæta margt í okkar leik til að vinna ÍBV og við gerðum okkur alltaf grein fyrir því að við værum ekkert að fara að labba yfir ÍBV. Þetta er bara mjög gott lið,” sagði Stefán að lokum.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti