Skrifræði og ostasorg Þórlindur Kjartansson skrifar 6. apríl 2018 10:00 Fyrir nokkrum árum varð ég fyrir því minniháttar óláni að skilja við mig litla myndavél á safni í Bandaríkjunum. Það var þó huggun harmi gegn að ég var mjög fljótur að átta mig á því að ég hafði orðið viðskila við myndavélina og sneri aftur að staðnum, þar sem ég hafði fengið mér sæti stuttu áður. Ofurtrú mín á mannkyninu gerði ekki ráð fyrir öðru en að hún lægi þar ennþá. En myndavélin var ekki þar sem ég hélt að ég hefði skilið hana eftir. Ég var því mjög fljótur að draga þá ályktun að einhver góðviljaður gestur eða samviskusamur starfsmaður hefði á þessum örfáu mínútum áttað sig á óhappinu og ákveðið að koma myndavélinni minni á öruggan stað svo ég gæti sótt hana við hentugleika. Þannig að ég fór næst á upplýsingaborðið þar sem hjálplegur og vingjarnlegur starfsmaður sýndi angist minni algjöra samúð, hringdi í „tapað fundið“ og þuldi upp lýsingu mína á myndavélinni. Hann rétti svo upp þumalinn, brosti breitt og sagði mér þegar hann lagði tólið á, að myndavélin mín væri svo sannarlega komin til skila og ég gæti farið og sótt hana. Góðar fréttir.Myndavél í varðhaldi Þegar komið var á skrifstofu „tapað fundið“ endurtók hjálplegi starfsmaðurinn fyrir samstarfsmanneskju sinni, þeirri sem var falin ábyrgð á öllu því sem hafði glatast en fundist á ný, að hér væri maðurinn sem varð viðskila við myndavélina sína og hvort hún vildi vera svo elskuleg að finna hana til. Valdhafi tapaðs og fundins, tók ábyrgð sína alvarlega, og virtist ekki finnast það vera neitt sérstakt gleðiefni að geta leyst hratt og greiðlega úr vandanum. Þess í stað rétti valdhafinn fram eyðublað þar sem ég var beðinn að gefa yfirlýsingu um hvaða hlut ég hefði glatað og sverja og sárt við leggja að hluturinn væri eign mín. Þar með gæti gæslumaðurinn afhent mér myndavélina mína gegn skjalfestri sönnun á því að öllum verkferlum hafi ferið framfylgt að fullu. Eftir að valdhafinn, sem nú virtist vera orðinn ótvíræður forsjáraðili yfir myndavélinni minni, hafði gaumgæft skýrsluna var beðið um skilríki. Ég sagði að ég væri ekki með neitt á mér nema íslenskt greiðslukort, sem væri reyndar þeim góða kosti búið, að á því er mynd. Þetta dugði ekki. Hinn nýi umráðamaður myndavélarinnar hafði skýr fyrirmæli um að afhenda engum eigur sínar nema gegn fullnægjandi framvísun löglegra skilríkja, sem í mínu tilviki sem útlendingur gat ekki verið annað heldur en vegabréf. Vondar fréttir. Tölvan segir „nei“ Vegabréfið var á hótelinu í hinum enda borgarinnar og það tæki mig nokkra klukkutíma að komast aftur í safnið með vegabréfið—og þá klukkutíma hafði ég ekki því ég átti flug heim síðar um daginn. Þá datt mér í hug snjallræði sem mér fannst svo augljóslega leysa málið að það hlyti að vera úr sögunni. „Heyrðu, kveiktu bara á myndavélinni, og þá geturðu séð myndir af ferðafélaga mínum sem stendur hérna við hlið mér, og myndir af okkur saman líka, og börnunum mínum og meira að segja mér sjálfum.“ Þetta fannst mér að hlyti að duga til þess að sannfæra forsjármanneskjuna um að það væri „beyond all reasonable doubt“ satt hjá mér að vélin væri mín. Engum gæti dottið í hug að álasa henni fyrir að afhenda myndavélina. Þótt myndavélin væri af þeirri gerð sem ég lýsti, hefði fundist á þeim stað sem ég sagði, að á henni væru myndir af mér og ég gæti sýnt kreditkort með mynd af þeim sama sjálfum mér, þá dugði það ekki til. Hlutverk starfsmannsins var svo sannarlega ekki að leysa vandamál heldur að framfylgja reglunum. Sem betur fer stóð velviljaði starfsmaðurinn ennþá hjá okkur og fylgdist með. Sá var umtalsvert vingjarnlegri og yfirvegaðri en ég og gat því gripið í taumana áður en fas mitt breyttist úr almennri undrun, yfir í aðgangsharða reiði eða stjórnlausa bræði. Með aðdáunarverðri lagni tókst honum að sannfæra kollega sinn um að afhenda mér myndavélina mína, gegn loforði um að hann tæki alla ábyrgð á þessu kæruleysislega athæfi ef einhvern tímann síðar þyrfti að standa skil á því við yfirboðara þeirra beggja á safninu. Mér varð hugsað til þessarar upplifunar nú í vikunni þegar í ljós kom að enginn stjórnmála- eða embættismaður hafði átt frumkvæði að því að lagfæra löggjöf til samræmis við skýran vilja Alþingis um aukið frelsi til innflutnings á útlenskum osti. Fyrir vikið er líklegt að framboð á osti verði mun minna en verslanir gerðu ráð fyrir, og líklega lenda sumar þeirra í vandræðum gagnvart birgjum ef pantanirnar reynast óáreiðanlegar. Það virðist nefnilega ekki vera sérstakt markmið hjá embættismönnum sem fjalla um landbúnaðarmál að leyfa Íslendingum að njóta osta. Þótt hagsmunir neytenda megi heita augljósir, og enginn vafi hafi leiki á vilja Alþingis, þá lætur „kerfið“ ekki hafa sig svo glatt út í þær gönur að fara að leysa greiðlega úr málum sem einhver von er til að flækja enn frekar og tefja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum varð ég fyrir því minniháttar óláni að skilja við mig litla myndavél á safni í Bandaríkjunum. Það var þó huggun harmi gegn að ég var mjög fljótur að átta mig á því að ég hafði orðið viðskila við myndavélina og sneri aftur að staðnum, þar sem ég hafði fengið mér sæti stuttu áður. Ofurtrú mín á mannkyninu gerði ekki ráð fyrir öðru en að hún lægi þar ennþá. En myndavélin var ekki þar sem ég hélt að ég hefði skilið hana eftir. Ég var því mjög fljótur að draga þá ályktun að einhver góðviljaður gestur eða samviskusamur starfsmaður hefði á þessum örfáu mínútum áttað sig á óhappinu og ákveðið að koma myndavélinni minni á öruggan stað svo ég gæti sótt hana við hentugleika. Þannig að ég fór næst á upplýsingaborðið þar sem hjálplegur og vingjarnlegur starfsmaður sýndi angist minni algjöra samúð, hringdi í „tapað fundið“ og þuldi upp lýsingu mína á myndavélinni. Hann rétti svo upp þumalinn, brosti breitt og sagði mér þegar hann lagði tólið á, að myndavélin mín væri svo sannarlega komin til skila og ég gæti farið og sótt hana. Góðar fréttir.Myndavél í varðhaldi Þegar komið var á skrifstofu „tapað fundið“ endurtók hjálplegi starfsmaðurinn fyrir samstarfsmanneskju sinni, þeirri sem var falin ábyrgð á öllu því sem hafði glatast en fundist á ný, að hér væri maðurinn sem varð viðskila við myndavélina sína og hvort hún vildi vera svo elskuleg að finna hana til. Valdhafi tapaðs og fundins, tók ábyrgð sína alvarlega, og virtist ekki finnast það vera neitt sérstakt gleðiefni að geta leyst hratt og greiðlega úr vandanum. Þess í stað rétti valdhafinn fram eyðublað þar sem ég var beðinn að gefa yfirlýsingu um hvaða hlut ég hefði glatað og sverja og sárt við leggja að hluturinn væri eign mín. Þar með gæti gæslumaðurinn afhent mér myndavélina mína gegn skjalfestri sönnun á því að öllum verkferlum hafi ferið framfylgt að fullu. Eftir að valdhafinn, sem nú virtist vera orðinn ótvíræður forsjáraðili yfir myndavélinni minni, hafði gaumgæft skýrsluna var beðið um skilríki. Ég sagði að ég væri ekki með neitt á mér nema íslenskt greiðslukort, sem væri reyndar þeim góða kosti búið, að á því er mynd. Þetta dugði ekki. Hinn nýi umráðamaður myndavélarinnar hafði skýr fyrirmæli um að afhenda engum eigur sínar nema gegn fullnægjandi framvísun löglegra skilríkja, sem í mínu tilviki sem útlendingur gat ekki verið annað heldur en vegabréf. Vondar fréttir. Tölvan segir „nei“ Vegabréfið var á hótelinu í hinum enda borgarinnar og það tæki mig nokkra klukkutíma að komast aftur í safnið með vegabréfið—og þá klukkutíma hafði ég ekki því ég átti flug heim síðar um daginn. Þá datt mér í hug snjallræði sem mér fannst svo augljóslega leysa málið að það hlyti að vera úr sögunni. „Heyrðu, kveiktu bara á myndavélinni, og þá geturðu séð myndir af ferðafélaga mínum sem stendur hérna við hlið mér, og myndir af okkur saman líka, og börnunum mínum og meira að segja mér sjálfum.“ Þetta fannst mér að hlyti að duga til þess að sannfæra forsjármanneskjuna um að það væri „beyond all reasonable doubt“ satt hjá mér að vélin væri mín. Engum gæti dottið í hug að álasa henni fyrir að afhenda myndavélina. Þótt myndavélin væri af þeirri gerð sem ég lýsti, hefði fundist á þeim stað sem ég sagði, að á henni væru myndir af mér og ég gæti sýnt kreditkort með mynd af þeim sama sjálfum mér, þá dugði það ekki til. Hlutverk starfsmannsins var svo sannarlega ekki að leysa vandamál heldur að framfylgja reglunum. Sem betur fer stóð velviljaði starfsmaðurinn ennþá hjá okkur og fylgdist með. Sá var umtalsvert vingjarnlegri og yfirvegaðri en ég og gat því gripið í taumana áður en fas mitt breyttist úr almennri undrun, yfir í aðgangsharða reiði eða stjórnlausa bræði. Með aðdáunarverðri lagni tókst honum að sannfæra kollega sinn um að afhenda mér myndavélina mína, gegn loforði um að hann tæki alla ábyrgð á þessu kæruleysislega athæfi ef einhvern tímann síðar þyrfti að standa skil á því við yfirboðara þeirra beggja á safninu. Mér varð hugsað til þessarar upplifunar nú í vikunni þegar í ljós kom að enginn stjórnmála- eða embættismaður hafði átt frumkvæði að því að lagfæra löggjöf til samræmis við skýran vilja Alþingis um aukið frelsi til innflutnings á útlenskum osti. Fyrir vikið er líklegt að framboð á osti verði mun minna en verslanir gerðu ráð fyrir, og líklega lenda sumar þeirra í vandræðum gagnvart birgjum ef pantanirnar reynast óáreiðanlegar. Það virðist nefnilega ekki vera sérstakt markmið hjá embættismönnum sem fjalla um landbúnaðarmál að leyfa Íslendingum að njóta osta. Þótt hagsmunir neytenda megi heita augljósir, og enginn vafi hafi leiki á vilja Alþingis, þá lætur „kerfið“ ekki hafa sig svo glatt út í þær gönur að fara að leysa greiðlega úr málum sem einhver von er til að flækja enn frekar og tefja.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar