Trump hótar Kínverjum enn frekari tollum Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. apríl 2018 05:12 Bandaríkjaforseti hefur lengi sagt innflutning kínversks stáls hafa haft lamandi áhrif á bandaríska framleiðslu. Vísir/Getty Bandaríkjaforseti Donald Trump hefur beint því til hinna ýmsu embættismanna að kanna möguleikann á frekari tolllagningu á innfluttar kínverskar vörur. Miðlar vestanhafs tala um að Trump hafi farið fram á tollahækkun sem nemur 100 milljörðum bandaríkjadala, 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Fyrirskipun forsetans er næsta skref í viðskiptastríðinu sem virðist vera að bresta á milli þessara tveggja stærstu iðnvelda heimsins. Áður höfðu bandarísk stjórnvöld lýst því yfir að 25 prósenta tollur yrði lagður á rúmlega 1300 vöruflokka frá Kína vegna meints hugverkastuldar kínverskra fyrirtæja en tollahækkunin á að sögn forsetans að skila um 50 milljörðum dala í ríkiskassann. Nýjasta útspil Trump myndi leggjast ofan á þá upphæð og tollarnir því alls nema 150 milljörðum dala. Kínverjar svöruðu upphaflegu tollatillögunni í sömu mynt og lögðu 25% innflutningstoll á 106 bandaríska vöruflokka. Hvernig þeir munu bregðast við þessum nýjustu hótunum Trump liggur ekki fyrir á þessari stundu en fastlega er búist við að það verði með svipuðum hætti og fyrr. Þessi togstreita hefur valdið titringi á fjölmörgum hlutabréfamörkuðum heimsins og segja fjármálagreinendur að heljarinnar tollahækkanir milli Kína og Bandaríkjanna myndi hafa neikvæð áhrif á gangverk heimshagkerfsins. Nauðsynlegt sé fyrir fulltrúa iðnrisanna að setjast niður og komast að sameiginlegri, farsælli niðurstöðu. Fyrstu tölur úr kauphöllum í Asíu þennan morguninn virðast þó ekki benda til þess að fjárfestar séu sérstaklega smeykir. Hvort það sé til marks um að þeir efist um að af viðskiptastríðinu verði skal þó ósagt látið. Til marks um ró fjárfesta hefur hlutabréfavísitalan í Hong Kong hækkað um 1,5 prósent það sem af er degi. Japanaska Nikkei vísitalan hefur einnig hækkað. Kínverjar höfðu áður ekki sagst vilja hefja viðskiptastríð en segja nú að hagkerfi þeirra hafa beðið skaða af innflutningstollum Bandaríkjanna. Bandaríkjaforseti hefur aftur á móti sagt viðskiptastríð vera af hinu góða, en slíkt stríð ætti að reynast Bandaríkjunum auðvelt að vinna. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að leggja tolla á innflutt ál og stál mætti mikilli andstöðu víða um heim en breytingarnar tóku gildi þann 23. mars. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kínverjar hækka innflutningstolla á bandarískum vörum Kínverjar hafa lagt allt að 25% tolla á 128 vörutegundir frá Bandaríkjunum. 2. apríl 2018 10:45 Bandaríkin bregðast við ákvörðun Kínverja um innflutningstolla Kínverjar hafa ákveðið að leggja tolla á 128 innfluttar vörutegundir frá Bandaríkjunum en stórveldin tvö virðast ætla að gjalda líku líkt. 2. apríl 2018 18:14 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Bandaríkjaforseti Donald Trump hefur beint því til hinna ýmsu embættismanna að kanna möguleikann á frekari tolllagningu á innfluttar kínverskar vörur. Miðlar vestanhafs tala um að Trump hafi farið fram á tollahækkun sem nemur 100 milljörðum bandaríkjadala, 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Fyrirskipun forsetans er næsta skref í viðskiptastríðinu sem virðist vera að bresta á milli þessara tveggja stærstu iðnvelda heimsins. Áður höfðu bandarísk stjórnvöld lýst því yfir að 25 prósenta tollur yrði lagður á rúmlega 1300 vöruflokka frá Kína vegna meints hugverkastuldar kínverskra fyrirtæja en tollahækkunin á að sögn forsetans að skila um 50 milljörðum dala í ríkiskassann. Nýjasta útspil Trump myndi leggjast ofan á þá upphæð og tollarnir því alls nema 150 milljörðum dala. Kínverjar svöruðu upphaflegu tollatillögunni í sömu mynt og lögðu 25% innflutningstoll á 106 bandaríska vöruflokka. Hvernig þeir munu bregðast við þessum nýjustu hótunum Trump liggur ekki fyrir á þessari stundu en fastlega er búist við að það verði með svipuðum hætti og fyrr. Þessi togstreita hefur valdið titringi á fjölmörgum hlutabréfamörkuðum heimsins og segja fjármálagreinendur að heljarinnar tollahækkanir milli Kína og Bandaríkjanna myndi hafa neikvæð áhrif á gangverk heimshagkerfsins. Nauðsynlegt sé fyrir fulltrúa iðnrisanna að setjast niður og komast að sameiginlegri, farsælli niðurstöðu. Fyrstu tölur úr kauphöllum í Asíu þennan morguninn virðast þó ekki benda til þess að fjárfestar séu sérstaklega smeykir. Hvort það sé til marks um að þeir efist um að af viðskiptastríðinu verði skal þó ósagt látið. Til marks um ró fjárfesta hefur hlutabréfavísitalan í Hong Kong hækkað um 1,5 prósent það sem af er degi. Japanaska Nikkei vísitalan hefur einnig hækkað. Kínverjar höfðu áður ekki sagst vilja hefja viðskiptastríð en segja nú að hagkerfi þeirra hafa beðið skaða af innflutningstollum Bandaríkjanna. Bandaríkjaforseti hefur aftur á móti sagt viðskiptastríð vera af hinu góða, en slíkt stríð ætti að reynast Bandaríkjunum auðvelt að vinna. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að leggja tolla á innflutt ál og stál mætti mikilli andstöðu víða um heim en breytingarnar tóku gildi þann 23. mars.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kínverjar hækka innflutningstolla á bandarískum vörum Kínverjar hafa lagt allt að 25% tolla á 128 vörutegundir frá Bandaríkjunum. 2. apríl 2018 10:45 Bandaríkin bregðast við ákvörðun Kínverja um innflutningstolla Kínverjar hafa ákveðið að leggja tolla á 128 innfluttar vörutegundir frá Bandaríkjunum en stórveldin tvö virðast ætla að gjalda líku líkt. 2. apríl 2018 18:14 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Kínverjar hækka innflutningstolla á bandarískum vörum Kínverjar hafa lagt allt að 25% tolla á 128 vörutegundir frá Bandaríkjunum. 2. apríl 2018 10:45
Bandaríkin bregðast við ákvörðun Kínverja um innflutningstolla Kínverjar hafa ákveðið að leggja tolla á 128 innfluttar vörutegundir frá Bandaríkjunum en stórveldin tvö virðast ætla að gjalda líku líkt. 2. apríl 2018 18:14