Trump hótar Kínverjum enn frekari tollum Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. apríl 2018 05:12 Bandaríkjaforseti hefur lengi sagt innflutning kínversks stáls hafa haft lamandi áhrif á bandaríska framleiðslu. Vísir/Getty Bandaríkjaforseti Donald Trump hefur beint því til hinna ýmsu embættismanna að kanna möguleikann á frekari tolllagningu á innfluttar kínverskar vörur. Miðlar vestanhafs tala um að Trump hafi farið fram á tollahækkun sem nemur 100 milljörðum bandaríkjadala, 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Fyrirskipun forsetans er næsta skref í viðskiptastríðinu sem virðist vera að bresta á milli þessara tveggja stærstu iðnvelda heimsins. Áður höfðu bandarísk stjórnvöld lýst því yfir að 25 prósenta tollur yrði lagður á rúmlega 1300 vöruflokka frá Kína vegna meints hugverkastuldar kínverskra fyrirtæja en tollahækkunin á að sögn forsetans að skila um 50 milljörðum dala í ríkiskassann. Nýjasta útspil Trump myndi leggjast ofan á þá upphæð og tollarnir því alls nema 150 milljörðum dala. Kínverjar svöruðu upphaflegu tollatillögunni í sömu mynt og lögðu 25% innflutningstoll á 106 bandaríska vöruflokka. Hvernig þeir munu bregðast við þessum nýjustu hótunum Trump liggur ekki fyrir á þessari stundu en fastlega er búist við að það verði með svipuðum hætti og fyrr. Þessi togstreita hefur valdið titringi á fjölmörgum hlutabréfamörkuðum heimsins og segja fjármálagreinendur að heljarinnar tollahækkanir milli Kína og Bandaríkjanna myndi hafa neikvæð áhrif á gangverk heimshagkerfsins. Nauðsynlegt sé fyrir fulltrúa iðnrisanna að setjast niður og komast að sameiginlegri, farsælli niðurstöðu. Fyrstu tölur úr kauphöllum í Asíu þennan morguninn virðast þó ekki benda til þess að fjárfestar séu sérstaklega smeykir. Hvort það sé til marks um að þeir efist um að af viðskiptastríðinu verði skal þó ósagt látið. Til marks um ró fjárfesta hefur hlutabréfavísitalan í Hong Kong hækkað um 1,5 prósent það sem af er degi. Japanaska Nikkei vísitalan hefur einnig hækkað. Kínverjar höfðu áður ekki sagst vilja hefja viðskiptastríð en segja nú að hagkerfi þeirra hafa beðið skaða af innflutningstollum Bandaríkjanna. Bandaríkjaforseti hefur aftur á móti sagt viðskiptastríð vera af hinu góða, en slíkt stríð ætti að reynast Bandaríkjunum auðvelt að vinna. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að leggja tolla á innflutt ál og stál mætti mikilli andstöðu víða um heim en breytingarnar tóku gildi þann 23. mars. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kínverjar hækka innflutningstolla á bandarískum vörum Kínverjar hafa lagt allt að 25% tolla á 128 vörutegundir frá Bandaríkjunum. 2. apríl 2018 10:45 Bandaríkin bregðast við ákvörðun Kínverja um innflutningstolla Kínverjar hafa ákveðið að leggja tolla á 128 innfluttar vörutegundir frá Bandaríkjunum en stórveldin tvö virðast ætla að gjalda líku líkt. 2. apríl 2018 18:14 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Bandaríkjaforseti Donald Trump hefur beint því til hinna ýmsu embættismanna að kanna möguleikann á frekari tolllagningu á innfluttar kínverskar vörur. Miðlar vestanhafs tala um að Trump hafi farið fram á tollahækkun sem nemur 100 milljörðum bandaríkjadala, 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Fyrirskipun forsetans er næsta skref í viðskiptastríðinu sem virðist vera að bresta á milli þessara tveggja stærstu iðnvelda heimsins. Áður höfðu bandarísk stjórnvöld lýst því yfir að 25 prósenta tollur yrði lagður á rúmlega 1300 vöruflokka frá Kína vegna meints hugverkastuldar kínverskra fyrirtæja en tollahækkunin á að sögn forsetans að skila um 50 milljörðum dala í ríkiskassann. Nýjasta útspil Trump myndi leggjast ofan á þá upphæð og tollarnir því alls nema 150 milljörðum dala. Kínverjar svöruðu upphaflegu tollatillögunni í sömu mynt og lögðu 25% innflutningstoll á 106 bandaríska vöruflokka. Hvernig þeir munu bregðast við þessum nýjustu hótunum Trump liggur ekki fyrir á þessari stundu en fastlega er búist við að það verði með svipuðum hætti og fyrr. Þessi togstreita hefur valdið titringi á fjölmörgum hlutabréfamörkuðum heimsins og segja fjármálagreinendur að heljarinnar tollahækkanir milli Kína og Bandaríkjanna myndi hafa neikvæð áhrif á gangverk heimshagkerfsins. Nauðsynlegt sé fyrir fulltrúa iðnrisanna að setjast niður og komast að sameiginlegri, farsælli niðurstöðu. Fyrstu tölur úr kauphöllum í Asíu þennan morguninn virðast þó ekki benda til þess að fjárfestar séu sérstaklega smeykir. Hvort það sé til marks um að þeir efist um að af viðskiptastríðinu verði skal þó ósagt látið. Til marks um ró fjárfesta hefur hlutabréfavísitalan í Hong Kong hækkað um 1,5 prósent það sem af er degi. Japanaska Nikkei vísitalan hefur einnig hækkað. Kínverjar höfðu áður ekki sagst vilja hefja viðskiptastríð en segja nú að hagkerfi þeirra hafa beðið skaða af innflutningstollum Bandaríkjanna. Bandaríkjaforseti hefur aftur á móti sagt viðskiptastríð vera af hinu góða, en slíkt stríð ætti að reynast Bandaríkjunum auðvelt að vinna. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að leggja tolla á innflutt ál og stál mætti mikilli andstöðu víða um heim en breytingarnar tóku gildi þann 23. mars.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kínverjar hækka innflutningstolla á bandarískum vörum Kínverjar hafa lagt allt að 25% tolla á 128 vörutegundir frá Bandaríkjunum. 2. apríl 2018 10:45 Bandaríkin bregðast við ákvörðun Kínverja um innflutningstolla Kínverjar hafa ákveðið að leggja tolla á 128 innfluttar vörutegundir frá Bandaríkjunum en stórveldin tvö virðast ætla að gjalda líku líkt. 2. apríl 2018 18:14 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Kínverjar hækka innflutningstolla á bandarískum vörum Kínverjar hafa lagt allt að 25% tolla á 128 vörutegundir frá Bandaríkjunum. 2. apríl 2018 10:45
Bandaríkin bregðast við ákvörðun Kínverja um innflutningstolla Kínverjar hafa ákveðið að leggja tolla á 128 innfluttar vörutegundir frá Bandaríkjunum en stórveldin tvö virðast ætla að gjalda líku líkt. 2. apríl 2018 18:14
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent