Fimm ára á þunglyndislyfjum Sif Sigmarsdóttir skrifar 7. apríl 2018 09:00 Árið 2004 komst kanadíska læknatímaritið Canadian Medical Association Journal óvænt yfir skjal frá lyfjaframleiðandanum GlaxoSmithKline sem merkt var „trúnaðarupplýsingar“. Um var að ræða minnisblað sem dreift hafði verið innan fyrirtækisins að loknum klínískum rannsóknum á einu þunglyndislyfja þess. Lyfið paroxetine heyrir undir flokk serótónín-geðdeyfðarlyfja. Notkun slíkra lyfja fór á flug á tíunda áratug síðustu aldar. Var þeim hampað sem einni stórkostlegustu viðbót við lyfjaskápinn frá því að sýklalyf voru uppgötvuð. GlaxoSmithKline gerði sér vonir um enn frekari útbreiðslu paroxetine er það hóf klínískar rannsóknir á áhrifum paroxetine á börn og unglinga. En niðurstöðurnar urðu lyfjarisanum vonbrigði. Af þremur rannsóknum sem fyrirtækið lét gera sýndi ein fram á að paroxetine hefði engin áhrif á börn og unglinga umfram lyfleysu, önnur sýndi fram á meiri virkni lyfleysu en paroxetine og í þeirri þriðju voru niðurstöðurnar „blandaðar“. GlaxoSmithKline fengi ekki leyfi frá bandaríska lyfjaeftirlitinu til að markaðssetja paroxetine fyrir börn. Læknum var þó heimilt að skrifa upp á lyfið og hélt fyrirtækið því blákalt fram að paroxetine „gæfi góða raun sem meðferð við þunglyndi hjá unglingum“. Í minnisblaði innan fyrirtækisins var starfsfólki sagt að „hemja útbreiðslu“ hinna raunverulegu niðurstaðna rannsóknanna „svo að þær hefðu ekki neikvæð viðskiptaleg áhrif“.Lífshættulegar aukaverkanir Eftir að kanadíska læknatímaritið birti leynilegt minnisblað GlaxoSmithKline á heimasíðu sinni höfðaði Eliot Spitzer, þáverandi saksóknari New York ríkis í Bandaríkjunum, mál gegn GlaxoSmithKline. Sakaði Spitzer fyrirtækið um að hafa skipulega leynt lækna upplýsingum um áhrif lyfsins á börn. Sættir náðust í málinu. Féllst lyfjafyrirtækið á að greiða 2,5 milljónir dollara í sekt. Einnig skuldbatt lyfjaframleiðandinn sig til að birta opinberlega allar rannsóknir á lyfjum sínum sem fyrirtækið fjármagnaði – líka þær rannsóknir sem sýndu niðurstöður óhagstæðar fyrirtækinu. Þegar fagfólk tók að skoða gögnin sem GlaxoSmithKline hafði reynt að leyna varð ljóst að stærsti glæpur fyrirtækisins var ekki sá að breiða yfir þá staðreynd að vara þess virkaði ekki á börn. Sannleikurinn var hryllilegri en svo. Í ljós kom að aukaverkanir sem lyfið hafði á börn og unglinga voru gífurlegar, jafnvel lífshættulegar. Börnum og unglingum sem tóku paroxetine var hætt við sjálfsmorðstengdri hegðun, sjálfsmorðshugsunum og sjálfsmorðstilraunum. Rannsóknir sýna ítrekað fram á gagnsleysi þunglyndislyfja þegar kemur að börnum og unglingum. Í nýlegri úttekt breska læknatímaritsins The Lancet voru fjórtán mismunandi tegundir þunglyndislyfja skoðaðar. Aðeins ein var talin virka betur en lyfleysa. Eftirfarandi fyrirsögn sem birtist í vikunni á mbl.is sætir því furðu: „Börn frá 5 ára á þunglyndislyfjum“. Í viðtali við útvarpsstöðina K100 sagði Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, mikla aukningu hafa orðið á notkun þunglyndislyfja meðal barna á aldrinum 0-14 ára hér á landi. Hann sagði jafnframt slíka notkun vart þekkjast annars staðar á Norðurlöndunum. Ólafur hafði áhyggjur af þróuninni og benti á að ekki væri búið að sýna fram á skaðleysi neyslu barna á þunglyndislyfjum í langtímarannsóknum. „Við veltum því fyrir okkur hvort þetta sé góð læknisfræði að vera að meðhöndla börn á aldrinum 5-10 ára með þunglyndislyfjum.“Börnin eiga skilið svör Árið 2004 kom í ljós að neysla Prozacs, eins vinsælasta geðdeyfðarlyfs heims, er orðin svo útbreidd að lyfið finnst í drykkjarvatni í Bretlandi. Þunglyndislyf eru flaumur sem æðir stjórnlaus yfir samtímann. En þegar kemur að börnum getum við ekki yppt öxlum og látið eins og lyfin streymi úr krana sem ekki er hægt að skrúfa fyrir. Hvers vegna er verið að skrifa upp á þunglyndislyf fyrir börn í auknum mæli? Eru önnur úrræði reynd fyrst? Standa önnur úrræði yfirleitt til boða? Hversu mikið eftirlit er haft með börnum sem taka lyf við þunglyndi? Telji landlæknir að um „vafasama læknisfræði“ sé að ræða hlýtur að þurfa að skoða málið frekar. Börn landsins eiga skilið svör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Sjá meira
Árið 2004 komst kanadíska læknatímaritið Canadian Medical Association Journal óvænt yfir skjal frá lyfjaframleiðandanum GlaxoSmithKline sem merkt var „trúnaðarupplýsingar“. Um var að ræða minnisblað sem dreift hafði verið innan fyrirtækisins að loknum klínískum rannsóknum á einu þunglyndislyfja þess. Lyfið paroxetine heyrir undir flokk serótónín-geðdeyfðarlyfja. Notkun slíkra lyfja fór á flug á tíunda áratug síðustu aldar. Var þeim hampað sem einni stórkostlegustu viðbót við lyfjaskápinn frá því að sýklalyf voru uppgötvuð. GlaxoSmithKline gerði sér vonir um enn frekari útbreiðslu paroxetine er það hóf klínískar rannsóknir á áhrifum paroxetine á börn og unglinga. En niðurstöðurnar urðu lyfjarisanum vonbrigði. Af þremur rannsóknum sem fyrirtækið lét gera sýndi ein fram á að paroxetine hefði engin áhrif á börn og unglinga umfram lyfleysu, önnur sýndi fram á meiri virkni lyfleysu en paroxetine og í þeirri þriðju voru niðurstöðurnar „blandaðar“. GlaxoSmithKline fengi ekki leyfi frá bandaríska lyfjaeftirlitinu til að markaðssetja paroxetine fyrir börn. Læknum var þó heimilt að skrifa upp á lyfið og hélt fyrirtækið því blákalt fram að paroxetine „gæfi góða raun sem meðferð við þunglyndi hjá unglingum“. Í minnisblaði innan fyrirtækisins var starfsfólki sagt að „hemja útbreiðslu“ hinna raunverulegu niðurstaðna rannsóknanna „svo að þær hefðu ekki neikvæð viðskiptaleg áhrif“.Lífshættulegar aukaverkanir Eftir að kanadíska læknatímaritið birti leynilegt minnisblað GlaxoSmithKline á heimasíðu sinni höfðaði Eliot Spitzer, þáverandi saksóknari New York ríkis í Bandaríkjunum, mál gegn GlaxoSmithKline. Sakaði Spitzer fyrirtækið um að hafa skipulega leynt lækna upplýsingum um áhrif lyfsins á börn. Sættir náðust í málinu. Féllst lyfjafyrirtækið á að greiða 2,5 milljónir dollara í sekt. Einnig skuldbatt lyfjaframleiðandinn sig til að birta opinberlega allar rannsóknir á lyfjum sínum sem fyrirtækið fjármagnaði – líka þær rannsóknir sem sýndu niðurstöður óhagstæðar fyrirtækinu. Þegar fagfólk tók að skoða gögnin sem GlaxoSmithKline hafði reynt að leyna varð ljóst að stærsti glæpur fyrirtækisins var ekki sá að breiða yfir þá staðreynd að vara þess virkaði ekki á börn. Sannleikurinn var hryllilegri en svo. Í ljós kom að aukaverkanir sem lyfið hafði á börn og unglinga voru gífurlegar, jafnvel lífshættulegar. Börnum og unglingum sem tóku paroxetine var hætt við sjálfsmorðstengdri hegðun, sjálfsmorðshugsunum og sjálfsmorðstilraunum. Rannsóknir sýna ítrekað fram á gagnsleysi þunglyndislyfja þegar kemur að börnum og unglingum. Í nýlegri úttekt breska læknatímaritsins The Lancet voru fjórtán mismunandi tegundir þunglyndislyfja skoðaðar. Aðeins ein var talin virka betur en lyfleysa. Eftirfarandi fyrirsögn sem birtist í vikunni á mbl.is sætir því furðu: „Börn frá 5 ára á þunglyndislyfjum“. Í viðtali við útvarpsstöðina K100 sagði Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, mikla aukningu hafa orðið á notkun þunglyndislyfja meðal barna á aldrinum 0-14 ára hér á landi. Hann sagði jafnframt slíka notkun vart þekkjast annars staðar á Norðurlöndunum. Ólafur hafði áhyggjur af þróuninni og benti á að ekki væri búið að sýna fram á skaðleysi neyslu barna á þunglyndislyfjum í langtímarannsóknum. „Við veltum því fyrir okkur hvort þetta sé góð læknisfræði að vera að meðhöndla börn á aldrinum 5-10 ára með þunglyndislyfjum.“Börnin eiga skilið svör Árið 2004 kom í ljós að neysla Prozacs, eins vinsælasta geðdeyfðarlyfs heims, er orðin svo útbreidd að lyfið finnst í drykkjarvatni í Bretlandi. Þunglyndislyf eru flaumur sem æðir stjórnlaus yfir samtímann. En þegar kemur að börnum getum við ekki yppt öxlum og látið eins og lyfin streymi úr krana sem ekki er hægt að skrúfa fyrir. Hvers vegna er verið að skrifa upp á þunglyndislyf fyrir börn í auknum mæli? Eru önnur úrræði reynd fyrst? Standa önnur úrræði yfirleitt til boða? Hversu mikið eftirlit er haft með börnum sem taka lyf við þunglyndi? Telji landlæknir að um „vafasama læknisfræði“ sé að ræða hlýtur að þurfa að skoða málið frekar. Börn landsins eiga skilið svör.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun