Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt, þá sérstaklega í umferðinni. Frá því klukkan sjö í gær þangað til á fjórða tímanum í nótt voru alls sex ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Bílstjóri sem var stöðvaður í Ártúnsholti klukkan 03:25 var sviptur ökuréttindum á staðnum, vegna fyrri afskipta lögreglu. Þrír ökumannanna sem lögregla stöðvaði grunaða um akstur undir áhrifum eru einnig grunaðir um vörslu fíkniefna.
Margir stöðvaðir undir áhrifum fíkniefna
Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
