Uppgjör: Vettel fór á kostum á ónýtum dekkjum Bragi Þórðarson skrifar 9. apríl 2018 12:00 Sebastian Vettel fagnar í gær. Vísir/Getty Öðrum kappasktri tímabilsins í Formúlu 1 lauk á sunnudag. Bareinkappaksturinn var æsispennandi allt til enda en Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark aðeins 0,699 sekúndum á undan Valtteri Bottas á Mercedes. Vettel hefur því unnið fyrstu tvær keppnir ársins og er því kominn með góða forystu í heimsmeistaramótinu því hans helsti andstæðingur, Bretinn Lewis Hamilton, náði einungis þriðja sætinu í Barein um helgina. Hamilton verður því að sætta sig við 33 stig í mótinu sem er 17 stigum minna en fullt hús stiga Vettels. Eftir fyrstu umferðina í Ástralíu leit út fyrir að Mercedes væri með hraðari bíl en Ferrari. Það reyndist þó ekki raunin á æfingum í Barein er ítalska liðið var með talsverða yfirburði. Ferrari sýndi mátt sinn í tímatökum á laugardag með því að setja báða sína bíla á fremstu röð í fyrsta skiptið í Barein síðan 2006. Allt annað kom þó í ljós í kappakstrinum sjálfum. Þá virtist Mercedes vera hraðskreiðari rétt eins og í Melbourne. Það er alveg ljóst að bæði þessi lið eru með svipað hraða bíla en tíminn mun leiða í ljós hvort það verða Þjóðverjarnir sem ná sínum fimmta titli í röð eða hvort Ferrari nær sínum fyrsta titli síðan 2008. Forskot Ferrari í keppni bílasmiða minnkaði um helgina eftir að Kimi Raikkonen varð frá að hverfa er þjónustuhlé fór algjörlega úr böndunum. Kimi kom inn til að setja ofurmjúku dekkin undir en þjónustuliðar hans náðu vinstra afturdekkinu ekki af. Þrátt fyrir það fékk Finninn merki um að keyra af stað með þeim afleiðingum að einn þjónustuliðinn fótbrotnaði. Lewis Hamilton átti erfitt verk fyrir höndum um helgina því að á föstudaginn varð ljóst að hann fengi fimm sæta refsingu á ráslínunni fyrir að skipta um gírkassa. Ofan á þetta stóð Lewis sig ekki vel í tímatökum. Hann náði aðeins fjórða besta tíma og ræsti því níundi af stað í kappaksturinn. Bretinn keyrði hins vegar listavel og strax á 8. hring var hann kominn upp í fjórða sætið eftir hreint magnaðann framúrakstur á ráskaflanum er honum tókst að taka fram úr þremur bílum í einu. Mismunandi keppnisáætlanirLewis Hamilton.Vísir/GettyÁætlun Mercedes varð ljós í fyrstu þjónustuhléunum er þeir settu meðalmjúku dekkin undir báða sína bíla, var þá greinilegt að bæði Hamilton og Bottas myndu bara stoppa einu sinni. Ferrari var með aðra áætlun og áttu bæði Raikkonen og Vettel að stoppa tvisvar en þegar Ítalirnir áttuðu sig á hraða Mercedes bílana urðu þeir að breyta til. Á 26. hring leiddi Vettel kappaksturinn á undan þeim Valtteri Bottas og Lewis Hamilton. Þrímenningarnir voru allir búnir með eitt þjónustuhlé en báðir Mercedes bílarnir voru á harðari dekkjum heldur en Vettel. Mjúku dekk Þjóðverjans eru hönnuð til að endast 30 hringi í eyðimörkinni, Vettel setti þau undir á hring 18 af 57 og var því ljóst að hann myndi lenda í miklu basli í lok kappakstursins. ‚,Dekkin voru búin, algjörlega búin þessa síðustu tíu hringi,‘‘ sagði Vettel við lið sitt eftir kappaksturinn en þrátt fyrir það náði hann sigri í sínum 200. kappakstri í Formúlu 1. Martröð hjá Red BullMax Verstappen og Lewis Hamilton.Vísir/GettyEkkert gekk upp á Red Bull um helgina. Í tímatökum keyrði Max Verstappen bíl sinn í dekkjavegg og ræsti því 15. af stað í kappaksturinn. Liðsfélagi hans, Daniel Ricciardo, náði góðum tíma á laugardeginum og ræsti fjórði. Liðið sýndi það í Ástralíu að hraði bílsins í kappakstri er jafnvel betri en í tímatökum og var liðið því vongott á sunnudeginum. Þær vonir urðu fljótt að engu því báðir Red Bull bílarnir voru dottnir úr leik þegar aðeins 5 hringir voru búnir. Þetta er í fyrsta skiptið síðan 2010 að báðir Red Bull bílarnir verða frá að hverfa. Það voru þó ekki bara slæmar fréttir fyrir austurríska orkudrykkjaframleiðandan því dótturlið þeirra, Toro Rosso Honda, náði algjörlega frábærum árangri um helgina. Hinn 22 ára Pierre Gasly var fimmti á ráspól og tókst að verja stöðu sína frábærlega í kappakstrinum og endaði fjórði. Þetta er aðeins í fimmta sinn sem að Toro Rosso nær að enda í topp fimm sætunum og er þetta einnig besti árangur Honda síðan vélarframleiðandinn snéri aftur í Formúlu 1. McLaren náði rétt eins og í fyrstu keppninni góðum árangri og voru ökumenn liðsins í 7. og 8. sæti í eyðimörkinni. Það þýðir að Fernando Alonso er nú í fjórða sæti í baráttunni um heimsmeistaratitilinn, á undan Kimi Raikkonen hjá Ferrari. McLaren er þó frekar ósátt með að tapa fyrir Toro Rosso sem nú nota vélar frá Honda. Enska liðið hefur ítrekað haldið því fram að bíll þeirra sé einn sá besti og að það hafi bara verið Honda-vélin sem McLaren hefur notað síðastliðin ár sem dró bíl þess niður. Haas bættu upp fyrir mistökin í ÁstralíuKevin Magnussen.Vísir/GettyKevin Magnussen og Romain Grosjean, ökumenn Haas, urðu báðir frá að hverfa fyrir tveimur vikum vegna mistaka á þjónustusvæðinu. Ekkert slíkt var upp á teningnum í Barein og náði Magnussen fimmta sætinu sem verður að teljast gott fyrir ameríska liðið. Ekki gekk jafn vel hjá Grosjean þar sem hann ræsti aftarlega eftir mistök í tímatökum, Frakkinn endaði fimmtándi. Útlitið er bjart hjá verksmiðjuliði Renault og er ljóst að franska liðið er að bæta sig jafnt og þétt. Sömu sögu er að seigja af Sauber sem bættu hraða sinn töluvert frá því í Melbourne. Framtíðin lofar þó ekki góðu fyrir Williams en ökumenn liðsins enduðu Bareinkappaksturinn í síðustu sætum þeirra sem að luku keppni. Enska liðið sem keppt hefur í Formúlu 1 í yfir 40 ár, er með tvo unga og lítið reynda ökumenn og bíl sem er ekki nægilega hraður. Það má því búast við erfiðu tímabili hjá Williams. Nú er tímabilið í Formúlu 1 svo sannarlega komið á skrið og fer næsta keppni fram í Kína um helgina. Þar verður pressan á Lewis Hamilton að minnka muninn í Vettel í baráttunni um titil ökumanna en báðir þessir ökumenn eru keppast um að vinna sinn fimmta titil í Formúlu 1. Formúla Tengdar fréttir Upphitun fyrir Barein: Slagurinn í eyðimörkinni Annar kappakstur tímabilsins í Formúlu 1 fer fram í Barein um helgina. Sebastian Vettel vann fyrstu keppni ársins um þarsíðustu helgi. 6. apríl 2018 22:00 Fimm sæta refsing á Hamilton Lewis Hamilton fær fimm sæta refsingu þegar kappaksturinn í Barein verður ræstur af stað á morgun vegna skipta á gírkassa. 7. apríl 2018 08:00 Vettel á ráspól í Barein │ Hamilton níundi Sebastian Vettel verður á ráspól í Bareinkappakstrinum í Formúlu 1 á morgun eftir að hafa náð besta tímanum í tímatökunni í dag. 7. apríl 2018 16:17 Vettel hékk á sigrinum í háspennu í Barein Þjóðverjinn Sebastian Vettel sigraði kappaksturinn í Barein í Formúlu 1 eftir frábæran endasprett þar sem Valeri Bottas sótti hart að honum. 8. apríl 2018 16:53 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
Öðrum kappasktri tímabilsins í Formúlu 1 lauk á sunnudag. Bareinkappaksturinn var æsispennandi allt til enda en Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark aðeins 0,699 sekúndum á undan Valtteri Bottas á Mercedes. Vettel hefur því unnið fyrstu tvær keppnir ársins og er því kominn með góða forystu í heimsmeistaramótinu því hans helsti andstæðingur, Bretinn Lewis Hamilton, náði einungis þriðja sætinu í Barein um helgina. Hamilton verður því að sætta sig við 33 stig í mótinu sem er 17 stigum minna en fullt hús stiga Vettels. Eftir fyrstu umferðina í Ástralíu leit út fyrir að Mercedes væri með hraðari bíl en Ferrari. Það reyndist þó ekki raunin á æfingum í Barein er ítalska liðið var með talsverða yfirburði. Ferrari sýndi mátt sinn í tímatökum á laugardag með því að setja báða sína bíla á fremstu röð í fyrsta skiptið í Barein síðan 2006. Allt annað kom þó í ljós í kappakstrinum sjálfum. Þá virtist Mercedes vera hraðskreiðari rétt eins og í Melbourne. Það er alveg ljóst að bæði þessi lið eru með svipað hraða bíla en tíminn mun leiða í ljós hvort það verða Þjóðverjarnir sem ná sínum fimmta titli í röð eða hvort Ferrari nær sínum fyrsta titli síðan 2008. Forskot Ferrari í keppni bílasmiða minnkaði um helgina eftir að Kimi Raikkonen varð frá að hverfa er þjónustuhlé fór algjörlega úr böndunum. Kimi kom inn til að setja ofurmjúku dekkin undir en þjónustuliðar hans náðu vinstra afturdekkinu ekki af. Þrátt fyrir það fékk Finninn merki um að keyra af stað með þeim afleiðingum að einn þjónustuliðinn fótbrotnaði. Lewis Hamilton átti erfitt verk fyrir höndum um helgina því að á föstudaginn varð ljóst að hann fengi fimm sæta refsingu á ráslínunni fyrir að skipta um gírkassa. Ofan á þetta stóð Lewis sig ekki vel í tímatökum. Hann náði aðeins fjórða besta tíma og ræsti því níundi af stað í kappaksturinn. Bretinn keyrði hins vegar listavel og strax á 8. hring var hann kominn upp í fjórða sætið eftir hreint magnaðann framúrakstur á ráskaflanum er honum tókst að taka fram úr þremur bílum í einu. Mismunandi keppnisáætlanirLewis Hamilton.Vísir/GettyÁætlun Mercedes varð ljós í fyrstu þjónustuhléunum er þeir settu meðalmjúku dekkin undir báða sína bíla, var þá greinilegt að bæði Hamilton og Bottas myndu bara stoppa einu sinni. Ferrari var með aðra áætlun og áttu bæði Raikkonen og Vettel að stoppa tvisvar en þegar Ítalirnir áttuðu sig á hraða Mercedes bílana urðu þeir að breyta til. Á 26. hring leiddi Vettel kappaksturinn á undan þeim Valtteri Bottas og Lewis Hamilton. Þrímenningarnir voru allir búnir með eitt þjónustuhlé en báðir Mercedes bílarnir voru á harðari dekkjum heldur en Vettel. Mjúku dekk Þjóðverjans eru hönnuð til að endast 30 hringi í eyðimörkinni, Vettel setti þau undir á hring 18 af 57 og var því ljóst að hann myndi lenda í miklu basli í lok kappakstursins. ‚,Dekkin voru búin, algjörlega búin þessa síðustu tíu hringi,‘‘ sagði Vettel við lið sitt eftir kappaksturinn en þrátt fyrir það náði hann sigri í sínum 200. kappakstri í Formúlu 1. Martröð hjá Red BullMax Verstappen og Lewis Hamilton.Vísir/GettyEkkert gekk upp á Red Bull um helgina. Í tímatökum keyrði Max Verstappen bíl sinn í dekkjavegg og ræsti því 15. af stað í kappaksturinn. Liðsfélagi hans, Daniel Ricciardo, náði góðum tíma á laugardeginum og ræsti fjórði. Liðið sýndi það í Ástralíu að hraði bílsins í kappakstri er jafnvel betri en í tímatökum og var liðið því vongott á sunnudeginum. Þær vonir urðu fljótt að engu því báðir Red Bull bílarnir voru dottnir úr leik þegar aðeins 5 hringir voru búnir. Þetta er í fyrsta skiptið síðan 2010 að báðir Red Bull bílarnir verða frá að hverfa. Það voru þó ekki bara slæmar fréttir fyrir austurríska orkudrykkjaframleiðandan því dótturlið þeirra, Toro Rosso Honda, náði algjörlega frábærum árangri um helgina. Hinn 22 ára Pierre Gasly var fimmti á ráspól og tókst að verja stöðu sína frábærlega í kappakstrinum og endaði fjórði. Þetta er aðeins í fimmta sinn sem að Toro Rosso nær að enda í topp fimm sætunum og er þetta einnig besti árangur Honda síðan vélarframleiðandinn snéri aftur í Formúlu 1. McLaren náði rétt eins og í fyrstu keppninni góðum árangri og voru ökumenn liðsins í 7. og 8. sæti í eyðimörkinni. Það þýðir að Fernando Alonso er nú í fjórða sæti í baráttunni um heimsmeistaratitilinn, á undan Kimi Raikkonen hjá Ferrari. McLaren er þó frekar ósátt með að tapa fyrir Toro Rosso sem nú nota vélar frá Honda. Enska liðið hefur ítrekað haldið því fram að bíll þeirra sé einn sá besti og að það hafi bara verið Honda-vélin sem McLaren hefur notað síðastliðin ár sem dró bíl þess niður. Haas bættu upp fyrir mistökin í ÁstralíuKevin Magnussen.Vísir/GettyKevin Magnussen og Romain Grosjean, ökumenn Haas, urðu báðir frá að hverfa fyrir tveimur vikum vegna mistaka á þjónustusvæðinu. Ekkert slíkt var upp á teningnum í Barein og náði Magnussen fimmta sætinu sem verður að teljast gott fyrir ameríska liðið. Ekki gekk jafn vel hjá Grosjean þar sem hann ræsti aftarlega eftir mistök í tímatökum, Frakkinn endaði fimmtándi. Útlitið er bjart hjá verksmiðjuliði Renault og er ljóst að franska liðið er að bæta sig jafnt og þétt. Sömu sögu er að seigja af Sauber sem bættu hraða sinn töluvert frá því í Melbourne. Framtíðin lofar þó ekki góðu fyrir Williams en ökumenn liðsins enduðu Bareinkappaksturinn í síðustu sætum þeirra sem að luku keppni. Enska liðið sem keppt hefur í Formúlu 1 í yfir 40 ár, er með tvo unga og lítið reynda ökumenn og bíl sem er ekki nægilega hraður. Það má því búast við erfiðu tímabili hjá Williams. Nú er tímabilið í Formúlu 1 svo sannarlega komið á skrið og fer næsta keppni fram í Kína um helgina. Þar verður pressan á Lewis Hamilton að minnka muninn í Vettel í baráttunni um titil ökumanna en báðir þessir ökumenn eru keppast um að vinna sinn fimmta titil í Formúlu 1.
Formúla Tengdar fréttir Upphitun fyrir Barein: Slagurinn í eyðimörkinni Annar kappakstur tímabilsins í Formúlu 1 fer fram í Barein um helgina. Sebastian Vettel vann fyrstu keppni ársins um þarsíðustu helgi. 6. apríl 2018 22:00 Fimm sæta refsing á Hamilton Lewis Hamilton fær fimm sæta refsingu þegar kappaksturinn í Barein verður ræstur af stað á morgun vegna skipta á gírkassa. 7. apríl 2018 08:00 Vettel á ráspól í Barein │ Hamilton níundi Sebastian Vettel verður á ráspól í Bareinkappakstrinum í Formúlu 1 á morgun eftir að hafa náð besta tímanum í tímatökunni í dag. 7. apríl 2018 16:17 Vettel hékk á sigrinum í háspennu í Barein Þjóðverjinn Sebastian Vettel sigraði kappaksturinn í Barein í Formúlu 1 eftir frábæran endasprett þar sem Valeri Bottas sótti hart að honum. 8. apríl 2018 16:53 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
Upphitun fyrir Barein: Slagurinn í eyðimörkinni Annar kappakstur tímabilsins í Formúlu 1 fer fram í Barein um helgina. Sebastian Vettel vann fyrstu keppni ársins um þarsíðustu helgi. 6. apríl 2018 22:00
Fimm sæta refsing á Hamilton Lewis Hamilton fær fimm sæta refsingu þegar kappaksturinn í Barein verður ræstur af stað á morgun vegna skipta á gírkassa. 7. apríl 2018 08:00
Vettel á ráspól í Barein │ Hamilton níundi Sebastian Vettel verður á ráspól í Bareinkappakstrinum í Formúlu 1 á morgun eftir að hafa náð besta tímanum í tímatökunni í dag. 7. apríl 2018 16:17
Vettel hékk á sigrinum í háspennu í Barein Þjóðverjinn Sebastian Vettel sigraði kappaksturinn í Barein í Formúlu 1 eftir frábæran endasprett þar sem Valeri Bottas sótti hart að honum. 8. apríl 2018 16:53