Vona að ferðalög erlendis dragi athygli Trump frá Comey Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2018 12:00 Comey hefur meðal annars borið um að Trump hafi beðið hann um að láta rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa hans, falla niður í fyrra. Vísir/AFP Ný bók frá James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI, er líkleg til tröllríða fjölmiðlum í næstu viku. Þrátt fyrir það er Hvíta húsið ekki sagt hafa neina áætlun um hvernig það ætli að bregðast við fullyrðingum Comey. Helst vona aðstoðarmenn Trump forseta að ferðalög hans erlendis muni draga athygli hans frá umfjölluninni. Bókar Comey er beðið með nokkurri eftirvæntingu. Trump rak Comey í maí í fyrra og sagði að það hefði verið vegna rannsóknar FBI á meintu samráði forsetaframboðs hans við Rússa. Comey hefur sagt þingnefnd að hann hafi talið forsetann reyna að fá sig til að fella niður rannsókn á bandamönnum sínum og krafið hann um hollustu sína. Brottrekstur Comey varð til þess að Robert Mueller var falið að stýra rannsókninni sem sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins.Bandaríska blaðið Politico segir að Hvíta húsið hafi gert lítið til að undirbúa viðbrögð við bókinni vegna þess að það væri á endanum tilgangslaus æfing. Trump gæti hvenær sem er hent öllum undirbúnum yfirlýsingum út um gluggann með enn einum tíststorminum. Þess í stað voni aðstoðarmenn forsetans að ferðalög hans til Suður-Ameríku og fundur með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, á Flórída í næstu viku dreifi athygli hans.Kallaði Comey „geðsjúkling“ við rússneska erindreka Bók Comey nefnist „Æðri hollusta: Sannleikurinn, lygar og forysta“ [e. A Higher Loyalty: Truth, Lies and Leadership]. Þrátt fyrir að hún komi ekki út fyrr en í næstu viku er hún nú þegar nærri toppi metsölulista á Amazon-verslunarvefnum. Í kjölfar útgáfunnar fer Comey í kynningaferð í fjölmiðlum, meðal annars í fjölda sjónvarpsviðtala. Fyrir utan framburð hans fyrir þingnefnd í fyrra hefur hann lítið sem ekkert tjáð sig um það sem gekk á eftir að Trump tók við sem forseti og þangað til hann rak Comey í fyrra. Trump kallaði Comey meðal annars „geðsjúkling“ þegar hann tók á móti utanríkisráðherra og sendirherra Rússa daginn eftir að hann sparkaði honum úr embætti. Brottreksturinn hafi jafnframt létt miklum þrýstingi af honum vegna Rússarannsóknarinnar. Síðar virtist Trump hóta Comey með upptökum af samtölum þeirra. Þegar Comey var spurður út í upptökur sagði hann eftirminnilega: „Drottinn minn, ég vona að það séu til upptökur“. Hvíta húsið varð síðar að viðurkenna að upptökur hafi aldrei verið gerðar af samtölum Trump og Comey.Fréttin hefur verið uppfærð. Shinzo Abe var upphaflega ranglega sagður forseti Japans. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Trump tjáir sig um vitnisburð Comey eftir langa þögn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stóðst freistinguna og tísti ekkert á meðan James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, svaraði spurningum njósnamálanefndar Bandaríkjaþings í gær um samskipti hans við Trump. Hann er þó mættur aftur á Twitter. 9. júní 2017 10:58 Comey segir Trump hafa óskað eftir að slakað yrði á rannsókn FBI á tengslum Flynn við Rússa Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti. 8. júní 2017 19:59 Comey var viss um að Trump myndi ljúga um fundi þeirra Fyrsta sprengjan í vitnisburði fyrrverandi forstjóra FBI er sprungin. 8. júní 2017 15:01 Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Sjá meira
Ný bók frá James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI, er líkleg til tröllríða fjölmiðlum í næstu viku. Þrátt fyrir það er Hvíta húsið ekki sagt hafa neina áætlun um hvernig það ætli að bregðast við fullyrðingum Comey. Helst vona aðstoðarmenn Trump forseta að ferðalög hans erlendis muni draga athygli hans frá umfjölluninni. Bókar Comey er beðið með nokkurri eftirvæntingu. Trump rak Comey í maí í fyrra og sagði að það hefði verið vegna rannsóknar FBI á meintu samráði forsetaframboðs hans við Rússa. Comey hefur sagt þingnefnd að hann hafi talið forsetann reyna að fá sig til að fella niður rannsókn á bandamönnum sínum og krafið hann um hollustu sína. Brottrekstur Comey varð til þess að Robert Mueller var falið að stýra rannsókninni sem sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins.Bandaríska blaðið Politico segir að Hvíta húsið hafi gert lítið til að undirbúa viðbrögð við bókinni vegna þess að það væri á endanum tilgangslaus æfing. Trump gæti hvenær sem er hent öllum undirbúnum yfirlýsingum út um gluggann með enn einum tíststorminum. Þess í stað voni aðstoðarmenn forsetans að ferðalög hans til Suður-Ameríku og fundur með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, á Flórída í næstu viku dreifi athygli hans.Kallaði Comey „geðsjúkling“ við rússneska erindreka Bók Comey nefnist „Æðri hollusta: Sannleikurinn, lygar og forysta“ [e. A Higher Loyalty: Truth, Lies and Leadership]. Þrátt fyrir að hún komi ekki út fyrr en í næstu viku er hún nú þegar nærri toppi metsölulista á Amazon-verslunarvefnum. Í kjölfar útgáfunnar fer Comey í kynningaferð í fjölmiðlum, meðal annars í fjölda sjónvarpsviðtala. Fyrir utan framburð hans fyrir þingnefnd í fyrra hefur hann lítið sem ekkert tjáð sig um það sem gekk á eftir að Trump tók við sem forseti og þangað til hann rak Comey í fyrra. Trump kallaði Comey meðal annars „geðsjúkling“ þegar hann tók á móti utanríkisráðherra og sendirherra Rússa daginn eftir að hann sparkaði honum úr embætti. Brottreksturinn hafi jafnframt létt miklum þrýstingi af honum vegna Rússarannsóknarinnar. Síðar virtist Trump hóta Comey með upptökum af samtölum þeirra. Þegar Comey var spurður út í upptökur sagði hann eftirminnilega: „Drottinn minn, ég vona að það séu til upptökur“. Hvíta húsið varð síðar að viðurkenna að upptökur hafi aldrei verið gerðar af samtölum Trump og Comey.Fréttin hefur verið uppfærð. Shinzo Abe var upphaflega ranglega sagður forseti Japans.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Trump tjáir sig um vitnisburð Comey eftir langa þögn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stóðst freistinguna og tísti ekkert á meðan James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, svaraði spurningum njósnamálanefndar Bandaríkjaþings í gær um samskipti hans við Trump. Hann er þó mættur aftur á Twitter. 9. júní 2017 10:58 Comey segir Trump hafa óskað eftir að slakað yrði á rannsókn FBI á tengslum Flynn við Rússa Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti. 8. júní 2017 19:59 Comey var viss um að Trump myndi ljúga um fundi þeirra Fyrsta sprengjan í vitnisburði fyrrverandi forstjóra FBI er sprungin. 8. júní 2017 15:01 Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Sjá meira
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30
Trump tjáir sig um vitnisburð Comey eftir langa þögn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stóðst freistinguna og tísti ekkert á meðan James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, svaraði spurningum njósnamálanefndar Bandaríkjaþings í gær um samskipti hans við Trump. Hann er þó mættur aftur á Twitter. 9. júní 2017 10:58
Comey segir Trump hafa óskað eftir að slakað yrði á rannsókn FBI á tengslum Flynn við Rússa Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti. 8. júní 2017 19:59
Comey var viss um að Trump myndi ljúga um fundi þeirra Fyrsta sprengjan í vitnisburði fyrrverandi forstjóra FBI er sprungin. 8. júní 2017 15:01
Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43