Alvarlegt ástand skapast á Landspítalanum hætti ljósmæður í sumar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. apríl 2018 18:45 vísir/vilhelm Forstjóri Landspítalans er uggandi yfir þeirri alvarlegu stöðu sem komin er upp í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið. Stærsti hluti þeirra ljósmæðra sem sagt hefur upp störfum, starfar hjá Landspítalanum. Kjaradeila ljósmæðra við ríkið er í algjörum hnút en næsti samningafundur hjá Ríkissáttasemjara er ekki fyrr en á mánudag eftir viku. Hundrað og fimmtíu ljósmæður starfa á Landspítalanum. Nítján af þeim þrjátíu sem þegar hafa sagt upp störfum í kjarabaráttunni hætta störfum 1. júlí næstkomandi. Forstjóri Landspítalans er uggandi yfir stöðunni. Alvarlegt ástand getur orðið á Landspítalanum verði af uppsögnum ljósmæðra. „Þegar að óánægja þessara stétta með kjör sín er mjög mikil svo að uppsagnir hljótast af, að þá hljótum við að hafa áhyggjur en við höfum heyrt af ýmsum fleirum sem að hafa verið að velta fyrir sér uppsögn þannig að staðan er alvarleg að okkar mati,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Staðan getur því hæglega orðið mun alvarlegri komi til frekari uppsagna. Páll segir að verði af því að nítján ljósmæður hætti störfum í sumar verði það mikil áskorun. „Auðvitað er það mikil áskorun ef að það vantar og að það komi skarð í hóp fagfólks og hvernig eigi að bregðast við því,“ segir Páll.Er Landspítalinn farinn að undirbúa einhverjar aðgerðir komi til uppsagna? „Nei. Við erum ekki komin á þann stað en erum í sjálfu sér að skoða það hvernig við myndum bregðast við,“ segir Páll Ljósmæður eru ein þeirra starfsstétta sem fengu á sig gerðardóm í kjarabaráttu sinni árið 2015 en sá úrskurður rann út í lok ágúst á síðasta ári. Fundur milli deiluaðila var síðast 3. apríl en á þeim fundi höfðu ljósmæður breytt kröfum sínum verulega frá því fyrir páska. Ekki hefur fengist uppgefið hversu mikla launahækkun Ljósmæðrafélagið fer fram á en ljóst að félagið fer fram á meiri hækkun en önnur aðildarfélög innan BHM fengu fyrr á árinu. Páll segir spítalann vera milli steins og sleggju. „Landspítalinn er ekki aðili að þessari deilu en við berum ábyrgð á þeirri þjónustu sem er verið að veita og það sem við viljum gera er að hvetja samningsaðila til að leggja sig alla fram um að ná sáttum og samningum sem allra fyrst,“ segir Páll.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan. Kjaramál Tengdar fréttir Sanngjarnar launakröfur ljósmæðra eða ógn við stöðugleika á vinnumarkaði? Það er stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins og næsti samningafundur er ekki fyrr en rúma viku. Óljóst er hverjar kröfur ljósmæðra nákvæmlega eru en þó er ljóst að þær vilja meiri hækkun en önnur aðildarfélög BHM sömdu um við ríkið fyrr á árinu. 8. apríl 2018 07:00 Yfir 30 ljósmæður hafa sagt upp Deila ljósmæðra harðnar dag frá degi. 6. apríl 2018 19:45 Neyðarástand gæti skapast á fæðingardeildum í sumar Nokkrar af þeim ljósmæðrum sem hafa sagt upp störfum sínum hafa þegar ráðið sig til annarra starfa að sögn formanns kjaranefndar ljósmæðra. Ef ekki takist að semja í kjaradeilunni á næstu mánuðum gæti skapast neyðarástand á fæðingardeildum í sumar. 7. apríl 2018 19:48 Segir að meta eigi ljósmæður að verðleikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að meta eigi vinnuframlag ljósmæðra til launa og til samfélagslegrar virðingar. 9. apríl 2018 16:38 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Forstjóri Landspítalans er uggandi yfir þeirri alvarlegu stöðu sem komin er upp í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið. Stærsti hluti þeirra ljósmæðra sem sagt hefur upp störfum, starfar hjá Landspítalanum. Kjaradeila ljósmæðra við ríkið er í algjörum hnút en næsti samningafundur hjá Ríkissáttasemjara er ekki fyrr en á mánudag eftir viku. Hundrað og fimmtíu ljósmæður starfa á Landspítalanum. Nítján af þeim þrjátíu sem þegar hafa sagt upp störfum í kjarabaráttunni hætta störfum 1. júlí næstkomandi. Forstjóri Landspítalans er uggandi yfir stöðunni. Alvarlegt ástand getur orðið á Landspítalanum verði af uppsögnum ljósmæðra. „Þegar að óánægja þessara stétta með kjör sín er mjög mikil svo að uppsagnir hljótast af, að þá hljótum við að hafa áhyggjur en við höfum heyrt af ýmsum fleirum sem að hafa verið að velta fyrir sér uppsögn þannig að staðan er alvarleg að okkar mati,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Staðan getur því hæglega orðið mun alvarlegri komi til frekari uppsagna. Páll segir að verði af því að nítján ljósmæður hætti störfum í sumar verði það mikil áskorun. „Auðvitað er það mikil áskorun ef að það vantar og að það komi skarð í hóp fagfólks og hvernig eigi að bregðast við því,“ segir Páll.Er Landspítalinn farinn að undirbúa einhverjar aðgerðir komi til uppsagna? „Nei. Við erum ekki komin á þann stað en erum í sjálfu sér að skoða það hvernig við myndum bregðast við,“ segir Páll Ljósmæður eru ein þeirra starfsstétta sem fengu á sig gerðardóm í kjarabaráttu sinni árið 2015 en sá úrskurður rann út í lok ágúst á síðasta ári. Fundur milli deiluaðila var síðast 3. apríl en á þeim fundi höfðu ljósmæður breytt kröfum sínum verulega frá því fyrir páska. Ekki hefur fengist uppgefið hversu mikla launahækkun Ljósmæðrafélagið fer fram á en ljóst að félagið fer fram á meiri hækkun en önnur aðildarfélög innan BHM fengu fyrr á árinu. Páll segir spítalann vera milli steins og sleggju. „Landspítalinn er ekki aðili að þessari deilu en við berum ábyrgð á þeirri þjónustu sem er verið að veita og það sem við viljum gera er að hvetja samningsaðila til að leggja sig alla fram um að ná sáttum og samningum sem allra fyrst,“ segir Páll.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan.
Kjaramál Tengdar fréttir Sanngjarnar launakröfur ljósmæðra eða ógn við stöðugleika á vinnumarkaði? Það er stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins og næsti samningafundur er ekki fyrr en rúma viku. Óljóst er hverjar kröfur ljósmæðra nákvæmlega eru en þó er ljóst að þær vilja meiri hækkun en önnur aðildarfélög BHM sömdu um við ríkið fyrr á árinu. 8. apríl 2018 07:00 Yfir 30 ljósmæður hafa sagt upp Deila ljósmæðra harðnar dag frá degi. 6. apríl 2018 19:45 Neyðarástand gæti skapast á fæðingardeildum í sumar Nokkrar af þeim ljósmæðrum sem hafa sagt upp störfum sínum hafa þegar ráðið sig til annarra starfa að sögn formanns kjaranefndar ljósmæðra. Ef ekki takist að semja í kjaradeilunni á næstu mánuðum gæti skapast neyðarástand á fæðingardeildum í sumar. 7. apríl 2018 19:48 Segir að meta eigi ljósmæður að verðleikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að meta eigi vinnuframlag ljósmæðra til launa og til samfélagslegrar virðingar. 9. apríl 2018 16:38 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Sanngjarnar launakröfur ljósmæðra eða ógn við stöðugleika á vinnumarkaði? Það er stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins og næsti samningafundur er ekki fyrr en rúma viku. Óljóst er hverjar kröfur ljósmæðra nákvæmlega eru en þó er ljóst að þær vilja meiri hækkun en önnur aðildarfélög BHM sömdu um við ríkið fyrr á árinu. 8. apríl 2018 07:00
Neyðarástand gæti skapast á fæðingardeildum í sumar Nokkrar af þeim ljósmæðrum sem hafa sagt upp störfum sínum hafa þegar ráðið sig til annarra starfa að sögn formanns kjaranefndar ljósmæðra. Ef ekki takist að semja í kjaradeilunni á næstu mánuðum gæti skapast neyðarástand á fæðingardeildum í sumar. 7. apríl 2018 19:48
Segir að meta eigi ljósmæður að verðleikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að meta eigi vinnuframlag ljósmæðra til launa og til samfélagslegrar virðingar. 9. apríl 2018 16:38