Engin próf í nýjum lýðháskóla Sunna Sæmundsdóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 31. mars 2018 13:15 Ýmislegt er hægt að finna sér til dundurs við Flateyri. Mynd/lýðháskólinn á flateyri Lýðháskólinn á Flateyri tekur til starfa næsta haust og tekið verður á móti tuttugu til þrjátíu og fimm nemendum. Skólinn er ætlaður fyrir stúdenta og fólk sem hefur flosnað upp úr menntaskóla. Starfsemin er að mestu leyti fjármögnuð af Ísafjarðarbæ. Skólinn hefur verið í undirbúningi undanfarin tvö ár og er starfsemin að mestu leyti fjármögnuð með styrkjum frá Ísafjarðarbæ, Uppbyggingasjóði Vestfjarða, jöfnunarsjóði sveitarfélaga, Vinnumálastofnun og fleiri sveitarfélögum, ráðuneytum og fyrirtækjum. Runólfur Ágústsson, stjórnarmaður hjá lýðháskólanum segir sérstöðu skólans liggja í því að nemendur þurfa ekki að þreyta próf. Námið verður einn skólavetur, eða tvær annir. „Við munum bjóða upp á spennandi og áhugaverða menntun sem fólk sækir sér menntunarinnar vegna. Í þessum skóla verða engin próf, engar gráður og engar einkunnir,“ segir Runólfur. Hann telur mikla eftirspurn eftir slíku námi á Íslandi. „Það eru núna í vetur á annað hundrað Íslendingar til að mynda sem stunda slíkt nám í Danmörku og við teljum að þetta sé tímabær valkostur í íslensku menntakerfi,“ segir Runólfur.Markhópurinn er tvískiptur Runólfur segir að markhópur skólans sé í raun tvískiptur. „Annars vegar fólk sem er nýlega útskrifað úr framhaldsskóla og svona vill aðeins fá tíma til að átta sig á sjálfum sér og lífinu og hvert það vill stefna. Hins vegar fólk sem hefur fallið úr framhaldsskóla og er kannski síðar, 25, 30 ára að leita að leiðum inn í nám aftur að þá er þetta kjörin vettvangur til þess. Við erum að horfa til þess að taka á bilinu 20 til 35 nemendur,“ segir Runólfur. Verið að ganga frá ráðningum þessa dagana „Við erum að reikna með tveimur til þremur fastráðnum starfsmönnum og framkvæmdastjórinn tók til starfa núna í lok febrúar. Við erum að ganga frá ráðningum á starfsfólki núna þessa dagana. Þetta verða svona mótorar eða lotubundin kennsla þar sem hver áfangi verður kenndur í tvær vikur. Það verða þarna 15 til 20 kennarar sem koma að málinu,“ segir Runólfur. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Lýðháskólinn á Flateyri tekur til starfa haustið 2018 Starfsemi skólans verður auglýst og kynnt 15.apríl. 31. mars 2018 10:15 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Lýðháskólinn á Flateyri tekur til starfa næsta haust og tekið verður á móti tuttugu til þrjátíu og fimm nemendum. Skólinn er ætlaður fyrir stúdenta og fólk sem hefur flosnað upp úr menntaskóla. Starfsemin er að mestu leyti fjármögnuð af Ísafjarðarbæ. Skólinn hefur verið í undirbúningi undanfarin tvö ár og er starfsemin að mestu leyti fjármögnuð með styrkjum frá Ísafjarðarbæ, Uppbyggingasjóði Vestfjarða, jöfnunarsjóði sveitarfélaga, Vinnumálastofnun og fleiri sveitarfélögum, ráðuneytum og fyrirtækjum. Runólfur Ágústsson, stjórnarmaður hjá lýðháskólanum segir sérstöðu skólans liggja í því að nemendur þurfa ekki að þreyta próf. Námið verður einn skólavetur, eða tvær annir. „Við munum bjóða upp á spennandi og áhugaverða menntun sem fólk sækir sér menntunarinnar vegna. Í þessum skóla verða engin próf, engar gráður og engar einkunnir,“ segir Runólfur. Hann telur mikla eftirspurn eftir slíku námi á Íslandi. „Það eru núna í vetur á annað hundrað Íslendingar til að mynda sem stunda slíkt nám í Danmörku og við teljum að þetta sé tímabær valkostur í íslensku menntakerfi,“ segir Runólfur.Markhópurinn er tvískiptur Runólfur segir að markhópur skólans sé í raun tvískiptur. „Annars vegar fólk sem er nýlega útskrifað úr framhaldsskóla og svona vill aðeins fá tíma til að átta sig á sjálfum sér og lífinu og hvert það vill stefna. Hins vegar fólk sem hefur fallið úr framhaldsskóla og er kannski síðar, 25, 30 ára að leita að leiðum inn í nám aftur að þá er þetta kjörin vettvangur til þess. Við erum að horfa til þess að taka á bilinu 20 til 35 nemendur,“ segir Runólfur. Verið að ganga frá ráðningum þessa dagana „Við erum að reikna með tveimur til þremur fastráðnum starfsmönnum og framkvæmdastjórinn tók til starfa núna í lok febrúar. Við erum að ganga frá ráðningum á starfsfólki núna þessa dagana. Þetta verða svona mótorar eða lotubundin kennsla þar sem hver áfangi verður kenndur í tvær vikur. Það verða þarna 15 til 20 kennarar sem koma að málinu,“ segir Runólfur.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Lýðháskólinn á Flateyri tekur til starfa haustið 2018 Starfsemi skólans verður auglýst og kynnt 15.apríl. 31. mars 2018 10:15 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Lýðháskólinn á Flateyri tekur til starfa haustið 2018 Starfsemi skólans verður auglýst og kynnt 15.apríl. 31. mars 2018 10:15