Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að rannsókn málsins standi enn yfir. Búið sé að ná sambandi við flesta aðstandendur hins látna. Þá segir hann ekki tímabært að segja til um það hvort andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti.
Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi við rannsókn málsins.
