Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2018 18:46 Samkvæmt reglum Obama-stjórnarinnar hefðu nýir bílar í Bandaríkjunum þurft að draga 23 kílómetra á lítrann fyrir árið 2025. Vísir/AFP Reglur sem áttu að draga úr losun bifreiða á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum og auka sparneytni þeirra verða verulega útvatnaðar samkvæmt tillögu sem ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ætlar að tilkynna um á næstunni. Aðgerðir Trump eru sagðar ganga mun lengra en bílaframleiðendur höfðu þrýst á um. Búist er við því að tilkynnt verði um breytingar á reglunum sem ríkisstjórn Baracks Obama, fyrrverandi forseta, setti á næstu dögum, að sögn New York Times. Samkvæmt þeim hefðu bílaframleiðendur þurft að tvöfalda sparneytni nýrra bifreiða fyrir árið 2025. Reglurnar voru ein stærsta loftslagsaðgerð ríkisstjórnar Obama. Með þeim hefði regluverk alríkisstjórnarinnar verið jafnstrangt og Kaliforníu sem hefur jafnan verið fremst í flokki í umhverfismálum vestanhafs. Þegar Trump tók við embætti í fyrra fóru fulltrúar þriggja stórra bílaframleiðenda; General Motors, Ford og Chrysler, á fund hans til að biðja hann um að opna aftur fyrir umsagnir um reglurnar sem þeir vildu milda. Þeir vildu meðal annars getað reiknað kerfi sem slekkur á vél þegar hennar er ekki þörf inn í sparneytni bíls og töldu að ekki ætti að telja koltvísýringslosun frá orkuframleiðslu fyrir rafbíla sem losun frá bílum. Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, er sagður munu kynna útvönun reglnanna sem aðgerð til að létta á regluverki á bílaframleiðendur sem muni skila neytendum ódýrari trukkum, sendiferðabílum og jepplingum.Gæti skipt Bandaríkjunum upp í tvö markaðssvæði Tillögurnar sem Trump-stjórnin er nú með í vinnslu eru hins vegar sagðar hafa komið bílaframleiðendunum sjálfum í opna skjöldu þar sem þær gangi mun lengra en þær hugmyndir sem þeir höfðu um breytingar. „Við báðum ekki um þetta. Tillögurnar sem við settum fram voru skynsamlegar,“ segir Robert Bienenfeld, aðstoðarvaraforseti umhverfis- og orkuáætlunar Honda í Bandaríkjunum við New York Times. Í sama streng taka forsvarsmenn Ford sem segjast aðeins vilja aukinn sveigjanleika en ekki afnám reglnanna. Þeir styðji hertar umhverfiskröfur til bifreiða til 2025. Bílaframleiðendurnir höfðu gert ráð fyrir að yfirvöld í Kaliforníu gætu sætt sig við tilslakanirnar sem þeir óskuðu eftir. Nú gæti hins vegar stefnt í baráttu fyrir dómstólum á milli ríkisstjórnar Kaliforníu og alríkisstjórnar Bandaríkjanna. Þá er ekki loku fyrir það skotið að Bandaríkin muni skiptast upp í tvo markaði með bíla þar sem ólíkar reglur um mengun og sparneytni gilda. Nokkur önnur ríki Bandaríkjanna fylgja reglum Kaliforníu sem saman mynda um þriðjung bifreiðamarkaðarins. Yfirvöld í Kaliforníu hafa þegar lýst því yfir að þau muni ekki taka útvötnun reglnanna þegjandi. Búist er við því að fulltrúar alríkisstjórnarinnar muni hvetja Kaliforníu til þess að milda sínar reglur. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Fjölgun jepplinga vinnur gegn samdrætti í losun Á sama tíma og bílaframleiðendur lofa að einbeita sér meira að umhverfisvænni bifreiðum fjárfesta þeir grimmt í þróun jepplinga sem eyða allt að 30% meira eldsneyti en minni bensínbílar. 5. mars 2018 15:14 Tortímandinn ætlar að stefna olíurisum fyrir manndráp með loftslagsbreytingum Arnold Scwarzenegger líkir olíufyrirtækjum við tóbaksfyrirtæki. Þau hafi vitað af skaðsemi framleiðslu sinnar um áratugaskeið en haldið áfram að þræta fyrir hana. 13. mars 2018 12:42 Losun gróðurhúsalofttegunda frá orku aldrei meiri en í fyrra Stöðnun í losun árin á undan hafði vakið vonir um að samband á milli hagvaxtar og aukinnar losunar hefði loks verið rofið. 23. mars 2018 18:07 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Reglur sem áttu að draga úr losun bifreiða á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum og auka sparneytni þeirra verða verulega útvatnaðar samkvæmt tillögu sem ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ætlar að tilkynna um á næstunni. Aðgerðir Trump eru sagðar ganga mun lengra en bílaframleiðendur höfðu þrýst á um. Búist er við því að tilkynnt verði um breytingar á reglunum sem ríkisstjórn Baracks Obama, fyrrverandi forseta, setti á næstu dögum, að sögn New York Times. Samkvæmt þeim hefðu bílaframleiðendur þurft að tvöfalda sparneytni nýrra bifreiða fyrir árið 2025. Reglurnar voru ein stærsta loftslagsaðgerð ríkisstjórnar Obama. Með þeim hefði regluverk alríkisstjórnarinnar verið jafnstrangt og Kaliforníu sem hefur jafnan verið fremst í flokki í umhverfismálum vestanhafs. Þegar Trump tók við embætti í fyrra fóru fulltrúar þriggja stórra bílaframleiðenda; General Motors, Ford og Chrysler, á fund hans til að biðja hann um að opna aftur fyrir umsagnir um reglurnar sem þeir vildu milda. Þeir vildu meðal annars getað reiknað kerfi sem slekkur á vél þegar hennar er ekki þörf inn í sparneytni bíls og töldu að ekki ætti að telja koltvísýringslosun frá orkuframleiðslu fyrir rafbíla sem losun frá bílum. Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, er sagður munu kynna útvönun reglnanna sem aðgerð til að létta á regluverki á bílaframleiðendur sem muni skila neytendum ódýrari trukkum, sendiferðabílum og jepplingum.Gæti skipt Bandaríkjunum upp í tvö markaðssvæði Tillögurnar sem Trump-stjórnin er nú með í vinnslu eru hins vegar sagðar hafa komið bílaframleiðendunum sjálfum í opna skjöldu þar sem þær gangi mun lengra en þær hugmyndir sem þeir höfðu um breytingar. „Við báðum ekki um þetta. Tillögurnar sem við settum fram voru skynsamlegar,“ segir Robert Bienenfeld, aðstoðarvaraforseti umhverfis- og orkuáætlunar Honda í Bandaríkjunum við New York Times. Í sama streng taka forsvarsmenn Ford sem segjast aðeins vilja aukinn sveigjanleika en ekki afnám reglnanna. Þeir styðji hertar umhverfiskröfur til bifreiða til 2025. Bílaframleiðendurnir höfðu gert ráð fyrir að yfirvöld í Kaliforníu gætu sætt sig við tilslakanirnar sem þeir óskuðu eftir. Nú gæti hins vegar stefnt í baráttu fyrir dómstólum á milli ríkisstjórnar Kaliforníu og alríkisstjórnar Bandaríkjanna. Þá er ekki loku fyrir það skotið að Bandaríkin muni skiptast upp í tvo markaði með bíla þar sem ólíkar reglur um mengun og sparneytni gilda. Nokkur önnur ríki Bandaríkjanna fylgja reglum Kaliforníu sem saman mynda um þriðjung bifreiðamarkaðarins. Yfirvöld í Kaliforníu hafa þegar lýst því yfir að þau muni ekki taka útvötnun reglnanna þegjandi. Búist er við því að fulltrúar alríkisstjórnarinnar muni hvetja Kaliforníu til þess að milda sínar reglur.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Fjölgun jepplinga vinnur gegn samdrætti í losun Á sama tíma og bílaframleiðendur lofa að einbeita sér meira að umhverfisvænni bifreiðum fjárfesta þeir grimmt í þróun jepplinga sem eyða allt að 30% meira eldsneyti en minni bensínbílar. 5. mars 2018 15:14 Tortímandinn ætlar að stefna olíurisum fyrir manndráp með loftslagsbreytingum Arnold Scwarzenegger líkir olíufyrirtækjum við tóbaksfyrirtæki. Þau hafi vitað af skaðsemi framleiðslu sinnar um áratugaskeið en haldið áfram að þræta fyrir hana. 13. mars 2018 12:42 Losun gróðurhúsalofttegunda frá orku aldrei meiri en í fyrra Stöðnun í losun árin á undan hafði vakið vonir um að samband á milli hagvaxtar og aukinnar losunar hefði loks verið rofið. 23. mars 2018 18:07 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Fjölgun jepplinga vinnur gegn samdrætti í losun Á sama tíma og bílaframleiðendur lofa að einbeita sér meira að umhverfisvænni bifreiðum fjárfesta þeir grimmt í þróun jepplinga sem eyða allt að 30% meira eldsneyti en minni bensínbílar. 5. mars 2018 15:14
Tortímandinn ætlar að stefna olíurisum fyrir manndráp með loftslagsbreytingum Arnold Scwarzenegger líkir olíufyrirtækjum við tóbaksfyrirtæki. Þau hafi vitað af skaðsemi framleiðslu sinnar um áratugaskeið en haldið áfram að þræta fyrir hana. 13. mars 2018 12:42
Losun gróðurhúsalofttegunda frá orku aldrei meiri en í fyrra Stöðnun í losun árin á undan hafði vakið vonir um að samband á milli hagvaxtar og aukinnar losunar hefði loks verið rofið. 23. mars 2018 18:07
Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45