Línutröllið Kári Kristján Kristjánsson var afar sáttur eftir að ÍBV tryggði sér sæti í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu.
„Yndislegt. Ánægður með stórsigur á þessu rússneska liði. Sóttum góðan sigur út, plús tvö. Ég var ánægður með að fá ekki meira," sagði línutröllið Kári Kristján Kristjánsson.
„Ef við hefðum fengið meira þá hefðum við komið svolítið værukærir til leiks þannig að við urðum að vera með þurrt á öllum og kláruðum þetta sannfærandi."
„Þeir voru farnir að þreytast í seinni hálfleik. Þeir voru bara með 11 menn á skýrslu, tveir markmenn, þannig að þeir voru ekki með mikið til skiptanna og miðjublokkin var orðin helvíti þreytt og við gengum á lagið.“
ÍBV þurfti korter til að komast í gang en þangað til voru þeir undir í leiknum.
„Við vorum lengi í gang, vorum í smá ströggli fyrsta korterið en ég held að það hafi bara verið hátt spennustig. En menn voru mótiveraðir og flottir og við fórum að sigla þessu.“
„Lalli ljósastaur (Aron Rafn) kemur í markið, fer að loka og við förum að nýta færin alveg einstaklega vel. Ég held að sóknarnýtingin í seinni hálfleik hafi verið djöfulli góð og það eiginlega skóp sigurinn.“
Kári ætlar að fylgjast með leiknum á mánudaginn milli Fyllingen og Turda en liðið sem vinnur þann leik sækir ÍBV heim í undanúrslitunum.
„Menn eru eitthvað að spá í þessum ferðalögum en þegar maður er búinn að fara til Krasnodar þá verður allt bara veisla. Það yrði fínt að kvitta fyrir (Val) ef þetta er einhver Rúmeníu-skandall þarna.“
„Við ætlum okkur langt í þessari keppni og við erum ekki lengur með í þessu. Það er bara dolla og ekkert annað.“
„Ég mun pottþétt fylgjast með. Það verður bara popp og Diet Coke og allur pakkinn,” sagði Kári að lokum.
Kári Kristján: Lalli ljósastaur kemur í markið og lokar
Gabríel Sighvatsson skrifar

Mest lesið





Hafa verið þrettán ár af lygum
Enski boltinn



Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins
Enski boltinn

Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig
Íslenski boltinn
