Biðja leikara The Crown afsökunar Birgir Olgeirsson skrifar 20. mars 2018 16:25 Claire Foy í hlutverki Englandsdrottningar en fyrir aftan hana stendur Matt Smith í hlutverki eiginmanns drottningarinnar. Netflix Framleiðslufyrirtæki Netflix-seríunnar The Crown hefur beðið aðalleikarar fyrstu tveggja þáttaraðanna afsökunar á að hafa gefið upp að karlinn í aðalhlutverki hefði fengið meira borgað en konan í aðalhlutverki. Framleiðslufyrirtækið heitir Left Bank Pictures en það sendi frá sér yfirlýsingu þar sem þau Claire Foy og Matt Smith eru beðin afsökunar á því að hafa verið skilin eftir í fjölmiðlastormi vegna ummæla framleiðendanna.The Crown fjallar um ævi Elísabetar Englandsdrottningar en Claire Foy lék hana í fyrstu tveimur þáttaröðunum. Matt Smith lék Filipus prins eiginmann Englandsdrottningar í þáttunum. Framleiðendur þáttanna sóttu málþing í Jerúsalem í síðustu viku þar sem Suzanne Mackie upplýsti að Foy hefði fengið minna borgað en Smith. Var ástæðan sögð sú að Smith var mun þekktari leikari vegna hlutverks hans í þáttunum Dr Who. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og var skorað á Smith að gefa launamismuninn til Time´s Up hreyfingarinnar. Í yfirlýsingunni sem barst fjölmiðlum ytra fyrr í dag segir að framleiðslufyrirtækið beri alla ábyrgð á þessum launamun og er tekið fram að leikararnir hafi ekki vitað af honum. Fyrirtækið segist sýna þessari baráttu fyrir jöfnum launum kynjanna fullan stuðning og muni gera allt sem hægt er til að tryggja að svo verði í framtíðinni. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Claire Foy fékk minna borgað en mótleikari hennar í The Crown Framleiðendurnir segja frægð Matt Smith hafa átt þátt í því. 13. mars 2018 21:54 Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Framleiðslufyrirtæki Netflix-seríunnar The Crown hefur beðið aðalleikarar fyrstu tveggja þáttaraðanna afsökunar á að hafa gefið upp að karlinn í aðalhlutverki hefði fengið meira borgað en konan í aðalhlutverki. Framleiðslufyrirtækið heitir Left Bank Pictures en það sendi frá sér yfirlýsingu þar sem þau Claire Foy og Matt Smith eru beðin afsökunar á því að hafa verið skilin eftir í fjölmiðlastormi vegna ummæla framleiðendanna.The Crown fjallar um ævi Elísabetar Englandsdrottningar en Claire Foy lék hana í fyrstu tveimur þáttaröðunum. Matt Smith lék Filipus prins eiginmann Englandsdrottningar í þáttunum. Framleiðendur þáttanna sóttu málþing í Jerúsalem í síðustu viku þar sem Suzanne Mackie upplýsti að Foy hefði fengið minna borgað en Smith. Var ástæðan sögð sú að Smith var mun þekktari leikari vegna hlutverks hans í þáttunum Dr Who. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og var skorað á Smith að gefa launamismuninn til Time´s Up hreyfingarinnar. Í yfirlýsingunni sem barst fjölmiðlum ytra fyrr í dag segir að framleiðslufyrirtækið beri alla ábyrgð á þessum launamun og er tekið fram að leikararnir hafi ekki vitað af honum. Fyrirtækið segist sýna þessari baráttu fyrir jöfnum launum kynjanna fullan stuðning og muni gera allt sem hægt er til að tryggja að svo verði í framtíðinni.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Claire Foy fékk minna borgað en mótleikari hennar í The Crown Framleiðendurnir segja frægð Matt Smith hafa átt þátt í því. 13. mars 2018 21:54 Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Claire Foy fékk minna borgað en mótleikari hennar í The Crown Framleiðendurnir segja frægð Matt Smith hafa átt þátt í því. 13. mars 2018 21:54