Er langtíma stefnumótun ómöguleiki á Íslandi? Anna Björk Bjarnadóttir skrifar 21. mars 2018 07:00 Gott samfélag er í mínum huga samfélag þar sem það telst eðlilegt ferli hjá yfirvöldum og öllum helstu hagsmunaaðilum að setjast reglulega niður og móta stefnu til 10-20 ára fyrir allar grundvallarstoðir samfélagsins. Grundvallarstoðir eins og heilbrigðismál, samgöngumál, loftslagsmál, menntun, rannsóknir og nýsköpun, atvinnuvegir og svo mætti lengi telja. Margir undirþættir eru svo í hverri grunnstoð, sem hver þarf sína sérstöku stefnu sem aftur tengist yfirstefnunni á skýran hátt. Þannig heyrir undir heilbrigðismál að móta sérstaka stefnu í öldrunarmálum og þar undir jafnvel sérstaka stefnu í því málefni aldraðra sem snýst um heilabilun. Innan heildstæðrar stefnu um menntamál þarf að fara dýpra í menntun og rannsóknir á hverju skólastigi með þar til gerðum undirstefnum. Þvert á skólastig mætti svo hugsa sér sérstaka stefnu um að kerfið í heild eigi að geta mætt aukinni þörf fyrir nýja þekkingu inn í ný störf sem bylting í tækniþróun er óðfluga að skapa. Þó nokkuð er til af stefnum í ofangreindum málaflokkum, en þær eiga það flestar sammerkt að ná aðeins til skamms tíma og að hafa ekki breitt eignarhald né sátt á bak við sig. Það þýðir að í hvert skipti sem ríkisstjórnarskipti eiga sér stað er bókstaflega allt undir. Heilu atvinnugreinarnar halda niðri í sér andanum á meðan ný ríkisstjórn vindur ofan af þeim ákvörðunum sem sú fyrri tók og kemur með nýjar áherslur. Þær áherslur umbylta svo öllu því sem myndar forsendur til atvinnureksturs, skólahalds, reksturs og uppbyggingar innviða og heilbrigðisstofnana og svo framvegis. Fyrirtækin, skólarnir, sjúkrahúsin og viðeigandi stofnanir sjá stefnu sína, framtíðarsýn, markmið og aðgerðaáætlanir liðast í sundur, því allt í einu er gefið upp á nýtt og spilin sem þau voru með á hendi eiga ekki lengur við. Það er blóðugt að hugsa til þess sem tapast við að breyta sífellt um kúrs í bókstaflega öllu, þegar okkur sem samfélagi lánast ekki að vinna faglega langtímastefnumótun í því sem skiptir okkur mestu máli og við vitum að við getum í raun öll verið sammála um, sama hvar í flokki eða atvinnugrein við störfum.Höfundur er framkvæmdastjóri Expectus og FKA-félagskona Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Gott samfélag er í mínum huga samfélag þar sem það telst eðlilegt ferli hjá yfirvöldum og öllum helstu hagsmunaaðilum að setjast reglulega niður og móta stefnu til 10-20 ára fyrir allar grundvallarstoðir samfélagsins. Grundvallarstoðir eins og heilbrigðismál, samgöngumál, loftslagsmál, menntun, rannsóknir og nýsköpun, atvinnuvegir og svo mætti lengi telja. Margir undirþættir eru svo í hverri grunnstoð, sem hver þarf sína sérstöku stefnu sem aftur tengist yfirstefnunni á skýran hátt. Þannig heyrir undir heilbrigðismál að móta sérstaka stefnu í öldrunarmálum og þar undir jafnvel sérstaka stefnu í því málefni aldraðra sem snýst um heilabilun. Innan heildstæðrar stefnu um menntamál þarf að fara dýpra í menntun og rannsóknir á hverju skólastigi með þar til gerðum undirstefnum. Þvert á skólastig mætti svo hugsa sér sérstaka stefnu um að kerfið í heild eigi að geta mætt aukinni þörf fyrir nýja þekkingu inn í ný störf sem bylting í tækniþróun er óðfluga að skapa. Þó nokkuð er til af stefnum í ofangreindum málaflokkum, en þær eiga það flestar sammerkt að ná aðeins til skamms tíma og að hafa ekki breitt eignarhald né sátt á bak við sig. Það þýðir að í hvert skipti sem ríkisstjórnarskipti eiga sér stað er bókstaflega allt undir. Heilu atvinnugreinarnar halda niðri í sér andanum á meðan ný ríkisstjórn vindur ofan af þeim ákvörðunum sem sú fyrri tók og kemur með nýjar áherslur. Þær áherslur umbylta svo öllu því sem myndar forsendur til atvinnureksturs, skólahalds, reksturs og uppbyggingar innviða og heilbrigðisstofnana og svo framvegis. Fyrirtækin, skólarnir, sjúkrahúsin og viðeigandi stofnanir sjá stefnu sína, framtíðarsýn, markmið og aðgerðaáætlanir liðast í sundur, því allt í einu er gefið upp á nýtt og spilin sem þau voru með á hendi eiga ekki lengur við. Það er blóðugt að hugsa til þess sem tapast við að breyta sífellt um kúrs í bókstaflega öllu, þegar okkur sem samfélagi lánast ekki að vinna faglega langtímastefnumótun í því sem skiptir okkur mestu máli og við vitum að við getum í raun öll verið sammála um, sama hvar í flokki eða atvinnugrein við störfum.Höfundur er framkvæmdastjóri Expectus og FKA-félagskona
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar