Lygamælingar styðja frásögn klámmyndaleikkonunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. mars 2018 07:48 Hér má sjá Stormy Daniels þreyta prófið árið 2011. Vísir/Getty Niðurstöður lygamælinga eru sagðar staðfesta frásögn klámyndaleikkonunnar Stormy Daniels um að hún og Bandaríkjaforseti hafi haft samræði árið 2006. Daniels, sem heitir réttu nafni Stephanie Clifford, tók lygapróf árið 2011 fyrir viðtal sitt við tímaritið Life & Style. Skömmu áður hafði hún sagt við blaðamann InTouch að hún og Donald Trump hefðu sofið saman árið 2006, einu ári eftir að auðkýfingurinn gekk að eiga eiginkonu sína Melaniu. Donald Trump, sem nú er forseti Bandaríkjanna, hefur ætíð neitað fyrir að hafa átt í sambandi við Daniels. Lögmaður forsetans greiddi klámmyndaleikkonunni 130 þúsund dali, um 13 milljónir króna, skömmu fyrir kosningarnar haustið 2016 sem leikkonan segir að hafi verið hluti af þagnarsamkomulagi sem hún undirritaði um málið. Í upphafi árs sagði hún hins vegar að þetta samkomulag væri ógilt því að í ljósi hafi komið að Trump hafi sjálfur aldrei undirritað það. Því telur Daniels að henni sé frjálst að tjá sig um málið að vild. Lögmenn Bandaríkjaforseta hafa að þessum sökum lögsótt Daniels fyrir að rjúfa samkomulagið og krefja hana um 20 milljónir dala, 2 milljarða króna.Spurð um samræði og þátttöku í Apprentice Sjónvarpsstöðin CBS hefur nú undir höndum fyrrnefnt lygapróf sem klámmyndaleikkonan tók árið 2011. Kerfið byggir á kóða sem hannað var í hinum virta John Hopkins-háskóla og er það talið til marks um trúðverðuleika niðurstaðnanna. Engu að síður eru lygamælingar ýmsum vandkvæðum háðar og því má til að mynda ekki nota þær sem sönnungargögn í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna. Í lygaprófinu er Daniels spurð hvort hún hafi stundað óvarið kynlíf með Donald Trump árið 2006 og hvort hann hafi lofað henni sæti í raunveruleikaþættinum The Apprentice, sem auðkýfingurinn stýrði á þessum árum. Niðurstöður prófsins bentu til þess að hún segði satt um samræði hennar og Trumps. Hins vegar renndu gögnin ekki stoðum undir það að hann hafi lofað henni að taka þátt í raunveruleikaþættinum. Þar að auki skrifaði maðurinn sem framkvæmdi prófið að ekkert benti til þess að Daniels hafi vísvitandi reynt að ljúga að rannsakandanum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump reiður eftir að Sanders viðurkenndi tilvist þagnarsamkomulags Leikkonan höfðaði mál gegn forsetanum í vikunni og segir þagnarsamkomulag þeirra dautt og ómerkt vegna þess að Trump hafi ekki skrifað undir það. 8. mars 2018 22:15 Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17 Klámmyndaleikkonan kærir Trump Stormy Daniels segir Bandaríkjaforseta aldrei hafa undirritað umtalað þagnarsamkomulag þeirra. 7. mars 2018 06:39 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Niðurstöður lygamælinga eru sagðar staðfesta frásögn klámyndaleikkonunnar Stormy Daniels um að hún og Bandaríkjaforseti hafi haft samræði árið 2006. Daniels, sem heitir réttu nafni Stephanie Clifford, tók lygapróf árið 2011 fyrir viðtal sitt við tímaritið Life & Style. Skömmu áður hafði hún sagt við blaðamann InTouch að hún og Donald Trump hefðu sofið saman árið 2006, einu ári eftir að auðkýfingurinn gekk að eiga eiginkonu sína Melaniu. Donald Trump, sem nú er forseti Bandaríkjanna, hefur ætíð neitað fyrir að hafa átt í sambandi við Daniels. Lögmaður forsetans greiddi klámmyndaleikkonunni 130 þúsund dali, um 13 milljónir króna, skömmu fyrir kosningarnar haustið 2016 sem leikkonan segir að hafi verið hluti af þagnarsamkomulagi sem hún undirritaði um málið. Í upphafi árs sagði hún hins vegar að þetta samkomulag væri ógilt því að í ljósi hafi komið að Trump hafi sjálfur aldrei undirritað það. Því telur Daniels að henni sé frjálst að tjá sig um málið að vild. Lögmenn Bandaríkjaforseta hafa að þessum sökum lögsótt Daniels fyrir að rjúfa samkomulagið og krefja hana um 20 milljónir dala, 2 milljarða króna.Spurð um samræði og þátttöku í Apprentice Sjónvarpsstöðin CBS hefur nú undir höndum fyrrnefnt lygapróf sem klámmyndaleikkonan tók árið 2011. Kerfið byggir á kóða sem hannað var í hinum virta John Hopkins-háskóla og er það talið til marks um trúðverðuleika niðurstaðnanna. Engu að síður eru lygamælingar ýmsum vandkvæðum háðar og því má til að mynda ekki nota þær sem sönnungargögn í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna. Í lygaprófinu er Daniels spurð hvort hún hafi stundað óvarið kynlíf með Donald Trump árið 2006 og hvort hann hafi lofað henni sæti í raunveruleikaþættinum The Apprentice, sem auðkýfingurinn stýrði á þessum árum. Niðurstöður prófsins bentu til þess að hún segði satt um samræði hennar og Trumps. Hins vegar renndu gögnin ekki stoðum undir það að hann hafi lofað henni að taka þátt í raunveruleikaþættinum. Þar að auki skrifaði maðurinn sem framkvæmdi prófið að ekkert benti til þess að Daniels hafi vísvitandi reynt að ljúga að rannsakandanum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump reiður eftir að Sanders viðurkenndi tilvist þagnarsamkomulags Leikkonan höfðaði mál gegn forsetanum í vikunni og segir þagnarsamkomulag þeirra dautt og ómerkt vegna þess að Trump hafi ekki skrifað undir það. 8. mars 2018 22:15 Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17 Klámmyndaleikkonan kærir Trump Stormy Daniels segir Bandaríkjaforseta aldrei hafa undirritað umtalað þagnarsamkomulag þeirra. 7. mars 2018 06:39 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Trump reiður eftir að Sanders viðurkenndi tilvist þagnarsamkomulags Leikkonan höfðaði mál gegn forsetanum í vikunni og segir þagnarsamkomulag þeirra dautt og ómerkt vegna þess að Trump hafi ekki skrifað undir það. 8. mars 2018 22:15
Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17
Klámmyndaleikkonan kærir Trump Stormy Daniels segir Bandaríkjaforseta aldrei hafa undirritað umtalað þagnarsamkomulag þeirra. 7. mars 2018 06:39