Markadrottningin ætlar að skora gegn xD í Garðabæ Jakob Bjarnar skrifar 21. mars 2018 12:14 Hætt er við að það fari um Gunnar Einarsson, bæjarstjóra í Garðabæ og kunnan handknattleikskappa á árum áður nú þegar Harpa reimar á sig skóna vegna komandi kosninga. „Já, ég get staðfest það. Ég mun bjóða mig fram og sitja í 3. sæti á lista sameiginlegs framboðs,“ segir Harpa Þorsteinsdóttir markadrottning í fótboltanum en hún mun skipa 3. sætið á nýju framboði í Garðabæ í komandi sveitarstjórnarkosningum.Veður í eitt helsta vígi Sjálfstæðisflokksins Garðabær hefur lengi verið eitt helsta vígi Sjálfstæðisflokksins, heiðblár bær, en nú gæti farið um ýmsan í þeim hópi. Vísir hefur þegar greint frá því að nýtt framboð mun bjóða fram í Garðabæ í vor. Að því standa flokkarnir sem skipað hafa minnihlutann í bænum: Björt framtíð, Samfylking, Píratar, Viðreisn, Vinstri græn og óháðir. Listinn verður formlega kynntur í Hönnunarsafni Íslands í Garðatorgi á morgun. Ekki mun Harpa veikja listann, svo mikið er víst, hún er stórstjarna í knattspyrnunni. Hér má til að mynda sjá viðtal sem Vísir tók við Hörpu að loknu Evrópumótinu í Hollandi síðastliðið sumar. En, hún vill ekki hafa uppi of digurbarkaleg ummæli fyrir leik. Hún ber virðingu fyrir mótherjanum. „Við erum að vonast til að ná sem flestum inn. Og ætlum að vera bjartsýn,“ segir Harpa en ekki er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Bæjarfulltrúar í Garðabæ eru ellefu og sjö þeirra eru úr Sjálfstæðisflokknum.Vill láta til sín taka í bæjarfélaginu Harpa kemur inn sem óháð, hún er ekki tengd neinum flokki en hún segist lengi hafa haft áhuga á velferð og samfélagslegri ábyrgð.Harpa hefur verið einn af burðarstólpum íslenska landsliðsins og Stjörnunnar undanfarin ár.Vísir/Getty„Ég er menntaður lýðheilsufræðingur, með uppeldis- og menntunarfræði í grunninn. Svo tók ég meistaranám í lýðheilsufræðum við Háskóla Íslands. Þetta eru þau málefni sem ég brenn fyrir. Ég er uppalin í Garðabæ og er nýflutt til baka. Langar að láta til mín taka og leggja mitt af mörkum til bæjarins.“Erfitt fyrir ungt fólk að koma undir sig fótunum Harpa var áður búsett í Kópavogi, vissulega ekki langur vegur að fara en þetta er einn af óhjákvæmilegum áfangastöðum ungs fólks úr Garðabæ áður en það á möguleika á að hefja búsetu í bænum sínum. „Mjög erfitt er fyrir ungt fólk að hefja fjölskyldulíf í Garðabæ og það mun verða eitt af mínum baráttumálum að vinna að breytingum í þeim efnum.“Þetta er heiðblár bær? „Jú, hefur verið það. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem verið hefur til umræðu að vera með sameiginlegt framboð. Og þá erum við að horfa til þess að virkja lýðræðið og skipa öflugan hóp sem eru með það að markmiði að leggja sína hönd á plóg og efla margbreytileika í samfélaginu.“Verður að halda ungu fólki i bænum Kosið verður 26. maí og Harpa er að reima á sig skóna. Unnusti hennar er Jóhannes Karl Sigursteinsson, birtingastjóri á EnnEmm auglýsingastofu og þau eiga saman tvo stráka og eina stjúpdóttur. Harpa segir það rétt upp að ákveðnu marki, að ungt fólk hafi ekki látið nægjanlega til sín taka á hinum pólitíska vettvangi. En, hún vonar að það sé að breytast. „Ég hef mikla trú á þessum hópi sem er að koma saman. Það hefur verið unnið mikið og gott starf í Garðabæ en við munum leggja áherslu á þessa félagslegu þætti og skipulagsmál. Við verðum að halda unga fólkið í bænum uppá framtíðina. Og halda vel utan um innviðina til að svo megi verða.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sameinast gegn Sjálfstæðisflokknum Nýtt framboð mun bjóða fram í Garðabæ í haust. 21. mars 2018 07:19 Væri löngu farin út ef atvinnumennskan væri fjölskylduvænni Kvennabolti er bara ekki kominn á þann stað að maður geti farið út með heila fjölskyldu, segir Harpa Þorsteinsdóttir. 27. júlí 2017 11:15 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
„Já, ég get staðfest það. Ég mun bjóða mig fram og sitja í 3. sæti á lista sameiginlegs framboðs,“ segir Harpa Þorsteinsdóttir markadrottning í fótboltanum en hún mun skipa 3. sætið á nýju framboði í Garðabæ í komandi sveitarstjórnarkosningum.Veður í eitt helsta vígi Sjálfstæðisflokksins Garðabær hefur lengi verið eitt helsta vígi Sjálfstæðisflokksins, heiðblár bær, en nú gæti farið um ýmsan í þeim hópi. Vísir hefur þegar greint frá því að nýtt framboð mun bjóða fram í Garðabæ í vor. Að því standa flokkarnir sem skipað hafa minnihlutann í bænum: Björt framtíð, Samfylking, Píratar, Viðreisn, Vinstri græn og óháðir. Listinn verður formlega kynntur í Hönnunarsafni Íslands í Garðatorgi á morgun. Ekki mun Harpa veikja listann, svo mikið er víst, hún er stórstjarna í knattspyrnunni. Hér má til að mynda sjá viðtal sem Vísir tók við Hörpu að loknu Evrópumótinu í Hollandi síðastliðið sumar. En, hún vill ekki hafa uppi of digurbarkaleg ummæli fyrir leik. Hún ber virðingu fyrir mótherjanum. „Við erum að vonast til að ná sem flestum inn. Og ætlum að vera bjartsýn,“ segir Harpa en ekki er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Bæjarfulltrúar í Garðabæ eru ellefu og sjö þeirra eru úr Sjálfstæðisflokknum.Vill láta til sín taka í bæjarfélaginu Harpa kemur inn sem óháð, hún er ekki tengd neinum flokki en hún segist lengi hafa haft áhuga á velferð og samfélagslegri ábyrgð.Harpa hefur verið einn af burðarstólpum íslenska landsliðsins og Stjörnunnar undanfarin ár.Vísir/Getty„Ég er menntaður lýðheilsufræðingur, með uppeldis- og menntunarfræði í grunninn. Svo tók ég meistaranám í lýðheilsufræðum við Háskóla Íslands. Þetta eru þau málefni sem ég brenn fyrir. Ég er uppalin í Garðabæ og er nýflutt til baka. Langar að láta til mín taka og leggja mitt af mörkum til bæjarins.“Erfitt fyrir ungt fólk að koma undir sig fótunum Harpa var áður búsett í Kópavogi, vissulega ekki langur vegur að fara en þetta er einn af óhjákvæmilegum áfangastöðum ungs fólks úr Garðabæ áður en það á möguleika á að hefja búsetu í bænum sínum. „Mjög erfitt er fyrir ungt fólk að hefja fjölskyldulíf í Garðabæ og það mun verða eitt af mínum baráttumálum að vinna að breytingum í þeim efnum.“Þetta er heiðblár bær? „Jú, hefur verið það. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem verið hefur til umræðu að vera með sameiginlegt framboð. Og þá erum við að horfa til þess að virkja lýðræðið og skipa öflugan hóp sem eru með það að markmiði að leggja sína hönd á plóg og efla margbreytileika í samfélaginu.“Verður að halda ungu fólki i bænum Kosið verður 26. maí og Harpa er að reima á sig skóna. Unnusti hennar er Jóhannes Karl Sigursteinsson, birtingastjóri á EnnEmm auglýsingastofu og þau eiga saman tvo stráka og eina stjúpdóttur. Harpa segir það rétt upp að ákveðnu marki, að ungt fólk hafi ekki látið nægjanlega til sín taka á hinum pólitíska vettvangi. En, hún vonar að það sé að breytast. „Ég hef mikla trú á þessum hópi sem er að koma saman. Það hefur verið unnið mikið og gott starf í Garðabæ en við munum leggja áherslu á þessa félagslegu þætti og skipulagsmál. Við verðum að halda unga fólkið í bænum uppá framtíðina. Og halda vel utan um innviðina til að svo megi verða.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sameinast gegn Sjálfstæðisflokknum Nýtt framboð mun bjóða fram í Garðabæ í haust. 21. mars 2018 07:19 Væri löngu farin út ef atvinnumennskan væri fjölskylduvænni Kvennabolti er bara ekki kominn á þann stað að maður geti farið út með heila fjölskyldu, segir Harpa Þorsteinsdóttir. 27. júlí 2017 11:15 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Sameinast gegn Sjálfstæðisflokknum Nýtt framboð mun bjóða fram í Garðabæ í haust. 21. mars 2018 07:19
Væri löngu farin út ef atvinnumennskan væri fjölskylduvænni Kvennabolti er bara ekki kominn á þann stað að maður geti farið út með heila fjölskyldu, segir Harpa Þorsteinsdóttir. 27. júlí 2017 11:15