Ljósmæður í tvenns konar kjarabaráttu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. mars 2018 20:00 Ljósmæður telja sig hafa dregist verulega aftur úr í almennri launaþróun og krefjast leiðréttingar. Í baráttu sinni hafa þær minnkað heimaþjónustu umtalsvert sem er farið að hafa áhrif á fæðingardeild Landspítalans. Ljósmæðrafélags Íslands boðaði í dag til samstöðufundar vegna kjaradeilunnar. Ljósmæður eiga í tvenns konar kjarabaráttu, annars vegar við ríkið um almenna launahækkun og hins vegar við Sjúkratryggingar Íslands um breytingar á rammasamningi vegna hækkunar á einingaverði vegna ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu í sængurlegu. „Við erum sem sagt að reyna fá leiðréttingu á launum því við höfum dregist aftur úr miðað við aðrar stéttir og sérstaklega hjá BHM,“ segir Steina Þórey Ragnarsdóttir, varaformaður Ljósmæðrafélags Íslands. Í lok febrúar voru fjórtán aðildarfélög BHM búin að samþykkja nýgerða kjarasamninga við ríkið. Ósamið er við þrjú aðildarfélög, meðal annars ljósmæður, sem vísuðu kjaradeilunni til ríkissáttasemjara, en þær hafa verið án samnings frá því í ágúst í fyrra. Ljósmæðrafélag Íslands boðaði til samstöðufundar fyrir utan hús Ríkissáttasemjara í dag, á sama tíma og fundur í kjaradeilunni hófst og tóku á móti fólki með táknrænum hætti. Þeim til stuðnings mættu mæður með börn sín sem ljósmæðurnar höfðu tekið á móti og þá var fjármálaráðherra afhent stuðningsyfirlýsing tæplega sex þúsund einstaklinga sem styðja ljósmæður í kjarabaráttu sinni. „Síðan við fengum síðast launahækkanir að þá hafa aðrir hækkað um 18 prósent, en við sitjum eftir,“ segir Steina Þórey.Hver eru laun ljósmæðra í dag? „Lægstu launin eru í kringum 430 þúsund krónur, eftir sex ára háskólanám, fyrir nýútskrifaða ljósmóður,“ segir Steina Þórey. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu voru meðallaun ljósmæðra á árinu 2016 rúmlega átta hundruð og fjórtán þúsund krónur. Í september í fyrra voru meðallaun ljósmæðra rúmar sjö hundruð fjörutíu og fimm þúsund krónur og í byrjun síðasta sumars rúmar níu hundruð þúsund krónur. Þarna er átt við heildarlaun með vaktaálagi og vinnu utan hefðbundinnar vinnuviku. Til að knýja á um breytingar á rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands hefur stór hluti ljósmæðra tekið þá ákvörðun um að taka ekki að sér heimaþjónustu á meðan Sjúkratryggingar sjá sér ekki fært að bjóða raunhæfa hækkun á einingaverði þjónustunnar. Það er nú þegar farið að hafa áhrif á sængurdeild Landspítalans. „Já það er farið að gera það, verulega. Það segir sig sjálft þegar þú ert með fulla deild að þetta kostar mun meira heldur en nokkurn tímann sú þjónusta sem við erum að veita, þannig að ég veit ekki hvernig þetta endar,“ segir Hildur Sólveig Ragnarsdóttir, ljósmóðir, sem tók þátt í samstöðufundinum í dag. Fundi Ljósmæðrafélagsins við ríkið lauk síðdegis og sagði Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélagsins að eitthvað hefði þokast í viðræðum. Deiluaðilar hittast aftur hjá ríkissáttasemjara klukkan eitt á morgun. Kjaramál Tengdar fréttir Stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Ljósmæður hafa verið samningslausar frá því í lok ágúst er úrskurður gerðardóms um kjör þeirra rann út. Kom úrskurðurinn í kjölfar verkfalls sem ljósmæður fóru í vorið 2015. 15. mars 2018 15:30 „Við erum algjörlega ósammála“ Ljósmæðrafélag Íslands efndi til samstöðufundar fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara nú síðdegis en klukkan 14 hófst fundur í kjaradeilu félagsins og samninganefndar ríkisins. 21. mars 2018 14:34 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Ljósmæður telja sig hafa dregist verulega aftur úr í almennri launaþróun og krefjast leiðréttingar. Í baráttu sinni hafa þær minnkað heimaþjónustu umtalsvert sem er farið að hafa áhrif á fæðingardeild Landspítalans. Ljósmæðrafélags Íslands boðaði í dag til samstöðufundar vegna kjaradeilunnar. Ljósmæður eiga í tvenns konar kjarabaráttu, annars vegar við ríkið um almenna launahækkun og hins vegar við Sjúkratryggingar Íslands um breytingar á rammasamningi vegna hækkunar á einingaverði vegna ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu í sængurlegu. „Við erum sem sagt að reyna fá leiðréttingu á launum því við höfum dregist aftur úr miðað við aðrar stéttir og sérstaklega hjá BHM,“ segir Steina Þórey Ragnarsdóttir, varaformaður Ljósmæðrafélags Íslands. Í lok febrúar voru fjórtán aðildarfélög BHM búin að samþykkja nýgerða kjarasamninga við ríkið. Ósamið er við þrjú aðildarfélög, meðal annars ljósmæður, sem vísuðu kjaradeilunni til ríkissáttasemjara, en þær hafa verið án samnings frá því í ágúst í fyrra. Ljósmæðrafélag Íslands boðaði til samstöðufundar fyrir utan hús Ríkissáttasemjara í dag, á sama tíma og fundur í kjaradeilunni hófst og tóku á móti fólki með táknrænum hætti. Þeim til stuðnings mættu mæður með börn sín sem ljósmæðurnar höfðu tekið á móti og þá var fjármálaráðherra afhent stuðningsyfirlýsing tæplega sex þúsund einstaklinga sem styðja ljósmæður í kjarabaráttu sinni. „Síðan við fengum síðast launahækkanir að þá hafa aðrir hækkað um 18 prósent, en við sitjum eftir,“ segir Steina Þórey.Hver eru laun ljósmæðra í dag? „Lægstu launin eru í kringum 430 þúsund krónur, eftir sex ára háskólanám, fyrir nýútskrifaða ljósmóður,“ segir Steina Þórey. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu voru meðallaun ljósmæðra á árinu 2016 rúmlega átta hundruð og fjórtán þúsund krónur. Í september í fyrra voru meðallaun ljósmæðra rúmar sjö hundruð fjörutíu og fimm þúsund krónur og í byrjun síðasta sumars rúmar níu hundruð þúsund krónur. Þarna er átt við heildarlaun með vaktaálagi og vinnu utan hefðbundinnar vinnuviku. Til að knýja á um breytingar á rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands hefur stór hluti ljósmæðra tekið þá ákvörðun um að taka ekki að sér heimaþjónustu á meðan Sjúkratryggingar sjá sér ekki fært að bjóða raunhæfa hækkun á einingaverði þjónustunnar. Það er nú þegar farið að hafa áhrif á sængurdeild Landspítalans. „Já það er farið að gera það, verulega. Það segir sig sjálft þegar þú ert með fulla deild að þetta kostar mun meira heldur en nokkurn tímann sú þjónusta sem við erum að veita, þannig að ég veit ekki hvernig þetta endar,“ segir Hildur Sólveig Ragnarsdóttir, ljósmóðir, sem tók þátt í samstöðufundinum í dag. Fundi Ljósmæðrafélagsins við ríkið lauk síðdegis og sagði Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélagsins að eitthvað hefði þokast í viðræðum. Deiluaðilar hittast aftur hjá ríkissáttasemjara klukkan eitt á morgun.
Kjaramál Tengdar fréttir Stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Ljósmæður hafa verið samningslausar frá því í lok ágúst er úrskurður gerðardóms um kjör þeirra rann út. Kom úrskurðurinn í kjölfar verkfalls sem ljósmæður fóru í vorið 2015. 15. mars 2018 15:30 „Við erum algjörlega ósammála“ Ljósmæðrafélag Íslands efndi til samstöðufundar fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara nú síðdegis en klukkan 14 hófst fundur í kjaradeilu félagsins og samninganefndar ríkisins. 21. mars 2018 14:34 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Ljósmæður hafa verið samningslausar frá því í lok ágúst er úrskurður gerðardóms um kjör þeirra rann út. Kom úrskurðurinn í kjölfar verkfalls sem ljósmæður fóru í vorið 2015. 15. mars 2018 15:30
„Við erum algjörlega ósammála“ Ljósmæðrafélag Íslands efndi til samstöðufundar fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara nú síðdegis en klukkan 14 hófst fundur í kjaradeilu félagsins og samninganefndar ríkisins. 21. mars 2018 14:34