Eigi leið þú oss í freistni Þórlindur Kjartansson skrifar 23. mars 2018 07:00 Hvaða stælar eru það í Guði að vilja leiða fólk í freistni? Í bæninni sem Jesús kenndi er ekki beðið um hjálp við að standast freistingar, eða sneiða hjá freistingum–heldur er Guð náðarsamlegast beðinn um að toga mann ekki beinlínis í átt til glötunar. Er lífið ekki nógu flókið samt? Því er oft haldið fram að hér sé um ónákvæmni í þýðingu að halda, og bæði prestar og fræðimenn velta því stundum fyrir sér hvort ekki sé réttast að leiðrétta bænina örlítið. Meira að segja hinn „óskeikuli“ páfi í Róm hefur léð máls á því að lagfæra þetta orðalag. „Það er Satan sem leiðir okkur í freistni, það er hans deild,“ er haft eftir Frans páfa. Páfinn vill meina að réttara væri að í bæninni sé leitast eftir mótstöðuþreki til þess að standast freistingarnar.Freistingarnar sigra En orðalagið í bæninni er auðvitað engin tilviljun. Það virðist nefnilega vera nánast óbrigðull sannleikur um mannlegt eðli, og hefur örugglega ekki breyst frá því Fjallræðan var flutt, að freistingarnar sigra viljastyrkinn fyrr eða síðar. Jafnvel þeir allra viljasterkustu og öguðustu láta á endanum undan freistingunum ef þeim er stöðugt veifað framan í þá. Og það sama gildir um mótstöðuþrekið gagnvart freistingum eins og annað líkamlegt og andlegt þrek—að það þverr með áreynslu. Þetta hafa alls konar sálfræðirannsóknir leitt í ljós. Sá sem af óbilandi viljastyrk neitar sér tíu sinnum um kleinuhring og konfektmola yfir daginn finnur sjálfan sig gjarnan á kvöldin með tóman kexpakka í höndunum, súkkulaðisleikjur út á kinnar og mylsnu í náttfötunum. Þótt mikilvægt sé að efla mótstöðuþrek sitt, er sennilega eina raunhæfa leiðin til að falla ekki í freistni að forðast freistingarnar en ekki standast þær. Þetta þekkja auðvitað allir þeir sem hafa þurft að venja sig af einhverjum ósiðum eða fíknum. Sá sem hefur orðið háður áfengi þarf að byrja á því að hella niður öllu sem til er á heimilinu og helst að forðast allar aðstæður þar sem verið er að glenna framan í hann brennivín. Þeir sem vilja draga úr notkun snjallsímans komast yfirleitt að því að besta leiðin til þess er að skilja hann við sig til lengri eða skemmri tíma—og allir vita hver eru líklegustu örlög súkkulaðis og sætinda sem húsráðendur eiga í skápum fyrir óvænta gesti.Frelsið er yndislegt Það er nefnilega pínlegt frá því að segja fyrir okkur sem trúum umfram allt annað á frelsi einstaklingins—að mjög oft er okkur sjálfum alls ekki treystandi til þess að taka bestu ákvarðanirnar fyrir okkur sjálf. Við þurfum sem sagt ekki bara að biðja um styrk til að taka rétta ákvörðun—heldur þurfum við að biðja um að valkostir okkar séu skilyrtir og takmarkaðir; að við séum ekki leidd í freistni. Mér varð hugsað til þessa nýlega þegar ég barðist á hvítum hnúum gegn ærandi löngun í bragðlausa og ólystuga nikótíntöflu sem ég vandi mig á að nota fyrir nokkrum árum. Eins og margir hafði ég álpast til þess að ánetjast sígarettum en fannst orðið tímabært að láta af þeim ósið, enda mátti heita augljóst að kappreykingar í dúnúlpu á götuhornum í íslenskum vetrarhríðum eiga ekkert skylt við nautn en allt skylt við fíkn. Mér reyndist hins vegar mun erfiðara að hætta af fúsum og frjálsum vilja heldur en að byrja af fúsum og frjálsum vilja þannig að ég hlýddi því ráði að svala þörfinni tímabundið með þessum töflum. Þetta var mikið óheillaskref því ég varð fljótlega jafn ánetjaður töflunum eins og sígarettunum áður. Geri ég það sem ég vil? Af þessu tilefni gerði ég stutta könnun á Facebook og bað um reynslusögur. Tilgáta mín var sú að þeir sem reynt hefðu að hætta að reykja með aðstoð nikótínlyfja hefðu að jafnaði orðið nákvæmlega eins háðir tyggjói, töflum og plástrum eins og sígarettunum. Þetta reyndist almennt vera rétt. Fólk festist í nikótínlyfjunum í ár og áratugi eftir að það hættir að reykja. En þó voru á þessu áberandi undantekningar. Þeir sem höfðu hætt að reykja þegar nikótínlyfin voru lyfseðilsskyld og höfðu fylgt nákvæmlega fyrirmælum lækna um skammtastærðir höfðu margir náð að losa sig algjörlega undan fíkninni, á meðan hinir sem nutu þess frelsis að geta skammtað ofan í sig eitrið voru að jafnaði áfram fastir í fjötrum nikótínfíknar löngu eftir að þeir drápu í síðustu sígarettunni. Þótt öll þurfum við að bera ábyrgð á sjálfum okkur og eigum heimtingu bæði á frelsi og mannvirðingu þá er gott að hafa það stundum í huga að mikilvægasta valfrelsið felst stundum í því að fjarlægja valið og takmarka frelsið—að búa svo um hnútana að maður leiðist ekki út í freistni. Það er nefnilega furðuoft sem maður notar ekki frelsið til þess að gera það sem maður vill, heldur hið þveröfuga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvaða stælar eru það í Guði að vilja leiða fólk í freistni? Í bæninni sem Jesús kenndi er ekki beðið um hjálp við að standast freistingar, eða sneiða hjá freistingum–heldur er Guð náðarsamlegast beðinn um að toga mann ekki beinlínis í átt til glötunar. Er lífið ekki nógu flókið samt? Því er oft haldið fram að hér sé um ónákvæmni í þýðingu að halda, og bæði prestar og fræðimenn velta því stundum fyrir sér hvort ekki sé réttast að leiðrétta bænina örlítið. Meira að segja hinn „óskeikuli“ páfi í Róm hefur léð máls á því að lagfæra þetta orðalag. „Það er Satan sem leiðir okkur í freistni, það er hans deild,“ er haft eftir Frans páfa. Páfinn vill meina að réttara væri að í bæninni sé leitast eftir mótstöðuþreki til þess að standast freistingarnar.Freistingarnar sigra En orðalagið í bæninni er auðvitað engin tilviljun. Það virðist nefnilega vera nánast óbrigðull sannleikur um mannlegt eðli, og hefur örugglega ekki breyst frá því Fjallræðan var flutt, að freistingarnar sigra viljastyrkinn fyrr eða síðar. Jafnvel þeir allra viljasterkustu og öguðustu láta á endanum undan freistingunum ef þeim er stöðugt veifað framan í þá. Og það sama gildir um mótstöðuþrekið gagnvart freistingum eins og annað líkamlegt og andlegt þrek—að það þverr með áreynslu. Þetta hafa alls konar sálfræðirannsóknir leitt í ljós. Sá sem af óbilandi viljastyrk neitar sér tíu sinnum um kleinuhring og konfektmola yfir daginn finnur sjálfan sig gjarnan á kvöldin með tóman kexpakka í höndunum, súkkulaðisleikjur út á kinnar og mylsnu í náttfötunum. Þótt mikilvægt sé að efla mótstöðuþrek sitt, er sennilega eina raunhæfa leiðin til að falla ekki í freistni að forðast freistingarnar en ekki standast þær. Þetta þekkja auðvitað allir þeir sem hafa þurft að venja sig af einhverjum ósiðum eða fíknum. Sá sem hefur orðið háður áfengi þarf að byrja á því að hella niður öllu sem til er á heimilinu og helst að forðast allar aðstæður þar sem verið er að glenna framan í hann brennivín. Þeir sem vilja draga úr notkun snjallsímans komast yfirleitt að því að besta leiðin til þess er að skilja hann við sig til lengri eða skemmri tíma—og allir vita hver eru líklegustu örlög súkkulaðis og sætinda sem húsráðendur eiga í skápum fyrir óvænta gesti.Frelsið er yndislegt Það er nefnilega pínlegt frá því að segja fyrir okkur sem trúum umfram allt annað á frelsi einstaklingins—að mjög oft er okkur sjálfum alls ekki treystandi til þess að taka bestu ákvarðanirnar fyrir okkur sjálf. Við þurfum sem sagt ekki bara að biðja um styrk til að taka rétta ákvörðun—heldur þurfum við að biðja um að valkostir okkar séu skilyrtir og takmarkaðir; að við séum ekki leidd í freistni. Mér varð hugsað til þessa nýlega þegar ég barðist á hvítum hnúum gegn ærandi löngun í bragðlausa og ólystuga nikótíntöflu sem ég vandi mig á að nota fyrir nokkrum árum. Eins og margir hafði ég álpast til þess að ánetjast sígarettum en fannst orðið tímabært að láta af þeim ósið, enda mátti heita augljóst að kappreykingar í dúnúlpu á götuhornum í íslenskum vetrarhríðum eiga ekkert skylt við nautn en allt skylt við fíkn. Mér reyndist hins vegar mun erfiðara að hætta af fúsum og frjálsum vilja heldur en að byrja af fúsum og frjálsum vilja þannig að ég hlýddi því ráði að svala þörfinni tímabundið með þessum töflum. Þetta var mikið óheillaskref því ég varð fljótlega jafn ánetjaður töflunum eins og sígarettunum áður. Geri ég það sem ég vil? Af þessu tilefni gerði ég stutta könnun á Facebook og bað um reynslusögur. Tilgáta mín var sú að þeir sem reynt hefðu að hætta að reykja með aðstoð nikótínlyfja hefðu að jafnaði orðið nákvæmlega eins háðir tyggjói, töflum og plástrum eins og sígarettunum. Þetta reyndist almennt vera rétt. Fólk festist í nikótínlyfjunum í ár og áratugi eftir að það hættir að reykja. En þó voru á þessu áberandi undantekningar. Þeir sem höfðu hætt að reykja þegar nikótínlyfin voru lyfseðilsskyld og höfðu fylgt nákvæmlega fyrirmælum lækna um skammtastærðir höfðu margir náð að losa sig algjörlega undan fíkninni, á meðan hinir sem nutu þess frelsis að geta skammtað ofan í sig eitrið voru að jafnaði áfram fastir í fjötrum nikótínfíknar löngu eftir að þeir drápu í síðustu sígarettunni. Þótt öll þurfum við að bera ábyrgð á sjálfum okkur og eigum heimtingu bæði á frelsi og mannvirðingu þá er gott að hafa það stundum í huga að mikilvægasta valfrelsið felst stundum í því að fjarlægja valið og takmarka frelsið—að búa svo um hnútana að maður leiðist ekki út í freistni. Það er nefnilega furðuoft sem maður notar ekki frelsið til þess að gera það sem maður vill, heldur hið þveröfuga.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar