Losun gróðurhúsalofttegunda frá orku aldrei meiri en í fyrra Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2018 18:07 Hagvexti í heiminum fylgdi aukin losun í fyrra. Þrjú ár á undan þar sem losun stóð í stað hafði vakið vonir um að samband þar á milli hefði rofnað. Vísir/AFP Mikil eftirspurn eftir orku og minni framfarir í orkunýtni urðu til þess að losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuframleiðslu í heiminum jókst upp í 32,5 milljarða tonna í fyrra. Losunin hafði verið stöðug í þrjú ár á undan. Alþjóðaorkustofnunin varar við því að núverandi loftslagsaðgerðir ríkja heims gangi ekki nógu langt. Losunin jókst um 1,4% í fyrra miðað við árið áður og hefur hún aldrei verið meiri eftir að menn byrjuðu að brenna jarðefnaeldsneyti. Sá bruni er meginuppspretta losunar manna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun. Efnahagsvöxtur leiddi til aukinnar orkueftirspurnar samkvæmt greiningu Alþjóðaorkustofnunarinnar. Eftirspurnin jókst um 2,1% í fyrra og var það tvöföldun á aukningu ársins 2016. Um 70% af eftirspurninni var mætt með jarðefnaeldsneyti; olíu, gasi og kolum, að því er segir í frétt Reuters. Asíuríki átti tvo þriðju hluta aukningarinnar í fyrra. Losun Kínverja jókst um 1,7% og var 9,1 milljarður tonna. Vöxtur í endurnýjanlegum orkugjöfum og hröð skipti úr kolum yfir í jarðgas drógu þó úr vextinum. Flest stærstu iðnríki heims juku einnig losun sína. Þó dróst losun Breta, Bandaríkjamanna, Mexíkóa og Japana lítillega saman á milli ára.Ekki nóg að gertParsísarsamkomulaginu sem ríki heims samþykktu árið 2015 er ætlað að draga úr losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Fatih Birol, forstjóri Alþjóðaorkustofnunarinnar, segir tölurnar nú benda til þess að ekki sé nóg að gert. „Verulegur vöxtur í koltvísýringslosun sem tengist orku í heiminum árið 2017 segir okkur að núverandi aðgerðir til þess að takast á við loftslagsbreytingar séu langt frá því að nægja,“ segir Birol sem bendir meðal annars á að stjórnvöld víða um heim hafi sett minni áherslu á að setja reglur um orkusparnýtni. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að stöðnun losunarinnar þrjú árin fyrir 2017 hafi gefið sérfræðingum tilefni til að vona að vatnaskil hefðu orðið í orkuhagkerfi heimsins. Vaxandi efnahagsumsvifum fylgdi ekki lengur aukin losun. Loftslagsmál Tengdar fréttir Fjölgun jepplinga vinnur gegn samdrætti í losun Á sama tíma og bílaframleiðendur lofa að einbeita sér meira að umhverfisvænni bifreiðum fjárfesta þeir grimmt í þróun jepplinga sem eyða allt að 30% meira eldsneyti en minni bensínbílar. 5. mars 2018 15:14 Meiri ógn af sífreranum nyrst á norðurhjara Allt að fimmfalt meira magn kolefnis er bundið í sífrera á norðanverðu norðurskautinu en sunnar. Verulegt magn gróðurhúsalofttegunda gæti losnað þaðan þegar á þessari öld. 12. mars 2018 14:30 Losun Bretlands hefur ekki verið minni frá lokum 19. aldar Bretar losa nú 38% minna af koltvísýringi en þeir gerðu árið 1990. 7. mars 2018 16:35 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira
Mikil eftirspurn eftir orku og minni framfarir í orkunýtni urðu til þess að losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuframleiðslu í heiminum jókst upp í 32,5 milljarða tonna í fyrra. Losunin hafði verið stöðug í þrjú ár á undan. Alþjóðaorkustofnunin varar við því að núverandi loftslagsaðgerðir ríkja heims gangi ekki nógu langt. Losunin jókst um 1,4% í fyrra miðað við árið áður og hefur hún aldrei verið meiri eftir að menn byrjuðu að brenna jarðefnaeldsneyti. Sá bruni er meginuppspretta losunar manna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun. Efnahagsvöxtur leiddi til aukinnar orkueftirspurnar samkvæmt greiningu Alþjóðaorkustofnunarinnar. Eftirspurnin jókst um 2,1% í fyrra og var það tvöföldun á aukningu ársins 2016. Um 70% af eftirspurninni var mætt með jarðefnaeldsneyti; olíu, gasi og kolum, að því er segir í frétt Reuters. Asíuríki átti tvo þriðju hluta aukningarinnar í fyrra. Losun Kínverja jókst um 1,7% og var 9,1 milljarður tonna. Vöxtur í endurnýjanlegum orkugjöfum og hröð skipti úr kolum yfir í jarðgas drógu þó úr vextinum. Flest stærstu iðnríki heims juku einnig losun sína. Þó dróst losun Breta, Bandaríkjamanna, Mexíkóa og Japana lítillega saman á milli ára.Ekki nóg að gertParsísarsamkomulaginu sem ríki heims samþykktu árið 2015 er ætlað að draga úr losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Fatih Birol, forstjóri Alþjóðaorkustofnunarinnar, segir tölurnar nú benda til þess að ekki sé nóg að gert. „Verulegur vöxtur í koltvísýringslosun sem tengist orku í heiminum árið 2017 segir okkur að núverandi aðgerðir til þess að takast á við loftslagsbreytingar séu langt frá því að nægja,“ segir Birol sem bendir meðal annars á að stjórnvöld víða um heim hafi sett minni áherslu á að setja reglur um orkusparnýtni. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að stöðnun losunarinnar þrjú árin fyrir 2017 hafi gefið sérfræðingum tilefni til að vona að vatnaskil hefðu orðið í orkuhagkerfi heimsins. Vaxandi efnahagsumsvifum fylgdi ekki lengur aukin losun.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Fjölgun jepplinga vinnur gegn samdrætti í losun Á sama tíma og bílaframleiðendur lofa að einbeita sér meira að umhverfisvænni bifreiðum fjárfesta þeir grimmt í þróun jepplinga sem eyða allt að 30% meira eldsneyti en minni bensínbílar. 5. mars 2018 15:14 Meiri ógn af sífreranum nyrst á norðurhjara Allt að fimmfalt meira magn kolefnis er bundið í sífrera á norðanverðu norðurskautinu en sunnar. Verulegt magn gróðurhúsalofttegunda gæti losnað þaðan þegar á þessari öld. 12. mars 2018 14:30 Losun Bretlands hefur ekki verið minni frá lokum 19. aldar Bretar losa nú 38% minna af koltvísýringi en þeir gerðu árið 1990. 7. mars 2018 16:35 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira
Fjölgun jepplinga vinnur gegn samdrætti í losun Á sama tíma og bílaframleiðendur lofa að einbeita sér meira að umhverfisvænni bifreiðum fjárfesta þeir grimmt í þróun jepplinga sem eyða allt að 30% meira eldsneyti en minni bensínbílar. 5. mars 2018 15:14
Meiri ógn af sífreranum nyrst á norðurhjara Allt að fimmfalt meira magn kolefnis er bundið í sífrera á norðanverðu norðurskautinu en sunnar. Verulegt magn gróðurhúsalofttegunda gæti losnað þaðan þegar á þessari öld. 12. mars 2018 14:30
Losun Bretlands hefur ekki verið minni frá lokum 19. aldar Bretar losa nú 38% minna af koltvísýringi en þeir gerðu árið 1990. 7. mars 2018 16:35
Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45