Losun gróðurhúsalofttegunda frá orku aldrei meiri en í fyrra Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2018 18:07 Hagvexti í heiminum fylgdi aukin losun í fyrra. Þrjú ár á undan þar sem losun stóð í stað hafði vakið vonir um að samband þar á milli hefði rofnað. Vísir/AFP Mikil eftirspurn eftir orku og minni framfarir í orkunýtni urðu til þess að losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuframleiðslu í heiminum jókst upp í 32,5 milljarða tonna í fyrra. Losunin hafði verið stöðug í þrjú ár á undan. Alþjóðaorkustofnunin varar við því að núverandi loftslagsaðgerðir ríkja heims gangi ekki nógu langt. Losunin jókst um 1,4% í fyrra miðað við árið áður og hefur hún aldrei verið meiri eftir að menn byrjuðu að brenna jarðefnaeldsneyti. Sá bruni er meginuppspretta losunar manna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun. Efnahagsvöxtur leiddi til aukinnar orkueftirspurnar samkvæmt greiningu Alþjóðaorkustofnunarinnar. Eftirspurnin jókst um 2,1% í fyrra og var það tvöföldun á aukningu ársins 2016. Um 70% af eftirspurninni var mætt með jarðefnaeldsneyti; olíu, gasi og kolum, að því er segir í frétt Reuters. Asíuríki átti tvo þriðju hluta aukningarinnar í fyrra. Losun Kínverja jókst um 1,7% og var 9,1 milljarður tonna. Vöxtur í endurnýjanlegum orkugjöfum og hröð skipti úr kolum yfir í jarðgas drógu þó úr vextinum. Flest stærstu iðnríki heims juku einnig losun sína. Þó dróst losun Breta, Bandaríkjamanna, Mexíkóa og Japana lítillega saman á milli ára.Ekki nóg að gertParsísarsamkomulaginu sem ríki heims samþykktu árið 2015 er ætlað að draga úr losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Fatih Birol, forstjóri Alþjóðaorkustofnunarinnar, segir tölurnar nú benda til þess að ekki sé nóg að gert. „Verulegur vöxtur í koltvísýringslosun sem tengist orku í heiminum árið 2017 segir okkur að núverandi aðgerðir til þess að takast á við loftslagsbreytingar séu langt frá því að nægja,“ segir Birol sem bendir meðal annars á að stjórnvöld víða um heim hafi sett minni áherslu á að setja reglur um orkusparnýtni. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að stöðnun losunarinnar þrjú árin fyrir 2017 hafi gefið sérfræðingum tilefni til að vona að vatnaskil hefðu orðið í orkuhagkerfi heimsins. Vaxandi efnahagsumsvifum fylgdi ekki lengur aukin losun. Loftslagsmál Tengdar fréttir Fjölgun jepplinga vinnur gegn samdrætti í losun Á sama tíma og bílaframleiðendur lofa að einbeita sér meira að umhverfisvænni bifreiðum fjárfesta þeir grimmt í þróun jepplinga sem eyða allt að 30% meira eldsneyti en minni bensínbílar. 5. mars 2018 15:14 Meiri ógn af sífreranum nyrst á norðurhjara Allt að fimmfalt meira magn kolefnis er bundið í sífrera á norðanverðu norðurskautinu en sunnar. Verulegt magn gróðurhúsalofttegunda gæti losnað þaðan þegar á þessari öld. 12. mars 2018 14:30 Losun Bretlands hefur ekki verið minni frá lokum 19. aldar Bretar losa nú 38% minna af koltvísýringi en þeir gerðu árið 1990. 7. mars 2018 16:35 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Mikil eftirspurn eftir orku og minni framfarir í orkunýtni urðu til þess að losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuframleiðslu í heiminum jókst upp í 32,5 milljarða tonna í fyrra. Losunin hafði verið stöðug í þrjú ár á undan. Alþjóðaorkustofnunin varar við því að núverandi loftslagsaðgerðir ríkja heims gangi ekki nógu langt. Losunin jókst um 1,4% í fyrra miðað við árið áður og hefur hún aldrei verið meiri eftir að menn byrjuðu að brenna jarðefnaeldsneyti. Sá bruni er meginuppspretta losunar manna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun. Efnahagsvöxtur leiddi til aukinnar orkueftirspurnar samkvæmt greiningu Alþjóðaorkustofnunarinnar. Eftirspurnin jókst um 2,1% í fyrra og var það tvöföldun á aukningu ársins 2016. Um 70% af eftirspurninni var mætt með jarðefnaeldsneyti; olíu, gasi og kolum, að því er segir í frétt Reuters. Asíuríki átti tvo þriðju hluta aukningarinnar í fyrra. Losun Kínverja jókst um 1,7% og var 9,1 milljarður tonna. Vöxtur í endurnýjanlegum orkugjöfum og hröð skipti úr kolum yfir í jarðgas drógu þó úr vextinum. Flest stærstu iðnríki heims juku einnig losun sína. Þó dróst losun Breta, Bandaríkjamanna, Mexíkóa og Japana lítillega saman á milli ára.Ekki nóg að gertParsísarsamkomulaginu sem ríki heims samþykktu árið 2015 er ætlað að draga úr losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Fatih Birol, forstjóri Alþjóðaorkustofnunarinnar, segir tölurnar nú benda til þess að ekki sé nóg að gert. „Verulegur vöxtur í koltvísýringslosun sem tengist orku í heiminum árið 2017 segir okkur að núverandi aðgerðir til þess að takast á við loftslagsbreytingar séu langt frá því að nægja,“ segir Birol sem bendir meðal annars á að stjórnvöld víða um heim hafi sett minni áherslu á að setja reglur um orkusparnýtni. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að stöðnun losunarinnar þrjú árin fyrir 2017 hafi gefið sérfræðingum tilefni til að vona að vatnaskil hefðu orðið í orkuhagkerfi heimsins. Vaxandi efnahagsumsvifum fylgdi ekki lengur aukin losun.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Fjölgun jepplinga vinnur gegn samdrætti í losun Á sama tíma og bílaframleiðendur lofa að einbeita sér meira að umhverfisvænni bifreiðum fjárfesta þeir grimmt í þróun jepplinga sem eyða allt að 30% meira eldsneyti en minni bensínbílar. 5. mars 2018 15:14 Meiri ógn af sífreranum nyrst á norðurhjara Allt að fimmfalt meira magn kolefnis er bundið í sífrera á norðanverðu norðurskautinu en sunnar. Verulegt magn gróðurhúsalofttegunda gæti losnað þaðan þegar á þessari öld. 12. mars 2018 14:30 Losun Bretlands hefur ekki verið minni frá lokum 19. aldar Bretar losa nú 38% minna af koltvísýringi en þeir gerðu árið 1990. 7. mars 2018 16:35 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Fjölgun jepplinga vinnur gegn samdrætti í losun Á sama tíma og bílaframleiðendur lofa að einbeita sér meira að umhverfisvænni bifreiðum fjárfesta þeir grimmt í þróun jepplinga sem eyða allt að 30% meira eldsneyti en minni bensínbílar. 5. mars 2018 15:14
Meiri ógn af sífreranum nyrst á norðurhjara Allt að fimmfalt meira magn kolefnis er bundið í sífrera á norðanverðu norðurskautinu en sunnar. Verulegt magn gróðurhúsalofttegunda gæti losnað þaðan þegar á þessari öld. 12. mars 2018 14:30
Losun Bretlands hefur ekki verið minni frá lokum 19. aldar Bretar losa nú 38% minna af koltvísýringi en þeir gerðu árið 1990. 7. mars 2018 16:35
Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45