Trump skrifar undir fjárlög með semingi Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2018 21:15 Trump kallaði útgjaldafrumvarp þingsins fáránlegt en skrifaði engu að síður undir það. Vísir/AFP Enn einni lokun bandarísku alríkisstjórnarinnar var forðað í dag þegar Donald Trump forseti skrifaði undir fjárlög sem Bandaríkjaþing samþykkti í vikunni. Trump hafði hótað að beita neitunarvaldi en skrifaði á endanum undir með þeim orðum að hann myndi aldrei aftur fallast á slík fjárlög. Eftir japl, jaml og fuður náðu repúblikanar og demókratar samkomulagi um fjárlög í vikunni. Síðasta fjárlagaári lauk í september en síðan þá hefur alríkisstjórnin verið rekin með tímabundnum fjárveitingarheimilum sem þingið hefur samþykkt á nokkurra mánaða fresti. Rekstur alríkisstjórnarinnar hefur í tvígang stöðvast, í skamman tíma þó, vegna átaka um innihald fjárlaganna. Þingmenn höfðu frest þangað til á miðnætti í kvöld til að samþykkja nýtt útgjaldafrumvarp.Hótun eftir að þingmenn voru farnir úr bænum Eina sem vantaði upp á var undirskrift Trump forseta. Því olli það skiljanlega ringulreið þegar Trump tísti í morgun um að hann væri að íhuga að beita neitunarvaldi. Þá voru þingmenn þegar á leið frá Washington-borg í tveggja vikna þinghlé, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Ástæðuna sagði Trump þá að ekki væri kveðið á um fulla fjármögnun landamæramúrs hans og að demókratar hefðu gefið svonefnda DACA-þega algerlega upp á bátinn. Það eru innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna þegar þeir voru börn. Trump batt enda á DACA-áætlun Baracks Obama, forvera síns í embætti, sem varði þá fyrir brottvísun síðasta haust. Demókratar leyfðu rekstri alríkisstjórnarinnar að stöðvast í nokkra daga til að knýja á um lausn fyrir DACA-skjólstæðinga í janúar. Í fjárlögunum er kveðið á um 1,6 milljarða dollara fyrir múrinn á landamærunum að Mexíkó. Trump hafði krafist 25 milljarða dollara. Demókratar höfðu raunar boðið Trump samkomulag um landamæramúrinn. Þeir voru tilbúnir að fallast á fulla fjármögnun hans gegn því að skjólstæðingar DACA-áætlunarinnar hlytu áframhaldandi vernd. Trump hafnaði því tilboði hins vegar vegna þess að í því fólst ekki niðurskurður í komum löglegra innflytjenda sem hann vildi.Fjármögnun ríkisins tryggð í sex mánuði Síðdegis hafði Trump hins vegar undið kvæði sínu í kross. Tilkynnti hann fréttamönnum að hann hygðist skrifa undir fjárlögin. „En ég segi við þingið að ég mun aldrei skrifa undir frumvarp af þessu tagi aftur. Ég ætla ekki að gera það,“ sagði Trump sem réttlætti það með því að hann vildi ekki koma í veg fyrir stóraukin útgjöld til hersins sem fjárlögin fela í sér. Þar með lýkur nær mánaðarlegum átökum á Bandaríkjaþingi þar sem lokun alríkisstjórnarinnar hefur verið undir en aðeins tímabundið þó. Fjárlögin gilda út september. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. 20. janúar 2018 07:47 Samkomulag um að auka ríkisútgjöld um 500 milljarða dollara Þverpólitískt fjárlagafrumvarp sem samþykkja þarf í dag mætir þó andstöðu innan raða beggja flokka. 8. febrúar 2018 12:19 Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Ólíklegt er hins vegar að tillagan eigi eftir að falla í kramið, hvorki hjá harðlínumönnum í innflytjendamálum né frjálslyndum demókrötum. 25. janúar 2018 23:29 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Enn einni lokun bandarísku alríkisstjórnarinnar var forðað í dag þegar Donald Trump forseti skrifaði undir fjárlög sem Bandaríkjaþing samþykkti í vikunni. Trump hafði hótað að beita neitunarvaldi en skrifaði á endanum undir með þeim orðum að hann myndi aldrei aftur fallast á slík fjárlög. Eftir japl, jaml og fuður náðu repúblikanar og demókratar samkomulagi um fjárlög í vikunni. Síðasta fjárlagaári lauk í september en síðan þá hefur alríkisstjórnin verið rekin með tímabundnum fjárveitingarheimilum sem þingið hefur samþykkt á nokkurra mánaða fresti. Rekstur alríkisstjórnarinnar hefur í tvígang stöðvast, í skamman tíma þó, vegna átaka um innihald fjárlaganna. Þingmenn höfðu frest þangað til á miðnætti í kvöld til að samþykkja nýtt útgjaldafrumvarp.Hótun eftir að þingmenn voru farnir úr bænum Eina sem vantaði upp á var undirskrift Trump forseta. Því olli það skiljanlega ringulreið þegar Trump tísti í morgun um að hann væri að íhuga að beita neitunarvaldi. Þá voru þingmenn þegar á leið frá Washington-borg í tveggja vikna þinghlé, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Ástæðuna sagði Trump þá að ekki væri kveðið á um fulla fjármögnun landamæramúrs hans og að demókratar hefðu gefið svonefnda DACA-þega algerlega upp á bátinn. Það eru innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna þegar þeir voru börn. Trump batt enda á DACA-áætlun Baracks Obama, forvera síns í embætti, sem varði þá fyrir brottvísun síðasta haust. Demókratar leyfðu rekstri alríkisstjórnarinnar að stöðvast í nokkra daga til að knýja á um lausn fyrir DACA-skjólstæðinga í janúar. Í fjárlögunum er kveðið á um 1,6 milljarða dollara fyrir múrinn á landamærunum að Mexíkó. Trump hafði krafist 25 milljarða dollara. Demókratar höfðu raunar boðið Trump samkomulag um landamæramúrinn. Þeir voru tilbúnir að fallast á fulla fjármögnun hans gegn því að skjólstæðingar DACA-áætlunarinnar hlytu áframhaldandi vernd. Trump hafnaði því tilboði hins vegar vegna þess að í því fólst ekki niðurskurður í komum löglegra innflytjenda sem hann vildi.Fjármögnun ríkisins tryggð í sex mánuði Síðdegis hafði Trump hins vegar undið kvæði sínu í kross. Tilkynnti hann fréttamönnum að hann hygðist skrifa undir fjárlögin. „En ég segi við þingið að ég mun aldrei skrifa undir frumvarp af þessu tagi aftur. Ég ætla ekki að gera það,“ sagði Trump sem réttlætti það með því að hann vildi ekki koma í veg fyrir stóraukin útgjöld til hersins sem fjárlögin fela í sér. Þar með lýkur nær mánaðarlegum átökum á Bandaríkjaþingi þar sem lokun alríkisstjórnarinnar hefur verið undir en aðeins tímabundið þó. Fjárlögin gilda út september.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. 20. janúar 2018 07:47 Samkomulag um að auka ríkisútgjöld um 500 milljarða dollara Þverpólitískt fjárlagafrumvarp sem samþykkja þarf í dag mætir þó andstöðu innan raða beggja flokka. 8. febrúar 2018 12:19 Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Ólíklegt er hins vegar að tillagan eigi eftir að falla í kramið, hvorki hjá harðlínumönnum í innflytjendamálum né frjálslyndum demókrötum. 25. janúar 2018 23:29 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56
Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. 20. janúar 2018 07:47
Samkomulag um að auka ríkisútgjöld um 500 milljarða dollara Þverpólitískt fjárlagafrumvarp sem samþykkja þarf í dag mætir þó andstöðu innan raða beggja flokka. 8. febrúar 2018 12:19
Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Ólíklegt er hins vegar að tillagan eigi eftir að falla í kramið, hvorki hjá harðlínumönnum í innflytjendamálum né frjálslyndum demókrötum. 25. janúar 2018 23:29