Nýr ráðgjafi Trump sagður hafa nýtt Facebook-gögn Cambridge Analytica Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2018 22:45 Bolton vildi finna bestu leiðirnar til að koma skilaboðum sínum um herskáa utanríkisstefnu að hjá kjósendum. Því leitaði hann til Cambridge Analytica. Vísir/AFP Pólitísk aðgerðanefnd sem nýr þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump stofnaði var einn fyrsti viðskiptavinur breska greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica árið 2014. Fyrrverandi starfsmaður fyrirtæksins segir að illa fengin Facebook-gögn hafi verið notuð við vinnuna fyrir nefndina og að fulltrúar hennar hafi vitað af því. Cambridge Analytica hefur verið sakað um að hafa notað persónuupplýsingar um fimmtíu milljónir Facebook-notenda sem það fékk í trássi við reglur samfélagsmiðilsins. Gögnin notaði fyrirtækið til þess að hafa áhrif á hegðun fólks með sérsniðnum áróðri sem var byggður á sálfræðilegri greiningu á gögnunum. Fyrirtækið vann fyrir framboð Trump fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Á leynilegum upptökum sem Channel 4-sjónvarpsstöðin birti í vikunni sáust stjórnendur Cambridge Analytica tala um að fyrirtækið hefði unnið með leynd í kosningum víða um heim. Lýstu þeir meðal annars hvernig þeir gætu leitt pólitíska andstæðinga í gildru með mútum og vændiskonum. Dómari í Bretlandi veitti persónuvernd landsins heimild til að gera húsleit á skrifstofu Cambridge Analytica í dag.Vildu gera kjósendur herskárriNew York Times segir nú að pólitísk aðgerðanefnd sem John Bolton, sem Trump Bandaríkjaforseti hefur ráðið sem nýjan þjóðaröryggisráðgjafa sinn, stofnaði hafi keypt þjónustu Cambridge Analytica í ágúst árið 2014. Það var á þeim tíma sem fyrirtækið er sagt hafa notast við Facebook-gögn sem það hafði fengið frá þróanda persónuleikaprófs á samfélagsmiðlinum. Óheimilt er samkvæmt reglum Facebook fyrir þróendur slíkra snjallforrita að selja persónuupplýsingum um notendur áfram til þriðja aðila. Nefnd Bolton réði Cambridge Analytica sérstaklega til þess að búa til sálfræðilega greiningu á kjósendum. Í samningi þeirra var talað um „hegðunarlega örmarkhópagreiningu með atferlisfræðilegum skilaboðum“. „Gögnin og líkönin sem aðgerðanefnd Bolton fékk komu úr Facebook-gögnunum. Við sögðum þeim örugglega frá því hvernig við gerðum það. Við töluðum um það á símafundum, á fundum,“ segir Christopher Wylie, gagnasérfræðingur sem vann fyrir Cambridge Analytica sem hefur verið heimildarmaður umfjallana New York Times og The Observer um meint misferli fyrirtækisins. Wylie segir að aðgerðanefnd Bolton hafi viljað rannsóknir og auglýsingar um þjóðaröryggismál. Afrakstur greiningar Cambridge Analytica var notaður í auglýsingar fyrir frambjóðendur sem aðgerðanefnd Bolton studdi. Fyrirtækið skrifaði jafnvel röksemdir sem Bolton notaði síðan í málflutningi sínum. „Það þýddi í raun að gera fólk herskárra í heimssýn sinni. Það er það sem þeir sögðust vilja, að minnsta kosti,“ segir hann. Bolton er lýst sem „öfgahauki“ en harðlínumenn í utanríkis- og varnarmálum í Bandaríkjunum eru gjarnan kallaðir „haukar“. Hann var yfir vopnaeftirliti í ríkisstjórn George W. Bush þegar Bandaríkin fullyrtu að Saddam Hussein, einræðisherra Íraks, byggi yfir gereyðingarvopnum. Þau fundust hins vegar aldrei eftir innrás Bandaríkjamanna og Breta árið 2003. Þá hefur Bolton verið málsvari þess að Bandaríkin ráðist að fyrra bragði á Íran og Norður-Kóreu. Hann þykir svo ofstækisfullur í skoðunum að þingheimur neitaði að staðfesta skipan hans í embætti þegar Bush tilnefndi hann á sínum tíma. Þingmenn beggja flokka mótmæltu einnig þegar Trump vildi tilnefna hann sem aðstoðarutanríkisráðherra í fyrra. Trump tilkynnti í gær að hann ætlaði að skipa Bolton sem þjóðaröryggisráðgjafa sinn eftir afsögn H.R. McMaster. Bolton á að taka við 9. apríl. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þjóðaröryggisráðgjafi Trump hættir, harðlínumaður inn í staðinn Eftirmaður H.R. McMaster var yfir vopnaeftirlitsmálum þegar Bandaríkin sökuðu Írak um að búa yfir gereyðingarvopnum. Hann vill hefja stríð við Norður-Kóreu og Íran að fyrra bragði. 22. mars 2018 23:10 Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Húsleit heimiluð á skrifstofum Cambridge Analytica Persónuvernd Bretlands sækist eftir gögnum sem geta varpað ljósi á hvort að persónuupplýsingar af Facebook hafi verið notaðar til að sérsníða auglýsingar að kjósendum. 23. mars 2018 20:16 Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Pólitísk aðgerðanefnd sem nýr þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump stofnaði var einn fyrsti viðskiptavinur breska greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica árið 2014. Fyrrverandi starfsmaður fyrirtæksins segir að illa fengin Facebook-gögn hafi verið notuð við vinnuna fyrir nefndina og að fulltrúar hennar hafi vitað af því. Cambridge Analytica hefur verið sakað um að hafa notað persónuupplýsingar um fimmtíu milljónir Facebook-notenda sem það fékk í trássi við reglur samfélagsmiðilsins. Gögnin notaði fyrirtækið til þess að hafa áhrif á hegðun fólks með sérsniðnum áróðri sem var byggður á sálfræðilegri greiningu á gögnunum. Fyrirtækið vann fyrir framboð Trump fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Á leynilegum upptökum sem Channel 4-sjónvarpsstöðin birti í vikunni sáust stjórnendur Cambridge Analytica tala um að fyrirtækið hefði unnið með leynd í kosningum víða um heim. Lýstu þeir meðal annars hvernig þeir gætu leitt pólitíska andstæðinga í gildru með mútum og vændiskonum. Dómari í Bretlandi veitti persónuvernd landsins heimild til að gera húsleit á skrifstofu Cambridge Analytica í dag.Vildu gera kjósendur herskárriNew York Times segir nú að pólitísk aðgerðanefnd sem John Bolton, sem Trump Bandaríkjaforseti hefur ráðið sem nýjan þjóðaröryggisráðgjafa sinn, stofnaði hafi keypt þjónustu Cambridge Analytica í ágúst árið 2014. Það var á þeim tíma sem fyrirtækið er sagt hafa notast við Facebook-gögn sem það hafði fengið frá þróanda persónuleikaprófs á samfélagsmiðlinum. Óheimilt er samkvæmt reglum Facebook fyrir þróendur slíkra snjallforrita að selja persónuupplýsingum um notendur áfram til þriðja aðila. Nefnd Bolton réði Cambridge Analytica sérstaklega til þess að búa til sálfræðilega greiningu á kjósendum. Í samningi þeirra var talað um „hegðunarlega örmarkhópagreiningu með atferlisfræðilegum skilaboðum“. „Gögnin og líkönin sem aðgerðanefnd Bolton fékk komu úr Facebook-gögnunum. Við sögðum þeim örugglega frá því hvernig við gerðum það. Við töluðum um það á símafundum, á fundum,“ segir Christopher Wylie, gagnasérfræðingur sem vann fyrir Cambridge Analytica sem hefur verið heimildarmaður umfjallana New York Times og The Observer um meint misferli fyrirtækisins. Wylie segir að aðgerðanefnd Bolton hafi viljað rannsóknir og auglýsingar um þjóðaröryggismál. Afrakstur greiningar Cambridge Analytica var notaður í auglýsingar fyrir frambjóðendur sem aðgerðanefnd Bolton studdi. Fyrirtækið skrifaði jafnvel röksemdir sem Bolton notaði síðan í málflutningi sínum. „Það þýddi í raun að gera fólk herskárra í heimssýn sinni. Það er það sem þeir sögðust vilja, að minnsta kosti,“ segir hann. Bolton er lýst sem „öfgahauki“ en harðlínumenn í utanríkis- og varnarmálum í Bandaríkjunum eru gjarnan kallaðir „haukar“. Hann var yfir vopnaeftirliti í ríkisstjórn George W. Bush þegar Bandaríkin fullyrtu að Saddam Hussein, einræðisherra Íraks, byggi yfir gereyðingarvopnum. Þau fundust hins vegar aldrei eftir innrás Bandaríkjamanna og Breta árið 2003. Þá hefur Bolton verið málsvari þess að Bandaríkin ráðist að fyrra bragði á Íran og Norður-Kóreu. Hann þykir svo ofstækisfullur í skoðunum að þingheimur neitaði að staðfesta skipan hans í embætti þegar Bush tilnefndi hann á sínum tíma. Þingmenn beggja flokka mótmæltu einnig þegar Trump vildi tilnefna hann sem aðstoðarutanríkisráðherra í fyrra. Trump tilkynnti í gær að hann ætlaði að skipa Bolton sem þjóðaröryggisráðgjafa sinn eftir afsögn H.R. McMaster. Bolton á að taka við 9. apríl.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þjóðaröryggisráðgjafi Trump hættir, harðlínumaður inn í staðinn Eftirmaður H.R. McMaster var yfir vopnaeftirlitsmálum þegar Bandaríkin sökuðu Írak um að búa yfir gereyðingarvopnum. Hann vill hefja stríð við Norður-Kóreu og Íran að fyrra bragði. 22. mars 2018 23:10 Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Húsleit heimiluð á skrifstofum Cambridge Analytica Persónuvernd Bretlands sækist eftir gögnum sem geta varpað ljósi á hvort að persónuupplýsingar af Facebook hafi verið notaðar til að sérsníða auglýsingar að kjósendum. 23. mars 2018 20:16 Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi Trump hættir, harðlínumaður inn í staðinn Eftirmaður H.R. McMaster var yfir vopnaeftirlitsmálum þegar Bandaríkin sökuðu Írak um að búa yfir gereyðingarvopnum. Hann vill hefja stríð við Norður-Kóreu og Íran að fyrra bragði. 22. mars 2018 23:10
Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30
Húsleit heimiluð á skrifstofum Cambridge Analytica Persónuvernd Bretlands sækist eftir gögnum sem geta varpað ljósi á hvort að persónuupplýsingar af Facebook hafi verið notaðar til að sérsníða auglýsingar að kjósendum. 23. mars 2018 20:16
Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30
Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45