Frambjóðandi katalónskra aðskilnaðarsinna handtekinn Sylvía Hall skrifar 24. mars 2018 10:45 Jordi Turull, forsetaefni katalónskra sjálfstæðissinna, var handtekinn. Til stóð að greiða atkvæði um skipan hans sem forseta héraðsstjórnarinnar. Vísir/AFP Til óeirða kom í Katanlóníu í gærkvöldi eftir að spænskir dómstólar úrskurðuðu fimm leiðtoga katalónskra sjálfstæðissinna í varðhald, þar á meðal Jordi Turull, forsetaefni þeirra, og ákváðu að réttað skyldi yfir tuttugu og fimm öðrum í tengslum við umdeilda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins í fyrra. Leiðtogarnir eru ákærðir fyrir uppreisn, fjárdrátt og að hafa óhlýðnast fyrirmælum stjórnvalda í tengslum við þjóðaatkvæðagreiðsluna. Þetta setur fyrirhugaða atkvæðagreiðslu katalónska þingsins í uppnám, en þar stóð til að tilnefna Turull sem forseta sjálfstjórnarhéraðsins í dag. Auk Turull voru forseti katalónska héraðsþingsins, þróunar-, atvinnumála- og utanríkismálaráðherrar héraðsstjórnarinnar handteknir. Tíðindin um handtökurnar og ákærurnar hleyptu kappi í mótmæli sem höfðu þegar verið boðuð í Katalóníu í gærkvöldi. Kom til átaka á milli mótmælenda og óeirðarlögreglu sem vörðu spænskar stjórnarbyggingar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að mótmælendurnir hafi meðal annars brennt myndir af hæstaréttardómara og af Filippusi konungi. Tveir leiðtogar aðskilnaðarhreyfingarinnar eru enn eftirlýstir og hafa þeir hafa flúið land til Belgíu og Sviss, þar á meðal Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar. Reuters-fréttastofan segir að Puigdemont gæti verið handtekinn í Finnlandi eftir að spænsk stjórnvöld gáfu út alþjóðlega handtökuskipun á hendur honum. Finnsk stjórnvöld eru sögð hafa óskað frekari gagna frá spænsku ríkisstjórninni áður en hún ákveður næstu skref. Lögmaður Puigdemont segir að hann muni gefa sig fram við finnsku lögregluna. Hann kom til landsins á fimmtudag til þess að hitta þingmenn og vera viðstaddur ráðstefnu. Um 25 aðskilnaðarsinnar hafa verið ákærðir eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu síðastliðinn október, en spænskir dómstólar úrskurðuðu atkvæðagreiðsluna ólöglega. Spænska ríkisstjórnin svipti Katalóníu sjálfræði í kjölfarið og tók yfir stjórn héraðsins.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um handtökuskipun Puigdemont. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Puidgemont hættir við Carles Puidgemont, leiðtogi aðskilnaðarsinna Katalóna hefur tilkynnt að hann sækist ekki lengur eftir því að verða aftur útnefndur forseti Katalóníu. 1. mars 2018 20:59 Óvissan ríkir áfram í Katalóníu Atkvæðagreiðslu um að gera Carles Puigdemont aftur að forseta héraðsstjórnar Katalóníu hefur verið frestað um óákveðinn tíma. 30. janúar 2018 15:16 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Til óeirða kom í Katanlóníu í gærkvöldi eftir að spænskir dómstólar úrskurðuðu fimm leiðtoga katalónskra sjálfstæðissinna í varðhald, þar á meðal Jordi Turull, forsetaefni þeirra, og ákváðu að réttað skyldi yfir tuttugu og fimm öðrum í tengslum við umdeilda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins í fyrra. Leiðtogarnir eru ákærðir fyrir uppreisn, fjárdrátt og að hafa óhlýðnast fyrirmælum stjórnvalda í tengslum við þjóðaatkvæðagreiðsluna. Þetta setur fyrirhugaða atkvæðagreiðslu katalónska þingsins í uppnám, en þar stóð til að tilnefna Turull sem forseta sjálfstjórnarhéraðsins í dag. Auk Turull voru forseti katalónska héraðsþingsins, þróunar-, atvinnumála- og utanríkismálaráðherrar héraðsstjórnarinnar handteknir. Tíðindin um handtökurnar og ákærurnar hleyptu kappi í mótmæli sem höfðu þegar verið boðuð í Katalóníu í gærkvöldi. Kom til átaka á milli mótmælenda og óeirðarlögreglu sem vörðu spænskar stjórnarbyggingar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að mótmælendurnir hafi meðal annars brennt myndir af hæstaréttardómara og af Filippusi konungi. Tveir leiðtogar aðskilnaðarhreyfingarinnar eru enn eftirlýstir og hafa þeir hafa flúið land til Belgíu og Sviss, þar á meðal Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar. Reuters-fréttastofan segir að Puigdemont gæti verið handtekinn í Finnlandi eftir að spænsk stjórnvöld gáfu út alþjóðlega handtökuskipun á hendur honum. Finnsk stjórnvöld eru sögð hafa óskað frekari gagna frá spænsku ríkisstjórninni áður en hún ákveður næstu skref. Lögmaður Puigdemont segir að hann muni gefa sig fram við finnsku lögregluna. Hann kom til landsins á fimmtudag til þess að hitta þingmenn og vera viðstaddur ráðstefnu. Um 25 aðskilnaðarsinnar hafa verið ákærðir eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu síðastliðinn október, en spænskir dómstólar úrskurðuðu atkvæðagreiðsluna ólöglega. Spænska ríkisstjórnin svipti Katalóníu sjálfræði í kjölfarið og tók yfir stjórn héraðsins.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um handtökuskipun Puigdemont.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Puidgemont hættir við Carles Puidgemont, leiðtogi aðskilnaðarsinna Katalóna hefur tilkynnt að hann sækist ekki lengur eftir því að verða aftur útnefndur forseti Katalóníu. 1. mars 2018 20:59 Óvissan ríkir áfram í Katalóníu Atkvæðagreiðslu um að gera Carles Puigdemont aftur að forseta héraðsstjórnar Katalóníu hefur verið frestað um óákveðinn tíma. 30. janúar 2018 15:16 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Puidgemont hættir við Carles Puidgemont, leiðtogi aðskilnaðarsinna Katalóna hefur tilkynnt að hann sækist ekki lengur eftir því að verða aftur útnefndur forseti Katalóníu. 1. mars 2018 20:59
Óvissan ríkir áfram í Katalóníu Atkvæðagreiðslu um að gera Carles Puigdemont aftur að forseta héraðsstjórnar Katalóníu hefur verið frestað um óákveðinn tíma. 30. janúar 2018 15:16
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent