Las upp nöfn fallinna skólafélaga og þagði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. mars 2018 22:51 Emma González stóð á sviðinu og þagði þangað til sex mínútur og tuttugu sekúndur voru liðnar af ræðu hennar. Vísir/Getty Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. Gonzalez lifði af skotárás í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Parkland í Flórída þann 14. febrúar síðastliðinn. Margir höfðu beðið eftir ræðu González sem hefur verið áberandi í hópi þeirra nemenda sem skipulögðu gönguna og hafa kallað eftir hertri byssulöggjöf í kjölfar árásarinnar. Ræða hennar á fjöldafundi í Flórída stuttu eftir árásina vakti til að mynda athygli um heim allan þegar hún sagði öllum stjórnmálamönnum sem þiggja fé frá Samtökum skotvopnaeigenda, NRA, að skammast sín. Ræða González í dag mun eflaust einnig vera mörgum minnisstæð. „Sex mínútur og tuttugu sekúndur,“ sagði hún í upphafi. „Á rétt rúmum sex mínútum voru 17 vinir okkar teknir frá okkur, fimmtán voru særðir og enginn í Douglas samfélaginu yrði samur á ný.“ Hún hélt áfram og sagði að klukkutímarnir sem hafi fylgt á eftir hafi verið langir, kaótískir og erfiðir þegar enginn vissi nákvæmlega hvað hefði gerst. „Enginn gat trúað að það voru lík í byggingunni sem átti eftir að bera kennsl á í meira en einn dag. Enginn vissi að þeir sem væri saknað höfðu hætt að anda löngu áður en nokkurt okkar vissi að rauð viðvörun hefði verið gefin út.“Myndi aldrei aftur heilsa á göngunum Hún sagði að enginn hefði skilið hversu miklar og alvarlegar afleiðingar árásin myndi hafa. „Sex mínútur og tuttugu sekúndur með AR-15 riffil og Carmen vinkona mín myndi aldrei kvarta aftur undan píanóæfingu.“ González hélt áfram og nefndi alla skólafélaga sína á nafn sem fórust í árásinni og að þeir myndu aldrei aftur heilsa aftur á göngunum eða mæta á hafnaboltaleiki. Þegar því var lokið starði hún út í mannmergðina og þagði í um það bil fjórar mínútur. Hundruð þúsunda voru samankomin í borginni og mannfjöldinn virtist ekki viss hvernig bregðast ætti við þögninni. Einhverjir hrópuðu og klöppuðu. Eftir smá stund byrjaði fjöldinn að kalla „Aldrei aftur! Aldrei aftur!“ Emma stóð og starði, lokaði augunum um stund og grét þar til að píp heyrðist úr pontunni. „Síðan ég kom hingað eru liðnar sex mínútur og tuttugu sekúndur,“ sagði González. „Byssumaðurinn er hættur að skjóta og mun bráðum yfirgefa riffilinn sinn og blandast inn í nemendahópinn þegar þeir komast burt og hann mun ganga frjáls í klukkutíma þangað til hann er handtekinn.“ Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Hundruð þúsunda krefjast úrbóta á byssulöggjöf Fjölmargir eru samankomnir í Washington D.C. vegna kröfugöngunnar March for Our Lives. Samskonar göngur eru víðsvegar um heiminn í dag. 24. mars 2018 16:45 Sýna kröfu bandarískra ungmenna um herta byssulöggjöf samstöðu í Reykjavík Gengið verður frá Arnarhóli að Austurvelli. Bandarísk kona búsett á Íslandi segist hafa ákveðið að efna til samstöðugöngu þegar hún heyrði af mótmælunum vestanhafs. 24. mars 2018 12:15 „Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. Gonzalez lifði af skotárás í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Parkland í Flórída þann 14. febrúar síðastliðinn. Margir höfðu beðið eftir ræðu González sem hefur verið áberandi í hópi þeirra nemenda sem skipulögðu gönguna og hafa kallað eftir hertri byssulöggjöf í kjölfar árásarinnar. Ræða hennar á fjöldafundi í Flórída stuttu eftir árásina vakti til að mynda athygli um heim allan þegar hún sagði öllum stjórnmálamönnum sem þiggja fé frá Samtökum skotvopnaeigenda, NRA, að skammast sín. Ræða González í dag mun eflaust einnig vera mörgum minnisstæð. „Sex mínútur og tuttugu sekúndur,“ sagði hún í upphafi. „Á rétt rúmum sex mínútum voru 17 vinir okkar teknir frá okkur, fimmtán voru særðir og enginn í Douglas samfélaginu yrði samur á ný.“ Hún hélt áfram og sagði að klukkutímarnir sem hafi fylgt á eftir hafi verið langir, kaótískir og erfiðir þegar enginn vissi nákvæmlega hvað hefði gerst. „Enginn gat trúað að það voru lík í byggingunni sem átti eftir að bera kennsl á í meira en einn dag. Enginn vissi að þeir sem væri saknað höfðu hætt að anda löngu áður en nokkurt okkar vissi að rauð viðvörun hefði verið gefin út.“Myndi aldrei aftur heilsa á göngunum Hún sagði að enginn hefði skilið hversu miklar og alvarlegar afleiðingar árásin myndi hafa. „Sex mínútur og tuttugu sekúndur með AR-15 riffil og Carmen vinkona mín myndi aldrei kvarta aftur undan píanóæfingu.“ González hélt áfram og nefndi alla skólafélaga sína á nafn sem fórust í árásinni og að þeir myndu aldrei aftur heilsa aftur á göngunum eða mæta á hafnaboltaleiki. Þegar því var lokið starði hún út í mannmergðina og þagði í um það bil fjórar mínútur. Hundruð þúsunda voru samankomin í borginni og mannfjöldinn virtist ekki viss hvernig bregðast ætti við þögninni. Einhverjir hrópuðu og klöppuðu. Eftir smá stund byrjaði fjöldinn að kalla „Aldrei aftur! Aldrei aftur!“ Emma stóð og starði, lokaði augunum um stund og grét þar til að píp heyrðist úr pontunni. „Síðan ég kom hingað eru liðnar sex mínútur og tuttugu sekúndur,“ sagði González. „Byssumaðurinn er hættur að skjóta og mun bráðum yfirgefa riffilinn sinn og blandast inn í nemendahópinn þegar þeir komast burt og hann mun ganga frjáls í klukkutíma þangað til hann er handtekinn.“
Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Hundruð þúsunda krefjast úrbóta á byssulöggjöf Fjölmargir eru samankomnir í Washington D.C. vegna kröfugöngunnar March for Our Lives. Samskonar göngur eru víðsvegar um heiminn í dag. 24. mars 2018 16:45 Sýna kröfu bandarískra ungmenna um herta byssulöggjöf samstöðu í Reykjavík Gengið verður frá Arnarhóli að Austurvelli. Bandarísk kona búsett á Íslandi segist hafa ákveðið að efna til samstöðugöngu þegar hún heyrði af mótmælunum vestanhafs. 24. mars 2018 12:15 „Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Hundruð þúsunda krefjast úrbóta á byssulöggjöf Fjölmargir eru samankomnir í Washington D.C. vegna kröfugöngunnar March for Our Lives. Samskonar göngur eru víðsvegar um heiminn í dag. 24. mars 2018 16:45
Sýna kröfu bandarískra ungmenna um herta byssulöggjöf samstöðu í Reykjavík Gengið verður frá Arnarhóli að Austurvelli. Bandarísk kona búsett á Íslandi segist hafa ákveðið að efna til samstöðugöngu þegar hún heyrði af mótmælunum vestanhafs. 24. mars 2018 12:15
„Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55