ÍBV og Krasnodar frá Rússlandi mættust í Áskorendabikar Evrópu í dag þar sem ÍBV fór með sigur af hólmi 25-23.
Krasnodar vann Zrinjski Mostar í síðustu umferð á meðan ÍBV sló lið Ramat Hasharon úr keppni.
ÍBV var ekki með sitt sterkasta lið en leikmenn á borð við Theodor Sigurbjörnsson eru að glíma við meiðsli og gátu því ekki ferðast með liðinu.
ÍBV var sterkari aðilinn nánast allan leikinn og var með örugga forystu í fyrri hálfleiknum og var staðan í hlé 15-10 fyrir ÍBV.
Liðsmenn Krasnodar sóttu í sig veðrið í seinni hálfleiknum og þegar um sjö mínútur voru eftir var staðan orðin jöfn 21-21 og því bennti allt til þess að lokamínúturnar yrðu æsispennandi. Eftir það tóku Eyjamenn við sér og skoruðu næstu þrjú mörkin og komust því í 24-21 þegar um tvær mínútur voru eftir.
Krasnodar náði ekki að koma til baka úr þessu og því fóru Eyjamenn heim með sigur fyrir seinni leikinn sem verður spilaður í næstu viku.
ÍBV vann í Rússlandi
Dagur Lárusson skrifar

Mest lesið





Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah
Enski boltinn



Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum
Körfubolti

