Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2018 18:02 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. Forsetinn hefur sömuleiðis reynt að ráða fólk sem hann hefur séð á Fox í lögmannateymi sitt. John Bolton, næsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump, hefur verið reglulegur gestur á Fox og hafa fjölmiðlar ytra eftir heimildarmönnum sínum að Trump sé mjög hrifinn af því hvernig hann hefur komið fram og varið forsetann og mært stefnumál hans. Þó á Trump að hafa verið verulega illa við yfirvaraskegg hans.Sjá einnig: Nýr ráðgjafi Trump umdeildurBolton hélt því fram á Fox, eftir að hann var ráðinn í starf þjóðaröryggisráðgjafa, að hann myndi áfram mæta í þætti sjónvarpsstöðvarinnar.AP fréttaveitan hefur tekið saman nokkra af þeim starfsmönnum Trump sem hafa verið reglulegir gestir á Fox. Heather Nauert sem ráðin var í Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Hún var þulur hjá Fox. Mercedes Schlapp, ráðgjafa Hvíta hússins varðandi samskiptamál, og Tony Sayegh, talsmaður Fjármálaráðuneytisins. Bæði hafa þau verið reglulegir gestir Fox.„Hann er að leita að fólki sem er tilbúið til að taka þátt í sjónvarpsþáttunum sem Hvíta húsið er,“ segir sérfræðingur sem AP ræddi við. „Þetta er Fox-forsetatíðin.“ Trump reyndi að ráða Joseph diGenova í lögmannateymi sitt en hann hefur sömuleiðis verið reglulegur gestur Fox. Þar hefur hann meðal annars haldið því fram að starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, séu að reyna að koma sök á forsetann fyrir glæpi sem hann framdi ekki. diGenova gat ekki setið í lögmannateymi Trump vegna hagsmunaáreksturs samkvæmt meðlimi teymisins Jay Sekulow. Hann sagði þó að diGenova og kona hans, sem einnig er oft á Fox, gætu þó hjálpað forsetanum með „önnur mál“. Það hefur lengi verið vitað að Trump heldur mikið upp á Fox news og hann tjáir sig iðulega á samfélagsmiðlum um málefni sem hann sér til umfjöllunar þar. Nú síðast á föstudaginn þegar hann sagðist vera að íhuga að beita neitunarvaldi gegn fjárlagafrumvarpi sem hafði verið gagnrýnt skömmu áður í þættinum Fox and Friends. Sá sem gagnrýndi frumvarpið þar heitir Pete Hegseth en talið er að hann verði brátt ráðinn til að taka við ráðuneytinu um málefni uppgjafahermanna. Þá hefur hann veitt sjónvarpsstöðinni mun fleiri viðtöl en öðrum og hann hvetur fólk oft til að horfa á tiltekna þætti. Trump ræðir reglulega við Sean Hannity og Laura Ingraham, sem bæði stýra þáttum á Fox..@seanhannity on @foxandfriends now! Great! 8:18 A.M.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 19, 2018 Þingmenn og aðrir áhrifavalda í Washington keppast um að komast í þætti Fox og tjá sig þar, því þeir vita að Trump er að horfa.Fleiri starfsmannabreytingar í sjónmáli Vinur Trump, Christopher Ruddy, sagði í dag að von væri á fleiri starfsmannabreytingum í ríkisstjórn forsetans. Meðal þeirra sem séu á leið út er David Shulkin, ráðherra málefna uppgjafahermanna, og sömuleiðis er Trump sagður hafa beint sjónum sínum að John F. Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Ben Carson, ráðherra húsnæðismála. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. Forsetinn hefur sömuleiðis reynt að ráða fólk sem hann hefur séð á Fox í lögmannateymi sitt. John Bolton, næsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump, hefur verið reglulegur gestur á Fox og hafa fjölmiðlar ytra eftir heimildarmönnum sínum að Trump sé mjög hrifinn af því hvernig hann hefur komið fram og varið forsetann og mært stefnumál hans. Þó á Trump að hafa verið verulega illa við yfirvaraskegg hans.Sjá einnig: Nýr ráðgjafi Trump umdeildurBolton hélt því fram á Fox, eftir að hann var ráðinn í starf þjóðaröryggisráðgjafa, að hann myndi áfram mæta í þætti sjónvarpsstöðvarinnar.AP fréttaveitan hefur tekið saman nokkra af þeim starfsmönnum Trump sem hafa verið reglulegir gestir á Fox. Heather Nauert sem ráðin var í Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Hún var þulur hjá Fox. Mercedes Schlapp, ráðgjafa Hvíta hússins varðandi samskiptamál, og Tony Sayegh, talsmaður Fjármálaráðuneytisins. Bæði hafa þau verið reglulegir gestir Fox.„Hann er að leita að fólki sem er tilbúið til að taka þátt í sjónvarpsþáttunum sem Hvíta húsið er,“ segir sérfræðingur sem AP ræddi við. „Þetta er Fox-forsetatíðin.“ Trump reyndi að ráða Joseph diGenova í lögmannateymi sitt en hann hefur sömuleiðis verið reglulegur gestur Fox. Þar hefur hann meðal annars haldið því fram að starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, séu að reyna að koma sök á forsetann fyrir glæpi sem hann framdi ekki. diGenova gat ekki setið í lögmannateymi Trump vegna hagsmunaáreksturs samkvæmt meðlimi teymisins Jay Sekulow. Hann sagði þó að diGenova og kona hans, sem einnig er oft á Fox, gætu þó hjálpað forsetanum með „önnur mál“. Það hefur lengi verið vitað að Trump heldur mikið upp á Fox news og hann tjáir sig iðulega á samfélagsmiðlum um málefni sem hann sér til umfjöllunar þar. Nú síðast á föstudaginn þegar hann sagðist vera að íhuga að beita neitunarvaldi gegn fjárlagafrumvarpi sem hafði verið gagnrýnt skömmu áður í þættinum Fox and Friends. Sá sem gagnrýndi frumvarpið þar heitir Pete Hegseth en talið er að hann verði brátt ráðinn til að taka við ráðuneytinu um málefni uppgjafahermanna. Þá hefur hann veitt sjónvarpsstöðinni mun fleiri viðtöl en öðrum og hann hvetur fólk oft til að horfa á tiltekna þætti. Trump ræðir reglulega við Sean Hannity og Laura Ingraham, sem bæði stýra þáttum á Fox..@seanhannity on @foxandfriends now! Great! 8:18 A.M.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 19, 2018 Þingmenn og aðrir áhrifavalda í Washington keppast um að komast í þætti Fox og tjá sig þar, því þeir vita að Trump er að horfa.Fleiri starfsmannabreytingar í sjónmáli Vinur Trump, Christopher Ruddy, sagði í dag að von væri á fleiri starfsmannabreytingum í ríkisstjórn forsetans. Meðal þeirra sem séu á leið út er David Shulkin, ráðherra málefna uppgjafahermanna, og sömuleiðis er Trump sagður hafa beint sjónum sínum að John F. Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Ben Carson, ráðherra húsnæðismála.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira