Áhyggjuefni ef ekki má refsa fyrir brot Sigurður Mikael Jónsson skrifar 26. mars 2018 06:00 Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Formaður Félags framhaldsskólakennara (FF) segir brýnt að fara yfir hvaða úrræði skólastjórnendur hafi til að bregðast við brotum á skólareglum í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis á dögunum. Umboðsmaður komst að því að brottvísun 16 ára pilts vorið 2015 hefði verið ólögmæt af hálfu viðkomandi framhaldsskóla og ráðuneytisins. Pilturinn deildi mynd af fáklæddri skólasystur í lokuðum Facebookhópi og var staðinn að vopnaburði í skólanum sem skólinn áleit alvarleg brot. Umboðsmaður taldi meðal annars að brotið hefði verið gegn rétti piltsins til náms með því að vísa honum úr skólanum og að grípa hefði átt til annarra ráðstafana fyrst.Sjá einnig: Menntamálaráðuneytið braut lög þegar sextán ára pilti var vikið úr skóla Ráðuneytið segist taka undir ábendingar umboðsmanns um verklag og forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi og boðar vinnu í þá veru„Ráðuneytið hefur nú þegar hafið vinnu við að endurskoða forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi í heild sinni þar sem þær hafi ekki haldið í við breyttan veruleika samtímans. Hið sama á við um stafrænt kynferðisofbeldi þar sem stefnu skortir.“ Áhyggjur eru þó af fordæmisgildi niðurstöðunnar og segir Guðríður Arnardóttir, formaður FF, hana vekja áleitnar spurningar. „Við erum með reglur um hvernig nemendur eiga að haga sér í skólanum en ef nemandi brýtur þær og engin viðurlög eru við því, hvað heldur þá nemendum réttum megin við reglurnar?“ Guðríður segir málið snúið því pilturinn hafi verið barn samkvæmt lögum. Áleitnar spurningar vakni þó um úrræði sem stjórnendur geti gripið til í alvarlegum brotum. „Mér finnst við þurfa að setja skýrari línur um hvenær tilefni er til brottvikningar og hvenær gefa á annað tækifæri.“ Ekki megi gleyma þolendum. „Hver er staða þolandans ef ekki er heimilt að víkja geranda úr skólanum? Við getum ekki búið við að nemendur geti brotið skólareglur, án þess að tryggt sé að viðurlög sem sett eru við því séu ekki ómerk.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Menntamálaráðuneytið braut lög þegar sextán ára pilti var vikið úr skóla Pilturinn hafði orðið uppvís að því að bera hníf í skólanum og birta óviðeigandi mynd af skólasystur sinni í lokuðum Facebook hópi. 23. mars 2018 11:34 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Sjá meira
Formaður Félags framhaldsskólakennara (FF) segir brýnt að fara yfir hvaða úrræði skólastjórnendur hafi til að bregðast við brotum á skólareglum í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis á dögunum. Umboðsmaður komst að því að brottvísun 16 ára pilts vorið 2015 hefði verið ólögmæt af hálfu viðkomandi framhaldsskóla og ráðuneytisins. Pilturinn deildi mynd af fáklæddri skólasystur í lokuðum Facebookhópi og var staðinn að vopnaburði í skólanum sem skólinn áleit alvarleg brot. Umboðsmaður taldi meðal annars að brotið hefði verið gegn rétti piltsins til náms með því að vísa honum úr skólanum og að grípa hefði átt til annarra ráðstafana fyrst.Sjá einnig: Menntamálaráðuneytið braut lög þegar sextán ára pilti var vikið úr skóla Ráðuneytið segist taka undir ábendingar umboðsmanns um verklag og forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi og boðar vinnu í þá veru„Ráðuneytið hefur nú þegar hafið vinnu við að endurskoða forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi í heild sinni þar sem þær hafi ekki haldið í við breyttan veruleika samtímans. Hið sama á við um stafrænt kynferðisofbeldi þar sem stefnu skortir.“ Áhyggjur eru þó af fordæmisgildi niðurstöðunnar og segir Guðríður Arnardóttir, formaður FF, hana vekja áleitnar spurningar. „Við erum með reglur um hvernig nemendur eiga að haga sér í skólanum en ef nemandi brýtur þær og engin viðurlög eru við því, hvað heldur þá nemendum réttum megin við reglurnar?“ Guðríður segir málið snúið því pilturinn hafi verið barn samkvæmt lögum. Áleitnar spurningar vakni þó um úrræði sem stjórnendur geti gripið til í alvarlegum brotum. „Mér finnst við þurfa að setja skýrari línur um hvenær tilefni er til brottvikningar og hvenær gefa á annað tækifæri.“ Ekki megi gleyma þolendum. „Hver er staða þolandans ef ekki er heimilt að víkja geranda úr skólanum? Við getum ekki búið við að nemendur geti brotið skólareglur, án þess að tryggt sé að viðurlög sem sett eru við því séu ekki ómerk.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Menntamálaráðuneytið braut lög þegar sextán ára pilti var vikið úr skóla Pilturinn hafði orðið uppvís að því að bera hníf í skólanum og birta óviðeigandi mynd af skólasystur sinni í lokuðum Facebook hópi. 23. mars 2018 11:34 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Sjá meira
Menntamálaráðuneytið braut lög þegar sextán ára pilti var vikið úr skóla Pilturinn hafði orðið uppvís að því að bera hníf í skólanum og birta óviðeigandi mynd af skólasystur sinni í lokuðum Facebook hópi. 23. mars 2018 11:34