Áhyggjuefni ef ekki má refsa fyrir brot Sigurður Mikael Jónsson skrifar 26. mars 2018 06:00 Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Formaður Félags framhaldsskólakennara (FF) segir brýnt að fara yfir hvaða úrræði skólastjórnendur hafi til að bregðast við brotum á skólareglum í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis á dögunum. Umboðsmaður komst að því að brottvísun 16 ára pilts vorið 2015 hefði verið ólögmæt af hálfu viðkomandi framhaldsskóla og ráðuneytisins. Pilturinn deildi mynd af fáklæddri skólasystur í lokuðum Facebookhópi og var staðinn að vopnaburði í skólanum sem skólinn áleit alvarleg brot. Umboðsmaður taldi meðal annars að brotið hefði verið gegn rétti piltsins til náms með því að vísa honum úr skólanum og að grípa hefði átt til annarra ráðstafana fyrst.Sjá einnig: Menntamálaráðuneytið braut lög þegar sextán ára pilti var vikið úr skóla Ráðuneytið segist taka undir ábendingar umboðsmanns um verklag og forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi og boðar vinnu í þá veru„Ráðuneytið hefur nú þegar hafið vinnu við að endurskoða forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi í heild sinni þar sem þær hafi ekki haldið í við breyttan veruleika samtímans. Hið sama á við um stafrænt kynferðisofbeldi þar sem stefnu skortir.“ Áhyggjur eru þó af fordæmisgildi niðurstöðunnar og segir Guðríður Arnardóttir, formaður FF, hana vekja áleitnar spurningar. „Við erum með reglur um hvernig nemendur eiga að haga sér í skólanum en ef nemandi brýtur þær og engin viðurlög eru við því, hvað heldur þá nemendum réttum megin við reglurnar?“ Guðríður segir málið snúið því pilturinn hafi verið barn samkvæmt lögum. Áleitnar spurningar vakni þó um úrræði sem stjórnendur geti gripið til í alvarlegum brotum. „Mér finnst við þurfa að setja skýrari línur um hvenær tilefni er til brottvikningar og hvenær gefa á annað tækifæri.“ Ekki megi gleyma þolendum. „Hver er staða þolandans ef ekki er heimilt að víkja geranda úr skólanum? Við getum ekki búið við að nemendur geti brotið skólareglur, án þess að tryggt sé að viðurlög sem sett eru við því séu ekki ómerk.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Menntamálaráðuneytið braut lög þegar sextán ára pilti var vikið úr skóla Pilturinn hafði orðið uppvís að því að bera hníf í skólanum og birta óviðeigandi mynd af skólasystur sinni í lokuðum Facebook hópi. 23. mars 2018 11:34 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Sjá meira
Formaður Félags framhaldsskólakennara (FF) segir brýnt að fara yfir hvaða úrræði skólastjórnendur hafi til að bregðast við brotum á skólareglum í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis á dögunum. Umboðsmaður komst að því að brottvísun 16 ára pilts vorið 2015 hefði verið ólögmæt af hálfu viðkomandi framhaldsskóla og ráðuneytisins. Pilturinn deildi mynd af fáklæddri skólasystur í lokuðum Facebookhópi og var staðinn að vopnaburði í skólanum sem skólinn áleit alvarleg brot. Umboðsmaður taldi meðal annars að brotið hefði verið gegn rétti piltsins til náms með því að vísa honum úr skólanum og að grípa hefði átt til annarra ráðstafana fyrst.Sjá einnig: Menntamálaráðuneytið braut lög þegar sextán ára pilti var vikið úr skóla Ráðuneytið segist taka undir ábendingar umboðsmanns um verklag og forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi og boðar vinnu í þá veru„Ráðuneytið hefur nú þegar hafið vinnu við að endurskoða forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi í heild sinni þar sem þær hafi ekki haldið í við breyttan veruleika samtímans. Hið sama á við um stafrænt kynferðisofbeldi þar sem stefnu skortir.“ Áhyggjur eru þó af fordæmisgildi niðurstöðunnar og segir Guðríður Arnardóttir, formaður FF, hana vekja áleitnar spurningar. „Við erum með reglur um hvernig nemendur eiga að haga sér í skólanum en ef nemandi brýtur þær og engin viðurlög eru við því, hvað heldur þá nemendum réttum megin við reglurnar?“ Guðríður segir málið snúið því pilturinn hafi verið barn samkvæmt lögum. Áleitnar spurningar vakni þó um úrræði sem stjórnendur geti gripið til í alvarlegum brotum. „Mér finnst við þurfa að setja skýrari línur um hvenær tilefni er til brottvikningar og hvenær gefa á annað tækifæri.“ Ekki megi gleyma þolendum. „Hver er staða þolandans ef ekki er heimilt að víkja geranda úr skólanum? Við getum ekki búið við að nemendur geti brotið skólareglur, án þess að tryggt sé að viðurlög sem sett eru við því séu ekki ómerk.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Menntamálaráðuneytið braut lög þegar sextán ára pilti var vikið úr skóla Pilturinn hafði orðið uppvís að því að bera hníf í skólanum og birta óviðeigandi mynd af skólasystur sinni í lokuðum Facebook hópi. 23. mars 2018 11:34 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Sjá meira
Menntamálaráðuneytið braut lög þegar sextán ára pilti var vikið úr skóla Pilturinn hafði orðið uppvís að því að bera hníf í skólanum og birta óviðeigandi mynd af skólasystur sinni í lokuðum Facebook hópi. 23. mars 2018 11:34