Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. mars 2018 11:31 Madsen er ákærður fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana en Madsen neitar sök í málinu og segir að Wall hafi látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. vísir/getty Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. Madsen er ákærður fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana en Madsen neitar sök í málinu og segir að Wall hafi látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Á meðal þeirra sem báru vitni fyrir dómi í morgun voru tvær konur sem hafa átt í kynferðislegu sambandi við Madsen. Voru þær spurðar út í kynferðislegar tilhneigingar Madsen en önnur kvennanna kynntist honum í partýi fyrir fólk sem vill stunda BDSM-kynlíf. Konan lýsti því fyrir dómi að eitt sinn hefðu þau stundað kynlíf þar sem Madsen tók hana hálstaki en hún sagði að hann hefði ekki þrengt mjög mikið að. Þá hefðu þau stundað kynlíf í kafbátnum hans. Þegar hún var spurð að því hvort hún hefði verið bundin þar niður svaraði hún neitandi.Sjá einnig:Bein textalýsing fréttamanns DR úr dómsal Segist ekki líta á Madsen sem ofbeldisfullan mann Hin konan sem kom fyrir dóminn í morgun lýsti Madsen sem ekkert sérstaklega sjálfsöruggum manni. Hann hefði aldrei orðið ofbeldisfullur við hana. „Hann tók mig stundum hálstaki en það var ekkert mál. Ég hef ekki litið á Peter Madsen sem árásarhneigðan mann,“ sagði konan. Hún var spurð út í ýmis textaskilaboð, bæði á milli hennar og Madsen og á milli hennar og annarrar konu sem einnig átti í kynferðislegu sambandi við Madsen. Á meðal þess sem sú kona sagði þeirri sem bar vitni í morgun var að hún og Madsen hefðu talað um að gera „snuff“-mynd með henni. Í slíkri mynd er einhver drepinn í alvörunni. „Þá verða þau örugglega enn sannfærðari um að hann sé algjörlega brjálaður“ „Peter er heillaður af dauðanum en ég man ekki hverju það tengist,“ sagði konan fyrir dómi í morgun. Spurð út í textaskilaboðin um „snuff“-myndina kvaðst hún ekki hafa vitað hvað „snuff“ væri. Hún hefði hins vegar ekki talið að konan sem sendi henni skilaboðin og Madsen myndu gera eitthvað við hana í kafbátnum. Konan var síðan spurð út í hvað hún hefði átt við með eftirfarandi skilaboðum sem hún hefði sent á hina konuna, viku eftir að Madsen var handtekinn: „Ef þau heyra alla söguna um mig og Peter þá verða þau örugglega enn sannfærðari um að hann sé algjörlega brjálaður.“ Svaraði konan því til að hún hefði átt við að samband hennar og Madsen hefði verið óvenjulegt. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15 Madsen neitar að lýsa því hvernig hann bútaði lík Kim Wall niður Peder Madsen neitar enn sök í réttarhöldunum yfir honum vegna andláts sænska blaðamannins Kim Wall. 21. mars 2018 10:04 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. Madsen er ákærður fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana en Madsen neitar sök í málinu og segir að Wall hafi látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Á meðal þeirra sem báru vitni fyrir dómi í morgun voru tvær konur sem hafa átt í kynferðislegu sambandi við Madsen. Voru þær spurðar út í kynferðislegar tilhneigingar Madsen en önnur kvennanna kynntist honum í partýi fyrir fólk sem vill stunda BDSM-kynlíf. Konan lýsti því fyrir dómi að eitt sinn hefðu þau stundað kynlíf þar sem Madsen tók hana hálstaki en hún sagði að hann hefði ekki þrengt mjög mikið að. Þá hefðu þau stundað kynlíf í kafbátnum hans. Þegar hún var spurð að því hvort hún hefði verið bundin þar niður svaraði hún neitandi.Sjá einnig:Bein textalýsing fréttamanns DR úr dómsal Segist ekki líta á Madsen sem ofbeldisfullan mann Hin konan sem kom fyrir dóminn í morgun lýsti Madsen sem ekkert sérstaklega sjálfsöruggum manni. Hann hefði aldrei orðið ofbeldisfullur við hana. „Hann tók mig stundum hálstaki en það var ekkert mál. Ég hef ekki litið á Peter Madsen sem árásarhneigðan mann,“ sagði konan. Hún var spurð út í ýmis textaskilaboð, bæði á milli hennar og Madsen og á milli hennar og annarrar konu sem einnig átti í kynferðislegu sambandi við Madsen. Á meðal þess sem sú kona sagði þeirri sem bar vitni í morgun var að hún og Madsen hefðu talað um að gera „snuff“-mynd með henni. Í slíkri mynd er einhver drepinn í alvörunni. „Þá verða þau örugglega enn sannfærðari um að hann sé algjörlega brjálaður“ „Peter er heillaður af dauðanum en ég man ekki hverju það tengist,“ sagði konan fyrir dómi í morgun. Spurð út í textaskilaboðin um „snuff“-myndina kvaðst hún ekki hafa vitað hvað „snuff“ væri. Hún hefði hins vegar ekki talið að konan sem sendi henni skilaboðin og Madsen myndu gera eitthvað við hana í kafbátnum. Konan var síðan spurð út í hvað hún hefði átt við með eftirfarandi skilaboðum sem hún hefði sent á hina konuna, viku eftir að Madsen var handtekinn: „Ef þau heyra alla söguna um mig og Peter þá verða þau örugglega enn sannfærðari um að hann sé algjörlega brjálaður.“ Svaraði konan því til að hún hefði átt við að samband hennar og Madsen hefði verið óvenjulegt.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15 Madsen neitar að lýsa því hvernig hann bútaði lík Kim Wall niður Peder Madsen neitar enn sök í réttarhöldunum yfir honum vegna andláts sænska blaðamannins Kim Wall. 21. mars 2018 10:04 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15
Madsen neitar að lýsa því hvernig hann bútaði lík Kim Wall niður Peder Madsen neitar enn sök í réttarhöldunum yfir honum vegna andláts sænska blaðamannins Kim Wall. 21. mars 2018 10:04