Leita leiða til að hægja á hjólreiðafólki úti á Nesi Birgir Olgeirsson skrifar 26. mars 2018 14:30 Hugmyndir uppi um að setja hjámarkshraða á stígum á Seltjarnarnesi. Vísir/Hanna Seltjarnarnesbær er með til skoðunar leiðir til að hægja á hjólreiðafólki og er jafnvel til skoðunar að setja hámarkshraða á stíga sem gangandi og hjólandi vegfarendur deila í sveitarfélaginu.Fyrst var greint frá málinu í Morgunblaðinu i dag en þar kom fram að margir hafi áhyggjur af hjólreiðamönnum sem þykja fara fremur hratt á stígum sem eru hringinn í kringum Seltjarnarnes. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, segir bæinn með til skoðunar nokkur úrræði til að hægja á hjólreiðamönnum. Líklegasta lendingin er sú að það verði gert með fræðslu og vinsælum tilmælum en engum viðurlögum verði beitt.Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness. Fréttablaðið/GVA„Og vekja athygli hjólreiðamanna að hjóla ekki svona hratt á þessum stígum þar sem gangandi eru líka,“ segir Ásgerður. Að stórum hluta á Seltjarnarnesi eru þessir stígar tvöfaldir, annars vegar aðeins ætlaðir gangandi vegfarendum og hins vegar aðeins fyrir hjólreiðafólk. Ásgerður segir frá Gróttu og að golfskálanum úti á Nesi sé stígurinn einfaldur en til standi að breikka hann.15 kílómetra hámarkshraði jafnvel í myndinni Hún segir hugmyndir um að setja hámarkshraða á sum svæði en aðspurð nefnir hún fimmtán kílómetra hraða á klukkustund sem dæmi um ásættanlegan hámarkshraða. Hún segir æ fleiri farna að æfa hjólreiðar og margir stundi hjólreiðar sér til skemmtunar. Það geti skapað aðstæður þar sem mikill hraði kappsamra reiðhjólamanna fer ekki saman við þá sem eru með börnin á gangi á þessum stígum. „Þá verður fólki brugðið, sérstaklega börnum og eldra fólki, þegar koma hópar fram hjá á miklu hraða án allra viðvarana. Þetta er alltaf að verða vinsælla og maður sér muninn um leið og snjór og frost er farið úr jörðu, þá koma allir á fullu á hjólunum. Þetta er ekki eitthvað sem er að fara að hætta en það þurfa allir að taka tillit til hvors annars.“Hugmyndir komnar erlendis frá Hún segir þær hugmyndir sem eru til skoðunar margar hverjar fengnar erlendis frá þar sem er meiri hefð fyrir hjólreiðum og meiri tillitssemi ríki. Erlendis tíðkist til dæmis að koma fyrir hvítum borðum sem eiga að gefa hjólreiðamönnum merki um að hægja á sér. Málið ver í útfærslu hjá skipulagsnefnd Seltjarnarnesbæjar og er von á að það fari fyrir bæjarstjórn í apríl næstkomandi. Samgöngur Seltjarnarnes Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Seltjarnarnesbær er með til skoðunar leiðir til að hægja á hjólreiðafólki og er jafnvel til skoðunar að setja hámarkshraða á stíga sem gangandi og hjólandi vegfarendur deila í sveitarfélaginu.Fyrst var greint frá málinu í Morgunblaðinu i dag en þar kom fram að margir hafi áhyggjur af hjólreiðamönnum sem þykja fara fremur hratt á stígum sem eru hringinn í kringum Seltjarnarnes. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, segir bæinn með til skoðunar nokkur úrræði til að hægja á hjólreiðamönnum. Líklegasta lendingin er sú að það verði gert með fræðslu og vinsælum tilmælum en engum viðurlögum verði beitt.Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness. Fréttablaðið/GVA„Og vekja athygli hjólreiðamanna að hjóla ekki svona hratt á þessum stígum þar sem gangandi eru líka,“ segir Ásgerður. Að stórum hluta á Seltjarnarnesi eru þessir stígar tvöfaldir, annars vegar aðeins ætlaðir gangandi vegfarendum og hins vegar aðeins fyrir hjólreiðafólk. Ásgerður segir frá Gróttu og að golfskálanum úti á Nesi sé stígurinn einfaldur en til standi að breikka hann.15 kílómetra hámarkshraði jafnvel í myndinni Hún segir hugmyndir um að setja hámarkshraða á sum svæði en aðspurð nefnir hún fimmtán kílómetra hraða á klukkustund sem dæmi um ásættanlegan hámarkshraða. Hún segir æ fleiri farna að æfa hjólreiðar og margir stundi hjólreiðar sér til skemmtunar. Það geti skapað aðstæður þar sem mikill hraði kappsamra reiðhjólamanna fer ekki saman við þá sem eru með börnin á gangi á þessum stígum. „Þá verður fólki brugðið, sérstaklega börnum og eldra fólki, þegar koma hópar fram hjá á miklu hraða án allra viðvarana. Þetta er alltaf að verða vinsælla og maður sér muninn um leið og snjór og frost er farið úr jörðu, þá koma allir á fullu á hjólunum. Þetta er ekki eitthvað sem er að fara að hætta en það þurfa allir að taka tillit til hvors annars.“Hugmyndir komnar erlendis frá Hún segir þær hugmyndir sem eru til skoðunar margar hverjar fengnar erlendis frá þar sem er meiri hefð fyrir hjólreiðum og meiri tillitssemi ríki. Erlendis tíðkist til dæmis að koma fyrir hvítum borðum sem eiga að gefa hjólreiðamönnum merki um að hægja á sér. Málið ver í útfærslu hjá skipulagsnefnd Seltjarnarnesbæjar og er von á að það fari fyrir bæjarstjórn í apríl næstkomandi.
Samgöngur Seltjarnarnes Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira