Leita leiða til að hægja á hjólreiðafólki úti á Nesi Birgir Olgeirsson skrifar 26. mars 2018 14:30 Hugmyndir uppi um að setja hjámarkshraða á stígum á Seltjarnarnesi. Vísir/Hanna Seltjarnarnesbær er með til skoðunar leiðir til að hægja á hjólreiðafólki og er jafnvel til skoðunar að setja hámarkshraða á stíga sem gangandi og hjólandi vegfarendur deila í sveitarfélaginu.Fyrst var greint frá málinu í Morgunblaðinu i dag en þar kom fram að margir hafi áhyggjur af hjólreiðamönnum sem þykja fara fremur hratt á stígum sem eru hringinn í kringum Seltjarnarnes. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, segir bæinn með til skoðunar nokkur úrræði til að hægja á hjólreiðamönnum. Líklegasta lendingin er sú að það verði gert með fræðslu og vinsælum tilmælum en engum viðurlögum verði beitt.Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness. Fréttablaðið/GVA„Og vekja athygli hjólreiðamanna að hjóla ekki svona hratt á þessum stígum þar sem gangandi eru líka,“ segir Ásgerður. Að stórum hluta á Seltjarnarnesi eru þessir stígar tvöfaldir, annars vegar aðeins ætlaðir gangandi vegfarendum og hins vegar aðeins fyrir hjólreiðafólk. Ásgerður segir frá Gróttu og að golfskálanum úti á Nesi sé stígurinn einfaldur en til standi að breikka hann.15 kílómetra hámarkshraði jafnvel í myndinni Hún segir hugmyndir um að setja hámarkshraða á sum svæði en aðspurð nefnir hún fimmtán kílómetra hraða á klukkustund sem dæmi um ásættanlegan hámarkshraða. Hún segir æ fleiri farna að æfa hjólreiðar og margir stundi hjólreiðar sér til skemmtunar. Það geti skapað aðstæður þar sem mikill hraði kappsamra reiðhjólamanna fer ekki saman við þá sem eru með börnin á gangi á þessum stígum. „Þá verður fólki brugðið, sérstaklega börnum og eldra fólki, þegar koma hópar fram hjá á miklu hraða án allra viðvarana. Þetta er alltaf að verða vinsælla og maður sér muninn um leið og snjór og frost er farið úr jörðu, þá koma allir á fullu á hjólunum. Þetta er ekki eitthvað sem er að fara að hætta en það þurfa allir að taka tillit til hvors annars.“Hugmyndir komnar erlendis frá Hún segir þær hugmyndir sem eru til skoðunar margar hverjar fengnar erlendis frá þar sem er meiri hefð fyrir hjólreiðum og meiri tillitssemi ríki. Erlendis tíðkist til dæmis að koma fyrir hvítum borðum sem eiga að gefa hjólreiðamönnum merki um að hægja á sér. Málið ver í útfærslu hjá skipulagsnefnd Seltjarnarnesbæjar og er von á að það fari fyrir bæjarstjórn í apríl næstkomandi. Samgöngur Seltjarnarnes Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Seltjarnarnesbær er með til skoðunar leiðir til að hægja á hjólreiðafólki og er jafnvel til skoðunar að setja hámarkshraða á stíga sem gangandi og hjólandi vegfarendur deila í sveitarfélaginu.Fyrst var greint frá málinu í Morgunblaðinu i dag en þar kom fram að margir hafi áhyggjur af hjólreiðamönnum sem þykja fara fremur hratt á stígum sem eru hringinn í kringum Seltjarnarnes. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, segir bæinn með til skoðunar nokkur úrræði til að hægja á hjólreiðamönnum. Líklegasta lendingin er sú að það verði gert með fræðslu og vinsælum tilmælum en engum viðurlögum verði beitt.Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness. Fréttablaðið/GVA„Og vekja athygli hjólreiðamanna að hjóla ekki svona hratt á þessum stígum þar sem gangandi eru líka,“ segir Ásgerður. Að stórum hluta á Seltjarnarnesi eru þessir stígar tvöfaldir, annars vegar aðeins ætlaðir gangandi vegfarendum og hins vegar aðeins fyrir hjólreiðafólk. Ásgerður segir frá Gróttu og að golfskálanum úti á Nesi sé stígurinn einfaldur en til standi að breikka hann.15 kílómetra hámarkshraði jafnvel í myndinni Hún segir hugmyndir um að setja hámarkshraða á sum svæði en aðspurð nefnir hún fimmtán kílómetra hraða á klukkustund sem dæmi um ásættanlegan hámarkshraða. Hún segir æ fleiri farna að æfa hjólreiðar og margir stundi hjólreiðar sér til skemmtunar. Það geti skapað aðstæður þar sem mikill hraði kappsamra reiðhjólamanna fer ekki saman við þá sem eru með börnin á gangi á þessum stígum. „Þá verður fólki brugðið, sérstaklega börnum og eldra fólki, þegar koma hópar fram hjá á miklu hraða án allra viðvarana. Þetta er alltaf að verða vinsælla og maður sér muninn um leið og snjór og frost er farið úr jörðu, þá koma allir á fullu á hjólunum. Þetta er ekki eitthvað sem er að fara að hætta en það þurfa allir að taka tillit til hvors annars.“Hugmyndir komnar erlendis frá Hún segir þær hugmyndir sem eru til skoðunar margar hverjar fengnar erlendis frá þar sem er meiri hefð fyrir hjólreiðum og meiri tillitssemi ríki. Erlendis tíðkist til dæmis að koma fyrir hvítum borðum sem eiga að gefa hjólreiðamönnum merki um að hægja á sér. Málið ver í útfærslu hjá skipulagsnefnd Seltjarnarnesbæjar og er von á að það fari fyrir bæjarstjórn í apríl næstkomandi.
Samgöngur Seltjarnarnes Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira