Innlent

Dóra Björt efst hjá Pírötum í Reykjavík

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Prófkjöri Pírata í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði lauk klukkan 15 í dag en tilkynnt var um niðurstöður prófkjörsins klukkan 16. Dóra Björt Guðjónsdóttir skipar fyrsta sæti á lista Pírata í Reykjavík, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir annað sæti og í þriðja sæti er Alexandra Briem.

Í Kópavogi er Sigurbjörg Erla Egilsdóttir í fyrsta sæti, Hákon Helgi Leifsson í öðru og í því þriðja er Ásmundur Alma Guðjónsson. Í Hafnarfirði skipar Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir fyrsta sæti á lista, Kári Valur Sigurðsson annað og Hildur Björg Vilhjálmsdóttir það þriðja.

Sveitarstjórnarkosningar fara fram þann 26. maí næstkomandi. Hér að neðan má sjá alla sem skipa sæti á lista hjá Pírötum í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði.

284 greiddu atkvæði í prófkjöri Pírata í Reykjavík og eru niðurstöður eftirfarandi:

1. Dóra Björt Guðjónsdóttir

2. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir

3. Alexandra Briem

4. Rannveig Ernudóttir

5. Bergþór H. Þórðarson

6. Valgerður Árnadóttir

7. Kjartan Jónsson

8. Arnaldur Sigurðarson

9. Þórgnýr Thoroddsen

10. Elsa Nore

11. Þórður Eyþórsson

12. Salvör Kristjana Gissurardóttir

13. Svafar Helgason

14. Ævar Rafn Hafþórsson

15. Helga Völundardóttir

16. Þórlaug Ágústsdóttir

17. Birgir Þröstur Jóhannsson

18. Ólafur Jónsson

19. Elías Halldór Ágústsson

Þá greiddu 208 atkvæði í prófkjöri Pírata í Kópavogi og eru niðurstöður eftirfarandi:

1. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir

2. Hákon Helgi Leifsson

3. Ásmundur Alma Guðjónsson

4. Heiða Rut

5. Matthías Hjartarson

195 greiddu atkvæði í prófkjöri Pírata í Hafnarfirði og eru niðurstöður eftirfarandi:

1. Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir

2. Kári Valur Sigurðsson

3. Hildur Björg Vilhjálmsdóttir

4. Hallur Guðmundsson

5. Haraldur R. Ingvason

6. Ragnar Unnarsson

7. Hlynur Guðjónsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×