„God Save the Queen“ Ole Anton Bieltvedt skrifar 27. mars 2018 07:00 EES-samningurinn, sem er aldarfjórðungs gamall, þýddi í raun, að Ísland gekk 70-80% í ESB. Við bættist svo aðild að Schengen-samkomulaginu. EES-samningurinn hefur reynzt okkur feykilega gagnlegur, enda eru 85-90% okkar utanlandsviðskipta við Evrópu, og, þökk sé EES-samningnum, þá höfum við frjálsan og að mestu tollalausan aðgang að 31 evrópskum markaði, ESB plús EFTA, á sama hátt og við getum keypt afurðir þessara landa frjálslega, ferðast um þau, sezt þar að og hafið þar nám eða störf að vild. Ef langtímasamningar eru gerðir, þarf auðvitað að vaka yfir þeim, því forsendur og skilyrði breytast stöðugt. Það er því alvarleg vanræksla stjórnvalda hér, að EES-samningurinn hafi ekki verið endurskoðaður og um hann endursamið, eftir þörfum. Við erum nú komin að krossgötum í þessu máli. Bjarni Benediktsson, sem reyndar er ekki skýrasti maður landsins um málefni ESB, fáraðist mikið yfir „boðvaldi, úrslitavaldi og sektarákvörðunum“ ESB, á grundvelli EES-samningsins, á Alþingi nýlega. Dæmi um slíkt nefndi hann þó engin. Sannleikurinn er líka sá, að það regluverk, sem frá ESB kemur, gengur aðallega út á neytendavernd, umhverfisvernd, heilsuvernd, öryggi hvers konar heima fyrir, á ferðalögum og á vinnustað, réttindi almennings og þjóðríkja gagnvart alþjóðlegum stórfyrirtækjum, eftirlit með því, að risafyrirtækin borgi skatta sína o.s.frv., og er þannig af hinu góða. Ýmsir spámenn hér, t.a.m. utanríkisráðherra, virðast halda, að EFTA yrði miklu sterkara og fengi betri samninga við ESB, ef af Brexit verður og Bretar gengju í EFTA. Hefur sá góði maður hvatt Breta til þess, án þess að vitað sé, að Bretar hafi leitað eftir leiðsögn í málinu héðan frá Fróni. Þessi hugleiðing utanríkisráðherra er fyrir undirrituðum aldeilis óraunsæ, því, af hverju ætti ESB að veita EFTA betri samning með vandræðagemlinginn Bretland innanborðs, en vinveittar og vandræðalausar EFTA-þjóðirnar geta fengið? Noregur og Ísland eru auk þess háttskrifuð hjá Þjóðverjum og í ESB; við eigum þar líka bræðraþjóðir okkar Finna, Svía og Dani. Varðandi gildi Bretlands fyrir okkar utanlandsviðskipti, skal á það bent, að, á sama tíma og viðskipti okkar við Evrópu eru 85-90% af okkar utanlandsviðskiptum, eru hlutur Bretlandsviðskiptanna aðeins rúm 10%. Það er því lítt skiljanlegt, að utanríkisráðherra skuli einblína á Bretland í sinni framtíðarsýn, hvað varðar viðskiptalönd og samherja; geta 10% haft meira vægi en 75-80%!? Önnur hlið er, að það var einmitt út af einum þætti fjórfrelsisins í EES/EFTA-samningnum, ferða-, búsetu- og starfsfrelsinu, sem naumur meirihluti Breta var æstur upp í Brexit. Það felst þannig þekkingar- og dómgreindarskortur í hugleiðingunni um nýjan og bættan EES/EFTA-samning með Bretum; beztu samningarnir við ESB verða aðeins tryggðir með fullri ESB-aðild! Með henni myndum við tryggja okkur beztu mögulegu viðskiptakjör og önnur kjör og réttindi, væntanlega fá 6 þingmenn inn á Evrópuþingið, einn kommissar, eins og hinar ESB-þjóðirnar – engin hefur fleiri en einn –, og gætum við þá loksins látið að okkur kveða; komið okkar málum á framfæri á réttan hátt, á réttum stöðum og haft áhrif! Hér skal sérstaklega á það minnt, að engin meiri háttar ákvörðun er tekin innan ESB, nema að allar aðildarþjóðirnar – nú 28 – samþykki. Hver einstök þjóð hefur neitunarvald. ESB hefur síðustu ár gert fríverzlunarsamninga við Suður-Kóreu, Japan og Kanada, þjóðir sem hafa 210 milljónir efnaðra neytenda, og nær fríverzlunarsvæði ESB þannig til 715 milljóna manna. EES-samningurinn veitir okkur þó ekki aðgang að fríverzlun við þessar þrjár mikilvægu þjóðir, sem full ESB-aðild myndi auðvitað tryggja. Það breytir litlu fyrir ESB og risavaxið fríverzlunarsvæði þess, hvort af Brexit verður eða ekki, með 65 milljónum þegna, en Bretar verða, hvort sem er, að leita inn á ESB-meginlandsmarkaðinn, því að þeir hafa engan annan markað við húsdyrnar, auk þess sem landbúnaðarafurðir og iðnvörur Breta eru sniðnar að meginlandi Evrópu. Fyrri nýlendur, sem Bretar vilja nú vingast við, hafa hvorki góðar minningar um þá né þörf fyrir þá. Indverjar t.a.m. sækjast nú ötullega eftir ESB-fríverzlun, og vilja þeir ekki trufla þær samningaumleitanir með því að opna Bretum dyr. Brexit fylleríið mun því sennilega enda með harkalegum timburmönnum. „God Save the Queen“. Það er mál til komið, að Ísland taki ESB-skrefið til fulls, fari úr 80% í 100% ESB-aðild, og fái um leið 100% möguleika á að láta í sér heyra og hafa áhrif.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Tengdar fréttir Enn einn draugurinn Mörg eigum við einhvers konar hulduheima þar sem við hegðum okkur með allt öðrum hætti en á vettvangi dagsins. Það er ekkert nýtt. 27. mars 2018 07:00 Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
EES-samningurinn, sem er aldarfjórðungs gamall, þýddi í raun, að Ísland gekk 70-80% í ESB. Við bættist svo aðild að Schengen-samkomulaginu. EES-samningurinn hefur reynzt okkur feykilega gagnlegur, enda eru 85-90% okkar utanlandsviðskipta við Evrópu, og, þökk sé EES-samningnum, þá höfum við frjálsan og að mestu tollalausan aðgang að 31 evrópskum markaði, ESB plús EFTA, á sama hátt og við getum keypt afurðir þessara landa frjálslega, ferðast um þau, sezt þar að og hafið þar nám eða störf að vild. Ef langtímasamningar eru gerðir, þarf auðvitað að vaka yfir þeim, því forsendur og skilyrði breytast stöðugt. Það er því alvarleg vanræksla stjórnvalda hér, að EES-samningurinn hafi ekki verið endurskoðaður og um hann endursamið, eftir þörfum. Við erum nú komin að krossgötum í þessu máli. Bjarni Benediktsson, sem reyndar er ekki skýrasti maður landsins um málefni ESB, fáraðist mikið yfir „boðvaldi, úrslitavaldi og sektarákvörðunum“ ESB, á grundvelli EES-samningsins, á Alþingi nýlega. Dæmi um slíkt nefndi hann þó engin. Sannleikurinn er líka sá, að það regluverk, sem frá ESB kemur, gengur aðallega út á neytendavernd, umhverfisvernd, heilsuvernd, öryggi hvers konar heima fyrir, á ferðalögum og á vinnustað, réttindi almennings og þjóðríkja gagnvart alþjóðlegum stórfyrirtækjum, eftirlit með því, að risafyrirtækin borgi skatta sína o.s.frv., og er þannig af hinu góða. Ýmsir spámenn hér, t.a.m. utanríkisráðherra, virðast halda, að EFTA yrði miklu sterkara og fengi betri samninga við ESB, ef af Brexit verður og Bretar gengju í EFTA. Hefur sá góði maður hvatt Breta til þess, án þess að vitað sé, að Bretar hafi leitað eftir leiðsögn í málinu héðan frá Fróni. Þessi hugleiðing utanríkisráðherra er fyrir undirrituðum aldeilis óraunsæ, því, af hverju ætti ESB að veita EFTA betri samning með vandræðagemlinginn Bretland innanborðs, en vinveittar og vandræðalausar EFTA-þjóðirnar geta fengið? Noregur og Ísland eru auk þess háttskrifuð hjá Þjóðverjum og í ESB; við eigum þar líka bræðraþjóðir okkar Finna, Svía og Dani. Varðandi gildi Bretlands fyrir okkar utanlandsviðskipti, skal á það bent, að, á sama tíma og viðskipti okkar við Evrópu eru 85-90% af okkar utanlandsviðskiptum, eru hlutur Bretlandsviðskiptanna aðeins rúm 10%. Það er því lítt skiljanlegt, að utanríkisráðherra skuli einblína á Bretland í sinni framtíðarsýn, hvað varðar viðskiptalönd og samherja; geta 10% haft meira vægi en 75-80%!? Önnur hlið er, að það var einmitt út af einum þætti fjórfrelsisins í EES/EFTA-samningnum, ferða-, búsetu- og starfsfrelsinu, sem naumur meirihluti Breta var æstur upp í Brexit. Það felst þannig þekkingar- og dómgreindarskortur í hugleiðingunni um nýjan og bættan EES/EFTA-samning með Bretum; beztu samningarnir við ESB verða aðeins tryggðir með fullri ESB-aðild! Með henni myndum við tryggja okkur beztu mögulegu viðskiptakjör og önnur kjör og réttindi, væntanlega fá 6 þingmenn inn á Evrópuþingið, einn kommissar, eins og hinar ESB-þjóðirnar – engin hefur fleiri en einn –, og gætum við þá loksins látið að okkur kveða; komið okkar málum á framfæri á réttan hátt, á réttum stöðum og haft áhrif! Hér skal sérstaklega á það minnt, að engin meiri háttar ákvörðun er tekin innan ESB, nema að allar aðildarþjóðirnar – nú 28 – samþykki. Hver einstök þjóð hefur neitunarvald. ESB hefur síðustu ár gert fríverzlunarsamninga við Suður-Kóreu, Japan og Kanada, þjóðir sem hafa 210 milljónir efnaðra neytenda, og nær fríverzlunarsvæði ESB þannig til 715 milljóna manna. EES-samningurinn veitir okkur þó ekki aðgang að fríverzlun við þessar þrjár mikilvægu þjóðir, sem full ESB-aðild myndi auðvitað tryggja. Það breytir litlu fyrir ESB og risavaxið fríverzlunarsvæði þess, hvort af Brexit verður eða ekki, með 65 milljónum þegna, en Bretar verða, hvort sem er, að leita inn á ESB-meginlandsmarkaðinn, því að þeir hafa engan annan markað við húsdyrnar, auk þess sem landbúnaðarafurðir og iðnvörur Breta eru sniðnar að meginlandi Evrópu. Fyrri nýlendur, sem Bretar vilja nú vingast við, hafa hvorki góðar minningar um þá né þörf fyrir þá. Indverjar t.a.m. sækjast nú ötullega eftir ESB-fríverzlun, og vilja þeir ekki trufla þær samningaumleitanir með því að opna Bretum dyr. Brexit fylleríið mun því sennilega enda með harkalegum timburmönnum. „God Save the Queen“. Það er mál til komið, að Ísland taki ESB-skrefið til fulls, fari úr 80% í 100% ESB-aðild, og fái um leið 100% möguleika á að láta í sér heyra og hafa áhrif.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður
Enn einn draugurinn Mörg eigum við einhvers konar hulduheima þar sem við hegðum okkur með allt öðrum hætti en á vettvangi dagsins. Það er ekkert nýtt. 27. mars 2018 07:00
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar