Meistaranám í máltækni við HÍ og HR tryggt næstu fimm árin Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. mars 2018 16:47 Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, við undirritun samningsins á föstudag. Mynd/HÁSKÓLI ÍSLANDS Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík hafa gert með sér samstarfssamning um meistaranám í máltækni. Nemendur geta innritast í hvorn skólann sem er en tekið hluta af námi sínu við hinn skólann eða erlendan samstarfsskóla. Síðast var innritað í meistaranám í máltækni hér á landi árið 2015. Samningurinn var undirritaður í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu föstudaginn 23. mars að viðstaddri Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að því er segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Sérstök nefnd með fulltrúum beggja skóla, HR og HÍ, hefur umsjón með samningnum sem er til fimm ára.Sjá einnig: Hætta á stafrænum tungumáladauða íslenskunnarMáltækni miðar að því að þróa búnað sem getur unnið með, skilið og talað tungumál og stuðlað að notkun þeirra í samskiptum manns og tölvu. Fræðigreinin er talin munu gegna mikilvægu hlutverki í varðveislu lítilla tungumála eins og íslensku og telst nauðsynleg samfara hröðum tækniframförum í samfélaginu. Þá hefur lengi verið kallað eftir því að íslensk máltækni verði efld en HÍ og HR hafa undanfarinn áratug þróað námsleiðina í máltækni. Skólarnir hafa hingað til tekið inn nemendur annað hvert ár og nú síðast árið 2015, að því er segir í frétt á vef Stjórnarráðsins.Í fjárlögum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var gert ráð fyrir að 450 milljónir verði settar í að byggja upp innviði í íslenskri máltækni árið 2018. Um er að ræða sjöfalt hærri upphæð en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar.Þrjár innritunarleiðir Samkvæmt samningnum sem undirritaður var á föstudag munu báðir háskólar bjóða upp á meistaranám í máltækni. Um er að ræða þrjár innritunarleiðir: Nemendur geta innritast í meistaranám í máltækni við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og útskrifast þaðan með M.Sc.-próf í máltækni, en mega taka allt að 50 einingar við Háskóla Íslands án þess að greiða þar innritunargjöld. Nemendur geta innritast í meistaranám í máltækni við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands og útskrifast þaðan með M.A.-próf í máltækni, en mega taka allt að 50 einingar við Háskólann í Reykjavík án þess að greiða þar skólagjöld. Nemendur geta innritast á máltæknikjörsvið innan meistaranáms í tölvunarfræði við Háskóla Íslands og útskrifast þaðan með M.S.-próf í tölvunarfræði. Þeir geta tekið námskeið við Íslensku- og menningardeild en ekki námskeið við Háskólann í Reykjavík nema greiða þar skólagjöld. Einnig verður mögulegt fyrir nemendur að taka hluta námsins við erlenda samstarfsskóla. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu námsins hjá HR og hjá HÍ. Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vilja láta reyna á áhuga erlendra stórfyrirtækja á íslenskunni Stefnt er að því að láta reyna á áhuga erlendra tæknifyrirtækja til þess að fella íslenska tungumálið inn í vörur þeirra. Fyrirhugað er að sendinefndir haldi á fund fulltrúa þeirra til viðræðna. 5. mars 2018 15:30 Yngstu börnin sérstakt áhyggjuefni Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, segir enskt máláreiti ná til yngri barna en nokkru sinni fyrr. Gríðarlega mikilvægt sé að kanna áhrif snjalltækjanotkunar og enskra áhrifa á íslensku. 2. mars 2018 13:30 Íslenska á tækniöld: Sjöföldu framlagi í fjárlagafrumvarpi fagnað Gert er ráð fyrir að 450 milljónir verði settar í að byggja upp innviði í íslenskri máltækni samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Um er að ræða sjöfalt hærri upphæð en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar. 14. desember 2017 12:48 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira
Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík hafa gert með sér samstarfssamning um meistaranám í máltækni. Nemendur geta innritast í hvorn skólann sem er en tekið hluta af námi sínu við hinn skólann eða erlendan samstarfsskóla. Síðast var innritað í meistaranám í máltækni hér á landi árið 2015. Samningurinn var undirritaður í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu föstudaginn 23. mars að viðstaddri Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að því er segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Sérstök nefnd með fulltrúum beggja skóla, HR og HÍ, hefur umsjón með samningnum sem er til fimm ára.Sjá einnig: Hætta á stafrænum tungumáladauða íslenskunnarMáltækni miðar að því að þróa búnað sem getur unnið með, skilið og talað tungumál og stuðlað að notkun þeirra í samskiptum manns og tölvu. Fræðigreinin er talin munu gegna mikilvægu hlutverki í varðveislu lítilla tungumála eins og íslensku og telst nauðsynleg samfara hröðum tækniframförum í samfélaginu. Þá hefur lengi verið kallað eftir því að íslensk máltækni verði efld en HÍ og HR hafa undanfarinn áratug þróað námsleiðina í máltækni. Skólarnir hafa hingað til tekið inn nemendur annað hvert ár og nú síðast árið 2015, að því er segir í frétt á vef Stjórnarráðsins.Í fjárlögum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var gert ráð fyrir að 450 milljónir verði settar í að byggja upp innviði í íslenskri máltækni árið 2018. Um er að ræða sjöfalt hærri upphæð en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar.Þrjár innritunarleiðir Samkvæmt samningnum sem undirritaður var á föstudag munu báðir háskólar bjóða upp á meistaranám í máltækni. Um er að ræða þrjár innritunarleiðir: Nemendur geta innritast í meistaranám í máltækni við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og útskrifast þaðan með M.Sc.-próf í máltækni, en mega taka allt að 50 einingar við Háskóla Íslands án þess að greiða þar innritunargjöld. Nemendur geta innritast í meistaranám í máltækni við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands og útskrifast þaðan með M.A.-próf í máltækni, en mega taka allt að 50 einingar við Háskólann í Reykjavík án þess að greiða þar skólagjöld. Nemendur geta innritast á máltæknikjörsvið innan meistaranáms í tölvunarfræði við Háskóla Íslands og útskrifast þaðan með M.S.-próf í tölvunarfræði. Þeir geta tekið námskeið við Íslensku- og menningardeild en ekki námskeið við Háskólann í Reykjavík nema greiða þar skólagjöld. Einnig verður mögulegt fyrir nemendur að taka hluta námsins við erlenda samstarfsskóla. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu námsins hjá HR og hjá HÍ.
Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vilja láta reyna á áhuga erlendra stórfyrirtækja á íslenskunni Stefnt er að því að láta reyna á áhuga erlendra tæknifyrirtækja til þess að fella íslenska tungumálið inn í vörur þeirra. Fyrirhugað er að sendinefndir haldi á fund fulltrúa þeirra til viðræðna. 5. mars 2018 15:30 Yngstu börnin sérstakt áhyggjuefni Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, segir enskt máláreiti ná til yngri barna en nokkru sinni fyrr. Gríðarlega mikilvægt sé að kanna áhrif snjalltækjanotkunar og enskra áhrifa á íslensku. 2. mars 2018 13:30 Íslenska á tækniöld: Sjöföldu framlagi í fjárlagafrumvarpi fagnað Gert er ráð fyrir að 450 milljónir verði settar í að byggja upp innviði í íslenskri máltækni samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Um er að ræða sjöfalt hærri upphæð en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar. 14. desember 2017 12:48 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira
Vilja láta reyna á áhuga erlendra stórfyrirtækja á íslenskunni Stefnt er að því að láta reyna á áhuga erlendra tæknifyrirtækja til þess að fella íslenska tungumálið inn í vörur þeirra. Fyrirhugað er að sendinefndir haldi á fund fulltrúa þeirra til viðræðna. 5. mars 2018 15:30
Yngstu börnin sérstakt áhyggjuefni Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, segir enskt máláreiti ná til yngri barna en nokkru sinni fyrr. Gríðarlega mikilvægt sé að kanna áhrif snjalltækjanotkunar og enskra áhrifa á íslensku. 2. mars 2018 13:30
Íslenska á tækniöld: Sjöföldu framlagi í fjárlagafrumvarpi fagnað Gert er ráð fyrir að 450 milljónir verði settar í að byggja upp innviði í íslenskri máltækni samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Um er að ræða sjöfalt hærri upphæð en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar. 14. desember 2017 12:48