Vilja að Bandaríkjaforseti beri vitni í máli klámmyndaleikkonunnar Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2018 15:06 Samband Trump og Clifford á að hafa átt sér stað árið 2006. Þá var Trump tiltölulega nýgiftur núverandi eiginkonu sinni. Vísir/AFP Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stephanie Clifford hefur lagt fram kröfu um að Donald Trump Bandaríkjaforseti beri vitni um fullyrðingar hennar um að þau hafi átt í kynferðislegu sambandi og hvort hann hafi vitað af samkomulagi sem átti að tryggja að hún þegði um það. Clifford, sem er betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, höfðaði málið til að losna undan þagmælskusamningi sem Michael Cohen, persónulegur lögmaður Trump, gerði við hana rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Cohen segist hafa greitt Clifford 130.000 dollara úr eigin vasa og að hvorki Trump né framboð hans hafi greitt honum á móti. Auk þess að falast eftir skýrslu af Trump vill Michael Avenatti, lögmaður Clifford, að Cohen beri vitni. Þær skýrslutökur færu fram á bak við luktar dyr en ljúgi menn í þeim geta þeir átt yfir höfði sér ákæru fyrir meinsæri, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Trump hefur þvertekið fyrir að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Clifford. Avenatti segir að tilgangurinn sé að komast að því hvort að Trump hafi veitt samkomulaginu blessun sína. Clifford telur sig lausa mála vegna þess að Trump skrifaði aldrei undir samkomulagið. Lögmenn Trump hafa hins vegar krafið hana um tuttugu milljónir dollara í sektir fyrir að brjóta gegn því. Greiðsla Cohen til Clifford er jafnvel talin hafa strítt gegn bandarískum kosningalögum. Í henni hafi í raun falist framlag til forsetaframboðs Trump sem hafi ekki verið gefið upp opinberlega og sé langt yfir lögbundnu hámarki um slík framlög. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40 „Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. mars 2018 23:45 Trump þvertekur fyrir frásögn Stormy Daniels Hvíta húsið þvertekur fyrir það að Donald Trump, forseti Bandaríkjannam, hafi átt í ástarsambandi við klámstjörnuna Stormy Daniels. 26. mars 2018 22:33 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stephanie Clifford hefur lagt fram kröfu um að Donald Trump Bandaríkjaforseti beri vitni um fullyrðingar hennar um að þau hafi átt í kynferðislegu sambandi og hvort hann hafi vitað af samkomulagi sem átti að tryggja að hún þegði um það. Clifford, sem er betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, höfðaði málið til að losna undan þagmælskusamningi sem Michael Cohen, persónulegur lögmaður Trump, gerði við hana rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Cohen segist hafa greitt Clifford 130.000 dollara úr eigin vasa og að hvorki Trump né framboð hans hafi greitt honum á móti. Auk þess að falast eftir skýrslu af Trump vill Michael Avenatti, lögmaður Clifford, að Cohen beri vitni. Þær skýrslutökur færu fram á bak við luktar dyr en ljúgi menn í þeim geta þeir átt yfir höfði sér ákæru fyrir meinsæri, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Trump hefur þvertekið fyrir að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Clifford. Avenatti segir að tilgangurinn sé að komast að því hvort að Trump hafi veitt samkomulaginu blessun sína. Clifford telur sig lausa mála vegna þess að Trump skrifaði aldrei undir samkomulagið. Lögmenn Trump hafa hins vegar krafið hana um tuttugu milljónir dollara í sektir fyrir að brjóta gegn því. Greiðsla Cohen til Clifford er jafnvel talin hafa strítt gegn bandarískum kosningalögum. Í henni hafi í raun falist framlag til forsetaframboðs Trump sem hafi ekki verið gefið upp opinberlega og sé langt yfir lögbundnu hámarki um slík framlög.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40 „Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. mars 2018 23:45 Trump þvertekur fyrir frásögn Stormy Daniels Hvíta húsið þvertekur fyrir það að Donald Trump, forseti Bandaríkjannam, hafi átt í ástarsambandi við klámstjörnuna Stormy Daniels. 26. mars 2018 22:33 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40
„Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. mars 2018 23:45
Trump þvertekur fyrir frásögn Stormy Daniels Hvíta húsið þvertekur fyrir það að Donald Trump, forseti Bandaríkjannam, hafi átt í ástarsambandi við klámstjörnuna Stormy Daniels. 26. mars 2018 22:33