Útreiðartúr á tígrisdýri Þorvaldur Gylfason skrifar 29. mars 2018 09:00 Miklir atburðir gerast nú úti í heimi. Kalt stríð milli Bandaríkjamanna, Breta og margra annarra Evrópuþjóða annars vegar og Rússa hins vegar kann að vera í uppsiglingu. Viðskiptastríð milli Bandaríkjanna og Kína kann einnig vera í aðsigi. Fyrstu skrefin hafa þegar verið stigin. Við bætast viðsjár í Austurlöndum nær þar sem Íran og Sádi-Arabía eigast við grá fyrir járnum í gegnum milliliði í Jemen, Sýrlandi og víðar með virkri aukaaðild Bandaríkjamanna, Rússa o.fl. og veitist ýmsum betur. Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu og Trump Bandaríkjaforseti skiptast á hótunum um kjarnorkuárásir. Stríð hefur geisað í Kongó frá 1998 með hléum og miklu mannfalli.Réttlætingar með lygum rýra traust Ófriðarhorfurnar um heiminn eru að því leytinu til uggvænlegri nú en oft áður að Bandaríkin sem voru hryggjarstykkið í bandalagi lýðræðisríkjanna eftir 1945 hafa glatað trausti. Til þess liggja ýmsar ástæður. Nú er t.d. komið í ljós að Víetnamstríðið var réttlætt með lygum líkt og innrás Bandaríkjanna, Bretlands o.fl. ríkja í Írak 2003 var réttlætt með lygum. Margt bendir til að skýring bandarískra yfirvalda á morðinu á Kennedy forseta 1963 reist á niðurstöðu Warren-nefndarinnar sé röng eins og Bandaríkjaþing ályktaði 1978 án þess að kafa til botns. Enn er skjölum um morðið haldið leyndum fyrir almenningi til að vernda meinta þjóðaröryggishagsmuni að sögn Trumps forseta, en lokaskjalanna er að vænta nú í apríl nema leyndin verði framlengd. Bandaríkjastjórn hefur, stundum ásamt leyniþjónustunni CIA, steypt fjórtán ríkisstjórnum af stóli frá Havaí 1893 til Íraks 2003, þar á meðal lýðræðislega kjörnum stjórnum í Íran 1953 og Síle 1973. Allt þetta hefur grafið undan áliti Bandaríkjanna þrátt fyrir mikinn árangur landsins á mörgum sviðum.Trump forseti er kafli út af fyrir sig Við bætist að nú situr í Hvíta húsinu maður sem hótar kjarnorkuárásum, er hlynntur pyndingum, leggur nýnasista að jöfnu við andstæðinga þeirra, dregur skv. mörgum prentuðum heimildum á eftir sér langan glæpaslóða og liggur undir grun um að vera undir hælnum á Pútín Rússlandsforseta. Bandaríkin fá nú miklu minna en fullt hús stiga í mati stjórnmálafræðinga á lýðræði í heiminum.+Kannanir Gallups sýna að Trump forseti hefur frá því hann tók við embætti í janúar 2017 notið stuðnings allt að 40% bandarískra kjósenda (og langflestra skráðra repúblikana) meðan allt að 60% kjósenda eru honum andsnúin. Hann náði kjöri 2016 vegna galla á stjórnarskrá Bandaríkjanna sem tryggði honum meiri hluta í kjörráði (e. Electoral College) þótt hann hlyti þrem milljónum færri atkvæði á landsvísu en keppinautur hans úr röðum demókrata. Svipað gerðist árið 2000 þegar Hæstiréttur gerði George W. Bush að forseta með fimm atkvæðum gegn fjórum.Hæstiréttur brást Kjörráðsákvæðið er ekki eini alvarlegi gallinn á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þar er einnig að finna ákvæði um frelsi til að bera vopn svo sem ástæða þótti til á ofanverðri 18. öld. Þetta ákvæði hefur bandaríska byssuvinafélagið (National Rifles Association, NRA) notað til að hræða Bandaríkjaþing frá því að innleiða skilvirkt skotopnaeftirlit. John Paul Stevens sem var hæstaréttardómari 1975-2010, lengur en flestir aðrir dómarar í sögu réttarins, birti nýlega grein í New York Times þar sem hann rifjar upp að félagi hans Warren Burger, forseti réttarins 1969-1986, kallaði túlkun NRA á stjórnarskránni „einhver mestu svik, segi og skrifa svik, sem bandaríska þjóðin hefur mátt þola af hálfu hagsmunasamtaka um alla mína daga.“ [Mín þýðing, ÞG.] Hæstiréttur innsiglaði svikin 2008 með því að staðfesta þessa rangtúlkun byssuvinafélagsins á úreltu ákvæði stjórnarskrárinnar. Og fjöldamorðin halda áfram í skólum og annars staðar. Byssur eru fleiri í Bandaríkjunum en fullorðið fólk. Stevens leggur til að byssuverndarákvæðið verði numið brott úr stjórnarskránni úr því að Hæstiréttur brást. Hæstiréttur bætti síðan gráu ofan á svart 2010 með því að létta öllum hömlum af fjárframlögum til stjórnmálamanna og flokka. Í ljósi þessara tveggja dóma Hæstaréttar verður það skiljanlegt hvers vegna bandarískir þingmenn, einkum repúblikanar, sitja og standa eins og byssuvinafélagið býður þeim. Þeir fóru í útreiðartúr á tígrisdýri. Bandarískir byssuvinir eru ekki einir um hituna. Lyfjafyrirtæki, bankar o.fl. hafa keypt sér mikil ítök meðal bandarískra stjórnmálamanna á kostnað almennings. Lýðræðinu blæðir, einnig hér heima þar sem peningar, iðulega illa fengnir, virðast nú hafa meiri áhrif á Alþingi en nokkru sinni fyrr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Miklir atburðir gerast nú úti í heimi. Kalt stríð milli Bandaríkjamanna, Breta og margra annarra Evrópuþjóða annars vegar og Rússa hins vegar kann að vera í uppsiglingu. Viðskiptastríð milli Bandaríkjanna og Kína kann einnig vera í aðsigi. Fyrstu skrefin hafa þegar verið stigin. Við bætast viðsjár í Austurlöndum nær þar sem Íran og Sádi-Arabía eigast við grá fyrir járnum í gegnum milliliði í Jemen, Sýrlandi og víðar með virkri aukaaðild Bandaríkjamanna, Rússa o.fl. og veitist ýmsum betur. Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu og Trump Bandaríkjaforseti skiptast á hótunum um kjarnorkuárásir. Stríð hefur geisað í Kongó frá 1998 með hléum og miklu mannfalli.Réttlætingar með lygum rýra traust Ófriðarhorfurnar um heiminn eru að því leytinu til uggvænlegri nú en oft áður að Bandaríkin sem voru hryggjarstykkið í bandalagi lýðræðisríkjanna eftir 1945 hafa glatað trausti. Til þess liggja ýmsar ástæður. Nú er t.d. komið í ljós að Víetnamstríðið var réttlætt með lygum líkt og innrás Bandaríkjanna, Bretlands o.fl. ríkja í Írak 2003 var réttlætt með lygum. Margt bendir til að skýring bandarískra yfirvalda á morðinu á Kennedy forseta 1963 reist á niðurstöðu Warren-nefndarinnar sé röng eins og Bandaríkjaþing ályktaði 1978 án þess að kafa til botns. Enn er skjölum um morðið haldið leyndum fyrir almenningi til að vernda meinta þjóðaröryggishagsmuni að sögn Trumps forseta, en lokaskjalanna er að vænta nú í apríl nema leyndin verði framlengd. Bandaríkjastjórn hefur, stundum ásamt leyniþjónustunni CIA, steypt fjórtán ríkisstjórnum af stóli frá Havaí 1893 til Íraks 2003, þar á meðal lýðræðislega kjörnum stjórnum í Íran 1953 og Síle 1973. Allt þetta hefur grafið undan áliti Bandaríkjanna þrátt fyrir mikinn árangur landsins á mörgum sviðum.Trump forseti er kafli út af fyrir sig Við bætist að nú situr í Hvíta húsinu maður sem hótar kjarnorkuárásum, er hlynntur pyndingum, leggur nýnasista að jöfnu við andstæðinga þeirra, dregur skv. mörgum prentuðum heimildum á eftir sér langan glæpaslóða og liggur undir grun um að vera undir hælnum á Pútín Rússlandsforseta. Bandaríkin fá nú miklu minna en fullt hús stiga í mati stjórnmálafræðinga á lýðræði í heiminum.+Kannanir Gallups sýna að Trump forseti hefur frá því hann tók við embætti í janúar 2017 notið stuðnings allt að 40% bandarískra kjósenda (og langflestra skráðra repúblikana) meðan allt að 60% kjósenda eru honum andsnúin. Hann náði kjöri 2016 vegna galla á stjórnarskrá Bandaríkjanna sem tryggði honum meiri hluta í kjörráði (e. Electoral College) þótt hann hlyti þrem milljónum færri atkvæði á landsvísu en keppinautur hans úr röðum demókrata. Svipað gerðist árið 2000 þegar Hæstiréttur gerði George W. Bush að forseta með fimm atkvæðum gegn fjórum.Hæstiréttur brást Kjörráðsákvæðið er ekki eini alvarlegi gallinn á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þar er einnig að finna ákvæði um frelsi til að bera vopn svo sem ástæða þótti til á ofanverðri 18. öld. Þetta ákvæði hefur bandaríska byssuvinafélagið (National Rifles Association, NRA) notað til að hræða Bandaríkjaþing frá því að innleiða skilvirkt skotopnaeftirlit. John Paul Stevens sem var hæstaréttardómari 1975-2010, lengur en flestir aðrir dómarar í sögu réttarins, birti nýlega grein í New York Times þar sem hann rifjar upp að félagi hans Warren Burger, forseti réttarins 1969-1986, kallaði túlkun NRA á stjórnarskránni „einhver mestu svik, segi og skrifa svik, sem bandaríska þjóðin hefur mátt þola af hálfu hagsmunasamtaka um alla mína daga.“ [Mín þýðing, ÞG.] Hæstiréttur innsiglaði svikin 2008 með því að staðfesta þessa rangtúlkun byssuvinafélagsins á úreltu ákvæði stjórnarskrárinnar. Og fjöldamorðin halda áfram í skólum og annars staðar. Byssur eru fleiri í Bandaríkjunum en fullorðið fólk. Stevens leggur til að byssuverndarákvæðið verði numið brott úr stjórnarskránni úr því að Hæstiréttur brást. Hæstiréttur bætti síðan gráu ofan á svart 2010 með því að létta öllum hömlum af fjárframlögum til stjórnmálamanna og flokka. Í ljósi þessara tveggja dóma Hæstaréttar verður það skiljanlegt hvers vegna bandarískir þingmenn, einkum repúblikanar, sitja og standa eins og byssuvinafélagið býður þeim. Þeir fóru í útreiðartúr á tígrisdýri. Bandarískir byssuvinir eru ekki einir um hituna. Lyfjafyrirtæki, bankar o.fl. hafa keypt sér mikil ítök meðal bandarískra stjórnmálamanna á kostnað almennings. Lýðræðinu blæðir, einnig hér heima þar sem peningar, iðulega illa fengnir, virðast nú hafa meiri áhrif á Alþingi en nokkru sinni fyrr.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun