Páskar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 29. mars 2018 15:00 Páskar eru trúarhátíð kristinna manna með hinum sterka boðskap um fórnfýsi og sigur lífsins yfir dauðanum. Ekki taka allir eftir þessum fallega boðskap og sumir gefa reyndar afar lítið fyrir hann. Á mörgum bæjum telst einfaldlega ekki sérlega fínt að flagga trú. Hún þykir jafnvel hrein tímaskekkja í nútímasamfélagi og því eru öfl sem vilja draga úr vægi hennar og telja sig með því vera að gera mikið gagn. Þessum öflum hefur orðið nokkuð ágengt, en eiga þó langt í land með að takast það ætlunarverk sitt að afkristna þjóðina. Það auðveldar þessum hópi reyndar verkið að nútímamaðurinn er yfirleitt á þönum, stöðugt að flýta sér og gefur sér alla jafna lítinn tíma til íhugunar. Hátíð eins og páskar verða í huga hans að kærkominni röð frídaga, þegar þeir ættu að vera svo miklu meira en það. Þarna er nútímamaðurinn, eins og stundum áður, fastur á villigötum neysluhyggjunnar. Hann er of upptekinn af þægindum þegar hann mætti gjarnan vera meira brennandi í andanum. Í umhverfi eins og þessu á þjóðkirkjan að mörgu leyti erfitt uppdráttar. Hún nýtur ekki sömu virðingar og áður og getur sumpart sjálfri sér um kennt. Of margir kirkjunnar þjónar hafa reynst mun breyskari en góðu hófi gegnir. Þar sýnir sig að mun auðveldara er að vera talsmaður boðskapar en að breyta eftir honum. Kristin trú boðar kærleika, umburðarlyndi og fórnfýsi og það skipir öllu máli að prestar landsins breyti samkvæmt því. Það er siðferðileg skylda þeirra að starfa í þágu kærleikans og það gera þeir blessunarlega flestir. Þótt þjóðkirkjan eigi undir högg að sækja og úrsögnum úr henni fjölgi þá standa kirkjur landsins samt ekki auðar, síst á stórhátíðum eins og páskum. Páskaboðskapurinn kemst rækilega til skila í predikunum, upplestri og tónlist, þar er nánast eins og kirkjugestir séu umfaðmaðir. Einhverjir myndu kannski ætla sem svo að einungis þarna ætti páskaboðskapurinn heima. Hann fái ekki ýkja mikla athygli annars staðar. En svo er alls ekki. Jafn ágætt starf og prestar vinna þegar þeir boða kærleiksboðskapinn þá eru aðrir sem hafa afrekað enn meir. Það eru listamennirnir sem skapað hafa ódauðleg verk með tilvísunum í sögur Biblíunnar. Þeir sem vilja geta auðveldlega leitt hjá sér orð og predikanir prestanna. Ekkert fær hins vegar unnið á þeim stórbrotnu listaverkum sem vísa til kristni og kristins boðskapar. Passíusálmar Hallgríms Péturssonar hafa verið lesnir í útvarpi svo lengi sem elstu menn muna. Jafn ólík verk og Mattheusarpassía Bachs og Jesus Christ Superstar eru flutt á þessum tíma, ásamt fleiri gimsteinum tónlistarsögunnar. Heimurinn á ódauðleg verk eftir meistara myndlistarsögunnar af Kristi á krossinum og upprisu hans. Enn verður sú saga skáldum að yrkisefni og kvikmyndagerðarmenn gera henni skil á hvíta tjaldinu. Ef við höfum í huga öll þau listaverk sem mannsandinn hefur skapað vegna áhrifa frá sögunni um Krist, krossfestingu hans og upprisu þá hlýtur okkur um leið að verða ljóst að páskaboðskapurinn mun aldrei gleymast. Hann á ætíð erindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Páskar eru trúarhátíð kristinna manna með hinum sterka boðskap um fórnfýsi og sigur lífsins yfir dauðanum. Ekki taka allir eftir þessum fallega boðskap og sumir gefa reyndar afar lítið fyrir hann. Á mörgum bæjum telst einfaldlega ekki sérlega fínt að flagga trú. Hún þykir jafnvel hrein tímaskekkja í nútímasamfélagi og því eru öfl sem vilja draga úr vægi hennar og telja sig með því vera að gera mikið gagn. Þessum öflum hefur orðið nokkuð ágengt, en eiga þó langt í land með að takast það ætlunarverk sitt að afkristna þjóðina. Það auðveldar þessum hópi reyndar verkið að nútímamaðurinn er yfirleitt á þönum, stöðugt að flýta sér og gefur sér alla jafna lítinn tíma til íhugunar. Hátíð eins og páskar verða í huga hans að kærkominni röð frídaga, þegar þeir ættu að vera svo miklu meira en það. Þarna er nútímamaðurinn, eins og stundum áður, fastur á villigötum neysluhyggjunnar. Hann er of upptekinn af þægindum þegar hann mætti gjarnan vera meira brennandi í andanum. Í umhverfi eins og þessu á þjóðkirkjan að mörgu leyti erfitt uppdráttar. Hún nýtur ekki sömu virðingar og áður og getur sumpart sjálfri sér um kennt. Of margir kirkjunnar þjónar hafa reynst mun breyskari en góðu hófi gegnir. Þar sýnir sig að mun auðveldara er að vera talsmaður boðskapar en að breyta eftir honum. Kristin trú boðar kærleika, umburðarlyndi og fórnfýsi og það skipir öllu máli að prestar landsins breyti samkvæmt því. Það er siðferðileg skylda þeirra að starfa í þágu kærleikans og það gera þeir blessunarlega flestir. Þótt þjóðkirkjan eigi undir högg að sækja og úrsögnum úr henni fjölgi þá standa kirkjur landsins samt ekki auðar, síst á stórhátíðum eins og páskum. Páskaboðskapurinn kemst rækilega til skila í predikunum, upplestri og tónlist, þar er nánast eins og kirkjugestir séu umfaðmaðir. Einhverjir myndu kannski ætla sem svo að einungis þarna ætti páskaboðskapurinn heima. Hann fái ekki ýkja mikla athygli annars staðar. En svo er alls ekki. Jafn ágætt starf og prestar vinna þegar þeir boða kærleiksboðskapinn þá eru aðrir sem hafa afrekað enn meir. Það eru listamennirnir sem skapað hafa ódauðleg verk með tilvísunum í sögur Biblíunnar. Þeir sem vilja geta auðveldlega leitt hjá sér orð og predikanir prestanna. Ekkert fær hins vegar unnið á þeim stórbrotnu listaverkum sem vísa til kristni og kristins boðskapar. Passíusálmar Hallgríms Péturssonar hafa verið lesnir í útvarpi svo lengi sem elstu menn muna. Jafn ólík verk og Mattheusarpassía Bachs og Jesus Christ Superstar eru flutt á þessum tíma, ásamt fleiri gimsteinum tónlistarsögunnar. Heimurinn á ódauðleg verk eftir meistara myndlistarsögunnar af Kristi á krossinum og upprisu hans. Enn verður sú saga skáldum að yrkisefni og kvikmyndagerðarmenn gera henni skil á hvíta tjaldinu. Ef við höfum í huga öll þau listaverk sem mannsandinn hefur skapað vegna áhrifa frá sögunni um Krist, krossfestingu hans og upprisu þá hlýtur okkur um leið að verða ljóst að páskaboðskapurinn mun aldrei gleymast. Hann á ætíð erindi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun