Svo fólk velji Reykjavík Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 29. mars 2018 11:27 Fólk sem fæðist á Íslandi í dag mun vonandi geta valið hvar í veröldinni það kýs að búa þegar það vex úr grasi. Við í Viðreisn viljum að fólk hafi þetta val, en við viljum líka að það geti hugsað sér að búa á Íslandi, frekar en til dæmis í Noregi eða á Spáni. Þess vegna þarf höfuðborgin Reykjavík að vera samkeppnisfær við aðrar borgir.Borg fyrir börn Fólk mun ekki vilja búa í Reykjavík nema skólakerfið sé gott. Reykjavíkurborg á að vera borg þar sem boðið er upp á framúrskarandi starfsumhverfi fyrir nemendur og kennara og þar sem miðstýring hindrar ekki þróun skólastarfsins. Samþætta þarf dagskrá barnanna í skóla, íþróttum og tómstundum því eins og staðan er nú er vinnudagur barna ekki skipulagður með þarfir þeirra í huga. Til að ná þessu þarf til dæmis að ljúka sameiningu skóla- og frístundasviðs. Börn með sértækan vanda eiga ekki að bíða í 18 mánaða greiningarferli að staðaldri, þau eiga að fá skýr úrræði við hæfi eins fljótt og auðið er. Reykjavíkurborg á að vera borg sem hlúir að andlegu heilbrigði barna sinna og tryggir þeim aðgengilega sálfræðiþjónustu.Borg fyrir alla Reykjavíkurborg á að vera borg þar sem þjónusta við fjölskyldur á öllum aldri er aðgengileg og góð. Þar sem fatlað fólk getur treyst á þjónustu borgarinnar, en þarf ekki að líða fyrir brotakennt fyrirkomulag sem er plástrað í bak og fyrir. Borg þar sem í boði er fjölbreytt þjónusta fyrir aldraða í samræmi við þarfir þeirra. Þar sem öllum er gert kleift að búa heima hjá sér eins lengi og þeir vilja og geta. Þegar þeirri getu sleppir standi hjúkrunarheimili til boða í stað langs og erfiðs biðtíma með tilheyrandi álagi og óvissu. Reykjavíkurborg á að hafa það að markmiði að mæta þörfum borgaranna af virðingu og með gæði að leiðarljósi en til þess þarf reglulegar mælingar svo hægt sé að þróa þjónustuna í takt við þarfir og væntingar borgarbúa.Borg fyrir umhverfið Reykjavíkurborg á að vera fjölbreytt, græn og skilvirk. Með strætó sem gengur á 7,5 mínútna fresti á háannatímum og Borgarlínu á fullri ferð verða almenningssamgöngur að auðveldum og raunhæfum kosti. Að sjálfsögðu eigum við að hafa gott vegakerfi fyrir fólk sem notar einkabílinn til að komast leiðar sinnar en við eigum líka að styðja við fjölbreyttari ferðamáta. Hjólastígar borgarinnar eiga að vera framúrskarandi, kortlagðir og heita nöfnum sem auðveldar borgarbúum að auðkenna þá og nota. Áframhaldandi þétting byggðar á að vera í forgangi með áherslu á að klára uppbyggingu í þeim hverfum sem hafin er. Reykjavík á að vera borg sem leggur áherslu á þjónustu í nærumhverfi borgaranna. Í því skyni eiga grenndarstöðvar að vera handan við hornið, snyrtilegar og með gámum sem auðvelt er að losa sorp í. Sorp borgarbúa skal sótt oftar, fremur en sjaldnar og borgin á að sjálfsögðu að koma til móts við borgarbúa eftir jólastreituna og tryggja að jólatrén séu sótt eftir hátíðirnar. Þetta er einfaldlega spurning um stærðarhagkvæmni og góða þjónustu við fólkið í borginni.Borg til þjónustu reiðubúin Reykjavíkurborg á að vera eftirsóttur vinnustaður þar sem hæfileikaríkt fólk sækir um lykilstöður. Rekstur borgarinnar skal vera hallalaus og henni stýrt af festu og öryggi. Við viljum að þjóðarsátt um kjör kvennastétta verði sett í forgang. Stuðla þarf að einfaldara regluverki með góðu aðgengi að gagnvirkri stjórnsýslu sem þjónustar fólk í stað þess að flækjast fyrir því. Boðleiðir eiga að vera skýrar og hugsa skal í langtímalausnum í stað marglaga kerfis sem hefur verið plástrað alltof oft. Við þurfum að aðstoða við stofnun fyrirtækja í borginni í stað þess að gera þeim erfitt fyrir og gera það sem í okkar valdi stendur til að skapa fyrirtækjum hagstæð rekstrarskilyrði. Dæmi um þetta er „One Stop Shop” fyrir leyfismál fyrirtækja. Svo verður auðvitað að vera gott aðgengi að skrifstofu- og atvinnuhúsnæði í borginni. Viðreisn er neytendamiðaður flokkur sem mun alltaf setja hagsmuni neytenda í forgrunn og hafna hvers kyns sérhagsmunum í borgarskipulaginu. Tryggja á hagsmuni íbúa á framkvæmdasvæðum, til dæmis með því að úthluta þeim sérstökum tengiliði með bætt upplýsingaflæði, sátt og vellíðan að markmiði. Við megum nefnilega aldrei gleyma því að Reykjavíkurborg er fyrst og fremst þjónustuaðili sem hefur það hlutverk að veita borgarbúum og landsmönnum öllum góða þjónustu.Borg sem blómstrar Reykjavík á að vera borg þar sem fólk vill búa. Borg sem hefur upp á allt að bjóða og jafnvel meira til. Borg þar sem samgöngur eru á heimsmælikvarða, atvinnutækifæri eru spennandi, börn fá að blómstra á eigin forsendum og mannlífið er iðandi. Þessum markmiðum vill Viðreisn ná í Reykjavík. Við tölum fyrir nýrri nálgun og horfum á það sem snertir okkar daglega líf en ekki bara steypu og mannvirki. Það hvernig samgöngumál, menntamál, velferðarmál, umhverfismál og svo margt annað er skipulagt er einfaldlega samofið okkar daglegu störfum og tómstundum. Það hvernig við getum búið til betri borg er ekki afmarkað markmið heldur heildstætt verkefni.Látum verkin tala Viðreisn hefur stimplað sig inn sem stjórnmálaafl sem lætur verkin tala. Afl sem er óhrætt við að fara nýjar leiðir byggðar á vönduðum greiningum og raunhæfum úrræðum sem miða að heildrænni sýn fyrir borgina okkar, í þágu borgarbúanna. Við ætlum að einblína á öll þau fjölmörgu mál sem tengjast okkar daglega lífi sem hafa einfaldlega setið á hakanum alltof lengi. Það eru spennandi vikur framundan sem við í Viðreisn munum nýta vel til að kynna hugsjónir okkar og baráttumál. Öll okkar stefnumál miða að því að gera Reykjavík að betri, skemmtilegri og skilvirkari borg þar sem þjónusta við borgarbúa er í forgrunni. Borg sem er eftirsóknarvert að búa í. Höfundur greinar er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Fólk sem fæðist á Íslandi í dag mun vonandi geta valið hvar í veröldinni það kýs að búa þegar það vex úr grasi. Við í Viðreisn viljum að fólk hafi þetta val, en við viljum líka að það geti hugsað sér að búa á Íslandi, frekar en til dæmis í Noregi eða á Spáni. Þess vegna þarf höfuðborgin Reykjavík að vera samkeppnisfær við aðrar borgir.Borg fyrir börn Fólk mun ekki vilja búa í Reykjavík nema skólakerfið sé gott. Reykjavíkurborg á að vera borg þar sem boðið er upp á framúrskarandi starfsumhverfi fyrir nemendur og kennara og þar sem miðstýring hindrar ekki þróun skólastarfsins. Samþætta þarf dagskrá barnanna í skóla, íþróttum og tómstundum því eins og staðan er nú er vinnudagur barna ekki skipulagður með þarfir þeirra í huga. Til að ná þessu þarf til dæmis að ljúka sameiningu skóla- og frístundasviðs. Börn með sértækan vanda eiga ekki að bíða í 18 mánaða greiningarferli að staðaldri, þau eiga að fá skýr úrræði við hæfi eins fljótt og auðið er. Reykjavíkurborg á að vera borg sem hlúir að andlegu heilbrigði barna sinna og tryggir þeim aðgengilega sálfræðiþjónustu.Borg fyrir alla Reykjavíkurborg á að vera borg þar sem þjónusta við fjölskyldur á öllum aldri er aðgengileg og góð. Þar sem fatlað fólk getur treyst á þjónustu borgarinnar, en þarf ekki að líða fyrir brotakennt fyrirkomulag sem er plástrað í bak og fyrir. Borg þar sem í boði er fjölbreytt þjónusta fyrir aldraða í samræmi við þarfir þeirra. Þar sem öllum er gert kleift að búa heima hjá sér eins lengi og þeir vilja og geta. Þegar þeirri getu sleppir standi hjúkrunarheimili til boða í stað langs og erfiðs biðtíma með tilheyrandi álagi og óvissu. Reykjavíkurborg á að hafa það að markmiði að mæta þörfum borgaranna af virðingu og með gæði að leiðarljósi en til þess þarf reglulegar mælingar svo hægt sé að þróa þjónustuna í takt við þarfir og væntingar borgarbúa.Borg fyrir umhverfið Reykjavíkurborg á að vera fjölbreytt, græn og skilvirk. Með strætó sem gengur á 7,5 mínútna fresti á háannatímum og Borgarlínu á fullri ferð verða almenningssamgöngur að auðveldum og raunhæfum kosti. Að sjálfsögðu eigum við að hafa gott vegakerfi fyrir fólk sem notar einkabílinn til að komast leiðar sinnar en við eigum líka að styðja við fjölbreyttari ferðamáta. Hjólastígar borgarinnar eiga að vera framúrskarandi, kortlagðir og heita nöfnum sem auðveldar borgarbúum að auðkenna þá og nota. Áframhaldandi þétting byggðar á að vera í forgangi með áherslu á að klára uppbyggingu í þeim hverfum sem hafin er. Reykjavík á að vera borg sem leggur áherslu á þjónustu í nærumhverfi borgaranna. Í því skyni eiga grenndarstöðvar að vera handan við hornið, snyrtilegar og með gámum sem auðvelt er að losa sorp í. Sorp borgarbúa skal sótt oftar, fremur en sjaldnar og borgin á að sjálfsögðu að koma til móts við borgarbúa eftir jólastreituna og tryggja að jólatrén séu sótt eftir hátíðirnar. Þetta er einfaldlega spurning um stærðarhagkvæmni og góða þjónustu við fólkið í borginni.Borg til þjónustu reiðubúin Reykjavíkurborg á að vera eftirsóttur vinnustaður þar sem hæfileikaríkt fólk sækir um lykilstöður. Rekstur borgarinnar skal vera hallalaus og henni stýrt af festu og öryggi. Við viljum að þjóðarsátt um kjör kvennastétta verði sett í forgang. Stuðla þarf að einfaldara regluverki með góðu aðgengi að gagnvirkri stjórnsýslu sem þjónustar fólk í stað þess að flækjast fyrir því. Boðleiðir eiga að vera skýrar og hugsa skal í langtímalausnum í stað marglaga kerfis sem hefur verið plástrað alltof oft. Við þurfum að aðstoða við stofnun fyrirtækja í borginni í stað þess að gera þeim erfitt fyrir og gera það sem í okkar valdi stendur til að skapa fyrirtækjum hagstæð rekstrarskilyrði. Dæmi um þetta er „One Stop Shop” fyrir leyfismál fyrirtækja. Svo verður auðvitað að vera gott aðgengi að skrifstofu- og atvinnuhúsnæði í borginni. Viðreisn er neytendamiðaður flokkur sem mun alltaf setja hagsmuni neytenda í forgrunn og hafna hvers kyns sérhagsmunum í borgarskipulaginu. Tryggja á hagsmuni íbúa á framkvæmdasvæðum, til dæmis með því að úthluta þeim sérstökum tengiliði með bætt upplýsingaflæði, sátt og vellíðan að markmiði. Við megum nefnilega aldrei gleyma því að Reykjavíkurborg er fyrst og fremst þjónustuaðili sem hefur það hlutverk að veita borgarbúum og landsmönnum öllum góða þjónustu.Borg sem blómstrar Reykjavík á að vera borg þar sem fólk vill búa. Borg sem hefur upp á allt að bjóða og jafnvel meira til. Borg þar sem samgöngur eru á heimsmælikvarða, atvinnutækifæri eru spennandi, börn fá að blómstra á eigin forsendum og mannlífið er iðandi. Þessum markmiðum vill Viðreisn ná í Reykjavík. Við tölum fyrir nýrri nálgun og horfum á það sem snertir okkar daglega líf en ekki bara steypu og mannvirki. Það hvernig samgöngumál, menntamál, velferðarmál, umhverfismál og svo margt annað er skipulagt er einfaldlega samofið okkar daglegu störfum og tómstundum. Það hvernig við getum búið til betri borg er ekki afmarkað markmið heldur heildstætt verkefni.Látum verkin tala Viðreisn hefur stimplað sig inn sem stjórnmálaafl sem lætur verkin tala. Afl sem er óhrætt við að fara nýjar leiðir byggðar á vönduðum greiningum og raunhæfum úrræðum sem miða að heildrænni sýn fyrir borgina okkar, í þágu borgarbúanna. Við ætlum að einblína á öll þau fjölmörgu mál sem tengjast okkar daglega lífi sem hafa einfaldlega setið á hakanum alltof lengi. Það eru spennandi vikur framundan sem við í Viðreisn munum nýta vel til að kynna hugsjónir okkar og baráttumál. Öll okkar stefnumál miða að því að gera Reykjavík að betri, skemmtilegri og skilvirkari borg þar sem þjónusta við borgarbúa er í forgrunni. Borg sem er eftirsóknarvert að búa í. Höfundur greinar er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun