Engin ofurlaun í Bankasýslunni Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. mars 2018 11:30 Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins (t.h.) Vísir/Anton Brink Laun forstjóra Bankasýslunnar eru töluvert lægri en ritað var um á vefsíðu Hringbrautar á dögunum.Forstjóri Bankasýslu ríkisins fær rúmlega 1.100 þúsund krónur á mánuði samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu. Meintum ofurlaunum Jóns Gunnars Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar, upp á rúmar 4,5 milljónir króna var slegið upp í skoðanapistli á vefsíðu Hringbrautar á dögunum og hlaut færslan nokkra dreifingu á samfélagsmiðlum auk þess sem hún var birt á vef Eyjunnar. Þar gerði pistlahöfundurinn Róbert Trausti Árnason, fyrrverandi sendiherra, sem skrifar undir höfundarnafninu Náttfari, að umtalsefni grein Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Flokks fólksins, um stofnunina og þá skoðun hans að hana hefði átt að leggja niður í ágúst 2014. Róbert bætir við upplýsingum um rekstrarkostnað Bankasýslunnar og fullyrðir að laun forstjórans nemi 4,5 milljónum króna á mánuði og vísaði í tekjublað DV í fyrra því til staðfestingar. Hið rétta er að farið var mannavillt í blaðinu. Hinar áætluðu tekjur tilheyrðu alnafna forstjóra Bankasýslunnar, einum æðsta stjórnanda Actavis á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu fær forstjóri Bankasýslunnar enn sömu laun og kjararáð ákvarðaði honum áður en hann færðist undan úrskurðarvaldi þess með lagabreytingum í júlí 2017. Stjórn Bankasýslunnar hefur ekki breytt launum forstjórans síðan. Laun forstjórans þykja því hófstillt í rúmum 1.100 þúsund krónum á mánuði enda þýðir það að hann fær talsvert minna greitt en flestir þingmenn. Þar á meðal Karl Gauti Hjaltason, sem fær rúmar 1.300 þúsund krónur á mánuði í þingfararkaup og fastar kostnaðargreiðslur. Kjaramál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Laun forstjóra Bankasýslunnar eru töluvert lægri en ritað var um á vefsíðu Hringbrautar á dögunum.Forstjóri Bankasýslu ríkisins fær rúmlega 1.100 þúsund krónur á mánuði samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu. Meintum ofurlaunum Jóns Gunnars Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar, upp á rúmar 4,5 milljónir króna var slegið upp í skoðanapistli á vefsíðu Hringbrautar á dögunum og hlaut færslan nokkra dreifingu á samfélagsmiðlum auk þess sem hún var birt á vef Eyjunnar. Þar gerði pistlahöfundurinn Róbert Trausti Árnason, fyrrverandi sendiherra, sem skrifar undir höfundarnafninu Náttfari, að umtalsefni grein Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Flokks fólksins, um stofnunina og þá skoðun hans að hana hefði átt að leggja niður í ágúst 2014. Róbert bætir við upplýsingum um rekstrarkostnað Bankasýslunnar og fullyrðir að laun forstjórans nemi 4,5 milljónum króna á mánuði og vísaði í tekjublað DV í fyrra því til staðfestingar. Hið rétta er að farið var mannavillt í blaðinu. Hinar áætluðu tekjur tilheyrðu alnafna forstjóra Bankasýslunnar, einum æðsta stjórnanda Actavis á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu fær forstjóri Bankasýslunnar enn sömu laun og kjararáð ákvarðaði honum áður en hann færðist undan úrskurðarvaldi þess með lagabreytingum í júlí 2017. Stjórn Bankasýslunnar hefur ekki breytt launum forstjórans síðan. Laun forstjórans þykja því hófstillt í rúmum 1.100 þúsund krónum á mánuði enda þýðir það að hann fær talsvert minna greitt en flestir þingmenn. Þar á meðal Karl Gauti Hjaltason, sem fær rúmar 1.300 þúsund krónur á mánuði í þingfararkaup og fastar kostnaðargreiðslur.
Kjaramál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira