Sokkar sem bjarga mannslífum Sif Sigmarsdóttir skrifar 10. mars 2018 06:00 Þeir eru helsti höfuðverkur þvottasnúrunnar. Sameinaðir standa þeir – sundraðir þorna þeir. Sokkar. Svo erfitt er að sameina sokka í pör eftir þvott að kenningar eru uppi um handanheim stakra sokka sem hafa horfið með dularfullum hætti. Við gefum sokkum sjaldan gaum. Það er kannski helst þegar við eigum ekki hreint par að við veltum fyrir okkur tilvist þeirra. En talið er að sokkar hafi fylgt manninum lengst alls fatnaðar. Sögu sokksins má rekja allt aftur til steinaldar. Fornleifar og hellamyndir benda til þess að 5000 árum f. Kr. hafi forfeður okkar bundið skinn af dýrum um fætur sér í eins konar sokka. Fyrsta skriflega heimildin um sokka er kvæðið Verk og dagar eftir gríska skáldið Hesíódos sem uppi var um 700 f. Kr. Um er að ræða eins konar sjálfshjálpar-kveðskap þar sem Hesíódos leggur samtíðarmönnum sínum lífsreglurnar og hvetur þá meðal annars til að klæðast flíkinni „piloi“, fléttuðum sokkum úr dýrahári, með sandölum sínum. Elstu ullarsokkar sögunnar fundust við fornleifauppgröft á Norður-Englandi við rústir rómverska virkisins Vindolanda. Parið er saumað úr ullarefni og er frá annarri öld e. Kr. Ekki langt frá sokkunum fannst rómversk viðartafla, eins konar sendibréf, þar sem hermaður biður fyrir kveðju heim ásamt orðunum: „Sendið fleiri pör af sokkum.“ Bylting átti sér stað í sokkagerð árið 1589 þegar William Lee, enskur klerkur, fann upp prjónavélina. Með henni var hægt að prjóna sokka sex sinnum hraðar en í höndunum. Fer tvennum sögum af því hvers vegna Lee smíðaði vélina. Sumir segja að hann hafi viljað létta undir með ástkærri eiginkonu sinni sem þurfti að prjóna sokka til að drýgja heimilistekjurnar. Aðrir segja að hvati Lee hafi verið gremja. Hann hafi átt ástkonu sem hafði svo mikla unun af því að prjóna að hún hafði ekki tíma til að sinna honum. Lee vildi koma áhugamáli hennar fyrir kattarnef. Banvæn blaðra En hvers vegna klæðumst við sokkum? Jú, auðvitað til að halda á okkur hita. Það er þó ekki eina ástæðan. Í fótum okkar eru 250.000 svitakirtlar. Fætur geta svitnað allt að 250 millilítrum af vökva á dag en sokkar hjálpa til við að draga svitann í sig. Enn eru ástæðurnar þó ekki taldar. Calvin Coolidge var yngri sonur þrítugasta forseta Bandaríkjanna sem einnig hét Calvin Coolidge. Dag einn, sumarið 1924, hirti Calvin yngri, þá sextán ára, ekki um að klæða sig í sokka áður en hann hélt út í garð Hvíta hússins til að leika tennis. En sokkar verja fætur okkar undan núningi við skó. Ekki leið á löngu uns Calvin fékk blöðru undan öðrum skóm sínum. Þetta var fyrir tíma sýklalyfja. Sýking komst í blöðruna og dró meinið drenginn til dauða. Íslenskir sokkar í skotgröfum Árið 1915 gekk Gunnar Richardsson, nítján ára Íslendingur, í kanadíska herinn svo hann mætti berjast í fyrri heimsstyrjöldinni. Í bréfum til fjölskyldu sinnar heima á Íslandi lýsir Gunnar vígstöðvunum sem ógnvekjandi stað, fullum af „dauðum mönnum, hestum, múldýrum, brotnum vögnum, byssum, rifflum, og fleiru“. Verst þótti honum þó „regnið og forin“. „Skotgrafirnar eru upp fyrir hné í for og vatni, hvergi staður til að setjast eða leggjast. Forin er um allt, hvergi gras, allt landið tætt af sprengikúlum, stráð dauðra manna búkum.“ Gunnar fékk stundum senda pakka að heiman með alls kyns kræsingum og þörfum hlutum. Þakklátastur var Gunnar fyrir „þann besta hlut sem við gátum óskað, þurra sokka“. Hann sagði íslensku ullarsokkana miklu betri en sokkana sem herinn skaffaði. Vantar þig sokka? Sokkar. Máttur þeirra er mikill. Og enn geta sokkar bjargað mannslífum. Mottumars er árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameini í körlum. Krabbameinsfélagið selur nú sérdeilis glæsilega sokka til styrktar baráttunni gegn krabbameini í blöðruhálskirtli. Þeir sem vilja leggja átakinu lið – eða eiga ekki lengur samstæða sokka – geta keypt sér par á slóðinni www.mottumars.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þeir eru helsti höfuðverkur þvottasnúrunnar. Sameinaðir standa þeir – sundraðir þorna þeir. Sokkar. Svo erfitt er að sameina sokka í pör eftir þvott að kenningar eru uppi um handanheim stakra sokka sem hafa horfið með dularfullum hætti. Við gefum sokkum sjaldan gaum. Það er kannski helst þegar við eigum ekki hreint par að við veltum fyrir okkur tilvist þeirra. En talið er að sokkar hafi fylgt manninum lengst alls fatnaðar. Sögu sokksins má rekja allt aftur til steinaldar. Fornleifar og hellamyndir benda til þess að 5000 árum f. Kr. hafi forfeður okkar bundið skinn af dýrum um fætur sér í eins konar sokka. Fyrsta skriflega heimildin um sokka er kvæðið Verk og dagar eftir gríska skáldið Hesíódos sem uppi var um 700 f. Kr. Um er að ræða eins konar sjálfshjálpar-kveðskap þar sem Hesíódos leggur samtíðarmönnum sínum lífsreglurnar og hvetur þá meðal annars til að klæðast flíkinni „piloi“, fléttuðum sokkum úr dýrahári, með sandölum sínum. Elstu ullarsokkar sögunnar fundust við fornleifauppgröft á Norður-Englandi við rústir rómverska virkisins Vindolanda. Parið er saumað úr ullarefni og er frá annarri öld e. Kr. Ekki langt frá sokkunum fannst rómversk viðartafla, eins konar sendibréf, þar sem hermaður biður fyrir kveðju heim ásamt orðunum: „Sendið fleiri pör af sokkum.“ Bylting átti sér stað í sokkagerð árið 1589 þegar William Lee, enskur klerkur, fann upp prjónavélina. Með henni var hægt að prjóna sokka sex sinnum hraðar en í höndunum. Fer tvennum sögum af því hvers vegna Lee smíðaði vélina. Sumir segja að hann hafi viljað létta undir með ástkærri eiginkonu sinni sem þurfti að prjóna sokka til að drýgja heimilistekjurnar. Aðrir segja að hvati Lee hafi verið gremja. Hann hafi átt ástkonu sem hafði svo mikla unun af því að prjóna að hún hafði ekki tíma til að sinna honum. Lee vildi koma áhugamáli hennar fyrir kattarnef. Banvæn blaðra En hvers vegna klæðumst við sokkum? Jú, auðvitað til að halda á okkur hita. Það er þó ekki eina ástæðan. Í fótum okkar eru 250.000 svitakirtlar. Fætur geta svitnað allt að 250 millilítrum af vökva á dag en sokkar hjálpa til við að draga svitann í sig. Enn eru ástæðurnar þó ekki taldar. Calvin Coolidge var yngri sonur þrítugasta forseta Bandaríkjanna sem einnig hét Calvin Coolidge. Dag einn, sumarið 1924, hirti Calvin yngri, þá sextán ára, ekki um að klæða sig í sokka áður en hann hélt út í garð Hvíta hússins til að leika tennis. En sokkar verja fætur okkar undan núningi við skó. Ekki leið á löngu uns Calvin fékk blöðru undan öðrum skóm sínum. Þetta var fyrir tíma sýklalyfja. Sýking komst í blöðruna og dró meinið drenginn til dauða. Íslenskir sokkar í skotgröfum Árið 1915 gekk Gunnar Richardsson, nítján ára Íslendingur, í kanadíska herinn svo hann mætti berjast í fyrri heimsstyrjöldinni. Í bréfum til fjölskyldu sinnar heima á Íslandi lýsir Gunnar vígstöðvunum sem ógnvekjandi stað, fullum af „dauðum mönnum, hestum, múldýrum, brotnum vögnum, byssum, rifflum, og fleiru“. Verst þótti honum þó „regnið og forin“. „Skotgrafirnar eru upp fyrir hné í for og vatni, hvergi staður til að setjast eða leggjast. Forin er um allt, hvergi gras, allt landið tætt af sprengikúlum, stráð dauðra manna búkum.“ Gunnar fékk stundum senda pakka að heiman með alls kyns kræsingum og þörfum hlutum. Þakklátastur var Gunnar fyrir „þann besta hlut sem við gátum óskað, þurra sokka“. Hann sagði íslensku ullarsokkana miklu betri en sokkana sem herinn skaffaði. Vantar þig sokka? Sokkar. Máttur þeirra er mikill. Og enn geta sokkar bjargað mannslífum. Mottumars er árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameini í körlum. Krabbameinsfélagið selur nú sérdeilis glæsilega sokka til styrktar baráttunni gegn krabbameini í blöðruhálskirtli. Þeir sem vilja leggja átakinu lið – eða eiga ekki lengur samstæða sokka – geta keypt sér par á slóðinni www.mottumars.is.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar