King er besti varnarmaður Domino's deildarinnar: „Góðar líkur á að ég verði áfram“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. mars 2018 13:30 Urald King. Vísri/Andri Marinó Loka umferð Domino's deildar karla í körfubolta var leikin á fimmtudaginn og úrslitakeppnin hefst í næstu viku. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gerðu upp seinni hluta deildarinnar í gærkvöld þar sem þeir útnefndu varnarmann seinni hlutans.King hefur verið frábær í Valsliðinu í veturskjáskotÞá útnefningu hlaut Valsmaðurinn Urald King, en hann var líka valinn besti varnarmaður seinni hlutans og er því varnarmaður deildarkeppninnar. Bandaríkjamaðurinn mætti í settið hjá strákunum í gær. „Ég hef alltaf verið þannig að ég vil gera hlutina sjálfur og leiða aðra þannig áfram, í stað þess að skipa félögunum að taka fráköst eða hvað sem er án þess að gera það sjálfur,“ sagði King. „Með því þá treysta leikmennirnir mér betur og við getum spilað betur saman sem lið.“Ágúst Björgvinsson og Urald King.Vísri/Andri MarinóValur var nýliði í Domino's deildinni á þessu tímabili og náði að halda sæti sínu í deild þeirra bestu án þess að vera með stórstjörnur innanborðs. King sagði það að miklu leiti vera vegna þjálfarans Ágústs Björgvinssonar og metnaðarins og hugmyndafræðinnar sem hann hefur. „Ef hann segir ykkur að hann hafi verið góður í körfubolta, þá er það algjör vitleysa,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson og hló við og Fannar Ólafsson bætti við að Ágúst væri mjög lítill leikmaður, en hann hafði haft orð á því áður að King væri eins stór og hann segðist vera, ólíkt mörgum Bandaríkjamönnum sem koma til Íslands. „Gústi hann tróð nú á æfingu hjá okkur um daginn,“ sagði King þá en Fannar tók það ekki í mál. „Við byggjum á því að gefa alltaf allt sem við eigum í leikina og æfingar. Við vissum að mörg lið myndu ekki endilega sýna okkur virðingu þar sem við værum litla liðið svo við þurftum að fara og vinna okkur inn virðingu hinna liðanna,“ sagði King. „Þar sem við erum ekki bestir á pappírnum þá viljum við vera á fullu í vörninna og mæta á fullu í alla leiki.“King ræddi við Teit Örlygsson, Fannar Ólafsson og Jón Halldór Eðvaldsson í Domino's KörfuboltakvöldiskjáskotKing er með frábæra tölfræði, hann er efstur allra í deildinni í fráköstum að meðaltali í leik með 15 stykki og er hæstur í meðalframlagi, 31,5 framlagspunktur í leik, og ver flest skot af öllum í deildinni. „Þegar ég var yngri var ég ekki sá besti tæknilega séð svo ég vissi að ég þyrfti að gefa mitt allt besta í þessu, taka alla lausa bolta, rífa niður fráköst, og þegar tæknin kom þá var þessi varnargrunnur alltaf til staðar.“ King var með Valsmönnum í 1. deildinni í fyrra og þeir sýndu honum ákveðið traust í því að halda honum þetta tímabilið og fengu það svo sannarlega greitt til baka. En hvað með næsta tímabil? „Ég veit það ekki alveg. Ég hlakka mjög til að fara í frí og hvíla mig. En ég elska að vera hluti af þessu Valsliði og ég elska Ísland. Það er frábært hversu vel allir hafa tekið á móti mér og ég myndi segja að það séu góðar líkur á að ég verði hér áfram,“ sagði Urald King. Spjall strákanna við Urald King má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Loka umferð Domino's deildar karla í körfubolta var leikin á fimmtudaginn og úrslitakeppnin hefst í næstu viku. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gerðu upp seinni hluta deildarinnar í gærkvöld þar sem þeir útnefndu varnarmann seinni hlutans.King hefur verið frábær í Valsliðinu í veturskjáskotÞá útnefningu hlaut Valsmaðurinn Urald King, en hann var líka valinn besti varnarmaður seinni hlutans og er því varnarmaður deildarkeppninnar. Bandaríkjamaðurinn mætti í settið hjá strákunum í gær. „Ég hef alltaf verið þannig að ég vil gera hlutina sjálfur og leiða aðra þannig áfram, í stað þess að skipa félögunum að taka fráköst eða hvað sem er án þess að gera það sjálfur,“ sagði King. „Með því þá treysta leikmennirnir mér betur og við getum spilað betur saman sem lið.“Ágúst Björgvinsson og Urald King.Vísri/Andri MarinóValur var nýliði í Domino's deildinni á þessu tímabili og náði að halda sæti sínu í deild þeirra bestu án þess að vera með stórstjörnur innanborðs. King sagði það að miklu leiti vera vegna þjálfarans Ágústs Björgvinssonar og metnaðarins og hugmyndafræðinnar sem hann hefur. „Ef hann segir ykkur að hann hafi verið góður í körfubolta, þá er það algjör vitleysa,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson og hló við og Fannar Ólafsson bætti við að Ágúst væri mjög lítill leikmaður, en hann hafði haft orð á því áður að King væri eins stór og hann segðist vera, ólíkt mörgum Bandaríkjamönnum sem koma til Íslands. „Gústi hann tróð nú á æfingu hjá okkur um daginn,“ sagði King þá en Fannar tók það ekki í mál. „Við byggjum á því að gefa alltaf allt sem við eigum í leikina og æfingar. Við vissum að mörg lið myndu ekki endilega sýna okkur virðingu þar sem við værum litla liðið svo við þurftum að fara og vinna okkur inn virðingu hinna liðanna,“ sagði King. „Þar sem við erum ekki bestir á pappírnum þá viljum við vera á fullu í vörninna og mæta á fullu í alla leiki.“King ræddi við Teit Örlygsson, Fannar Ólafsson og Jón Halldór Eðvaldsson í Domino's KörfuboltakvöldiskjáskotKing er með frábæra tölfræði, hann er efstur allra í deildinni í fráköstum að meðaltali í leik með 15 stykki og er hæstur í meðalframlagi, 31,5 framlagspunktur í leik, og ver flest skot af öllum í deildinni. „Þegar ég var yngri var ég ekki sá besti tæknilega séð svo ég vissi að ég þyrfti að gefa mitt allt besta í þessu, taka alla lausa bolta, rífa niður fráköst, og þegar tæknin kom þá var þessi varnargrunnur alltaf til staðar.“ King var með Valsmönnum í 1. deildinni í fyrra og þeir sýndu honum ákveðið traust í því að halda honum þetta tímabilið og fengu það svo sannarlega greitt til baka. En hvað með næsta tímabil? „Ég veit það ekki alveg. Ég hlakka mjög til að fara í frí og hvíla mig. En ég elska að vera hluti af þessu Valsliði og ég elska Ísland. Það er frábært hversu vel allir hafa tekið á móti mér og ég myndi segja að það séu góðar líkur á að ég verði hér áfram,“ sagði Urald King. Spjall strákanna við Urald King má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira