Bleiki goshverinn slær í gegn á samfélagsmiðli Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 10. mars 2018 17:45 Evaristti var harkalega gagnrýndur í kjölfar verknaðarins en ljósmynd hans hefur nú flogið hátt á samfélagsmiðlinum Pinterest. mynd/marco evaristti Ljósmynd af goshvernum Strokki í bleikum skrúða hefur náð mikilli útbreiðslu á samfélagsmiðlinum Pinterest. Ef slegið er inn orðið „Iceland“ í leitarglugga miðilsins birtist ljósmyndin meðal tólf efstu leitarniðurstaðnanna. Yfirskrift ljósmyndarinnar er „Bleikur goshver á Íslandi. Ótrúlegir hlutir til sjá á lífsleiðinni. Innblástur fyrir ferðalög“ (e. Pink Geyser, Iceland. Amazing things to see in your lifetime. Travel inspiration). Ljósmyndin var tekin af síleska listamanninum Marco Evaristti en vorið 2015 hellti hann rauðu litarefni í Strokk með þeim afleiðingum að goshverinn frægi varð bleikur ásýndum er hann gaus. Uppátæki Evaristti féll ekki beinlínis í frjóan jarðveg á sínum tíma en landsmenn voru margir hverjir bálreiðir vegna gjörningsins. Ýmsir notuðu samfélagsmiðilinn Facebook til þess að ausa fúkyrðum yfir Evaristti og var hann til að mynda kallaður „náttúruhryðjuverkamaður“. Evaristti varði sig með þeim rökum að litarefnið sem hann notaði væri fullkomlega skaðlaust og hefði ekki í för með sér varanleg umhverfisspjöll. Sjá einnig: Íslendingar trompast: „Ég hefði ýtt þér ofan í“Evaristti var samt sem áður ákærður fyrir að hafa brotið gegn náttúruverndarlögum í kjölfar verknaðarins. Hann var sýknaður í héraðsdómi Suðurlands í júlí 2016 en ákvæði náttúruverndarlaga þóttu ekki uppfylla kröfur um skýrleika refsiheimilda. Leitarniðurstöður fyrir "Iceland" á samfélagsmiðlinum Pinterest.Visir/skjáskotStöðuvatn í Færeyjum sagt ein af náttúruperlum Íslands Pinterest er einn af vinsælustu samfélagsmiðlum heims en áætlað er að um 60 milljónir Bandaríkjamanna noti miðilinn reglulega. Vinsælt er að nota Pinterest til þess að skipuleggja ferðalög en að meðaltali tvær milljónir „pinna“ sem tengjast ferðalögum eru vistaðir á hverjum degi á miðlinum. Pinterest raðar leitarniðurstöðum sínum að miklu leyti eftir vinsældum, þannig að „pinnarnir“ sem eru mest vistaðir birtast ofarlega í niðurstöðunum. Ef leitað er að Íslandi sérstaklega má finna ýmislegt sem tengist Íslandi, til að mynda ótal ljósmyndir af helstu náttúruundrum landsins. Efstu leitarniðurstöður um Ísland á samfélagsmiðlinum Pinterest virðast þó margar hverjar á misskilningi byggðar. Til að mynda hefur ljósmynd af Sørvágsvatni, sem er stöðuvatn á eynni Vágum í Færeyjum, náð mikilli útbreiðslu en myndatextinn gefur í skyn að vatnið sé á Íslandi. Þá má einnig sjá myndir frá Grænlandi á meðal hundrað efstu leitarniðurstaðnanna. Ferðalög Tengdar fréttir Evaristti gerðist ekki brotlegur við náttúruverndarlög Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í gær síleska listamanninn Marco Evaristti af ákæru um brot á náttúruverndarlögum þegar hann hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal á síðasta ári. 6. júlí 2016 11:22 Listamaðurinn íhugar að óska eftir vernd vegna hótana frá Íslendingum Íslendingar eru æfir vegna uppátækja listamannsins Marco Evaristti sem á dögunum hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk. 28. apríl 2015 18:34 Ákærður fyrir að hafa hellt litarefni í Strokk Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur gefið út ákæru á hendur Marco Evaristti, listamanninum sem hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á síðasta ári. 25. apríl 2016 11:58 Réttað yfir Marco: Segir Íslendinga hina einu sönnu sóða Segir mikla reiði ríkja vegna matarlitsins en enginn segi neitt við mengandi álverum og alvöru náttúruspjöllum. 8. júní 2016 16:46 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Ljósmynd af goshvernum Strokki í bleikum skrúða hefur náð mikilli útbreiðslu á samfélagsmiðlinum Pinterest. Ef slegið er inn orðið „Iceland“ í leitarglugga miðilsins birtist ljósmyndin meðal tólf efstu leitarniðurstaðnanna. Yfirskrift ljósmyndarinnar er „Bleikur goshver á Íslandi. Ótrúlegir hlutir til sjá á lífsleiðinni. Innblástur fyrir ferðalög“ (e. Pink Geyser, Iceland. Amazing things to see in your lifetime. Travel inspiration). Ljósmyndin var tekin af síleska listamanninum Marco Evaristti en vorið 2015 hellti hann rauðu litarefni í Strokk með þeim afleiðingum að goshverinn frægi varð bleikur ásýndum er hann gaus. Uppátæki Evaristti féll ekki beinlínis í frjóan jarðveg á sínum tíma en landsmenn voru margir hverjir bálreiðir vegna gjörningsins. Ýmsir notuðu samfélagsmiðilinn Facebook til þess að ausa fúkyrðum yfir Evaristti og var hann til að mynda kallaður „náttúruhryðjuverkamaður“. Evaristti varði sig með þeim rökum að litarefnið sem hann notaði væri fullkomlega skaðlaust og hefði ekki í för með sér varanleg umhverfisspjöll. Sjá einnig: Íslendingar trompast: „Ég hefði ýtt þér ofan í“Evaristti var samt sem áður ákærður fyrir að hafa brotið gegn náttúruverndarlögum í kjölfar verknaðarins. Hann var sýknaður í héraðsdómi Suðurlands í júlí 2016 en ákvæði náttúruverndarlaga þóttu ekki uppfylla kröfur um skýrleika refsiheimilda. Leitarniðurstöður fyrir "Iceland" á samfélagsmiðlinum Pinterest.Visir/skjáskotStöðuvatn í Færeyjum sagt ein af náttúruperlum Íslands Pinterest er einn af vinsælustu samfélagsmiðlum heims en áætlað er að um 60 milljónir Bandaríkjamanna noti miðilinn reglulega. Vinsælt er að nota Pinterest til þess að skipuleggja ferðalög en að meðaltali tvær milljónir „pinna“ sem tengjast ferðalögum eru vistaðir á hverjum degi á miðlinum. Pinterest raðar leitarniðurstöðum sínum að miklu leyti eftir vinsældum, þannig að „pinnarnir“ sem eru mest vistaðir birtast ofarlega í niðurstöðunum. Ef leitað er að Íslandi sérstaklega má finna ýmislegt sem tengist Íslandi, til að mynda ótal ljósmyndir af helstu náttúruundrum landsins. Efstu leitarniðurstöður um Ísland á samfélagsmiðlinum Pinterest virðast þó margar hverjar á misskilningi byggðar. Til að mynda hefur ljósmynd af Sørvágsvatni, sem er stöðuvatn á eynni Vágum í Færeyjum, náð mikilli útbreiðslu en myndatextinn gefur í skyn að vatnið sé á Íslandi. Þá má einnig sjá myndir frá Grænlandi á meðal hundrað efstu leitarniðurstaðnanna.
Ferðalög Tengdar fréttir Evaristti gerðist ekki brotlegur við náttúruverndarlög Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í gær síleska listamanninn Marco Evaristti af ákæru um brot á náttúruverndarlögum þegar hann hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal á síðasta ári. 6. júlí 2016 11:22 Listamaðurinn íhugar að óska eftir vernd vegna hótana frá Íslendingum Íslendingar eru æfir vegna uppátækja listamannsins Marco Evaristti sem á dögunum hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk. 28. apríl 2015 18:34 Ákærður fyrir að hafa hellt litarefni í Strokk Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur gefið út ákæru á hendur Marco Evaristti, listamanninum sem hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á síðasta ári. 25. apríl 2016 11:58 Réttað yfir Marco: Segir Íslendinga hina einu sönnu sóða Segir mikla reiði ríkja vegna matarlitsins en enginn segi neitt við mengandi álverum og alvöru náttúruspjöllum. 8. júní 2016 16:46 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Evaristti gerðist ekki brotlegur við náttúruverndarlög Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í gær síleska listamanninn Marco Evaristti af ákæru um brot á náttúruverndarlögum þegar hann hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal á síðasta ári. 6. júlí 2016 11:22
Listamaðurinn íhugar að óska eftir vernd vegna hótana frá Íslendingum Íslendingar eru æfir vegna uppátækja listamannsins Marco Evaristti sem á dögunum hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk. 28. apríl 2015 18:34
Ákærður fyrir að hafa hellt litarefni í Strokk Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur gefið út ákæru á hendur Marco Evaristti, listamanninum sem hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á síðasta ári. 25. apríl 2016 11:58
Réttað yfir Marco: Segir Íslendinga hina einu sönnu sóða Segir mikla reiði ríkja vegna matarlitsins en enginn segi neitt við mengandi álverum og alvöru náttúruspjöllum. 8. júní 2016 16:46