Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 10. mars 2018 21:15 Morten segir ekki viðeigandi að ákvörðun um umskurð sé tekin af öðrum en einstaklingnum sjálfum, þaðan af ungum börnum sem ekki geti tjáð sig. Vísir/Getty Danskur prófessor segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra en þeirra sjálfra, þegar þeir geti tekið ákvörðun um slíka aðgerð. Hann segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. Ty Erickson, bandarískur kvensjúkdómalæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 um síðustu helgi að umskurður drengja væri ekki eins sársaukafullur eins og af er látið og að slík aðgerð væri góð af heilsufarsástæðum til frambúðar. „Það er tíföld lækkun reðurkrabbameinstilfella og það er fjórföld fækkun þvagfærasýkinga og það dregur úr hættunni á útbreiðslu kynsjúkdóma,“ sagði hann meðal annars í viðtalinu. Árið 2012 lagði barnalæknafélagið í Bandaríkjunum það til að umskurður drengja yrði greiddur af honum opinbera og yrði þar með hluti af heilbrigðiskerfinu. Því mótmæltu fjörutíu læknar í Vestur-Evrópu, með dr. Morten Frisch, danskan prófessor í faraldsfræðum kynsjúkdóma, í fararbroddi, í fræðigrein þar sem fullyrðingar læknasamfélagsins í Bandaríkjunum voru meðal annars hraktar og segir Morten ákvörðun um umskurð ungra drengja meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega.Byggðar á getgátum „Læknisfræðileg rök fyrir því að umskera heilbrigt barn eru afar illa rökstudd í læknisfræðilegum ritum. Staðhæfingar þess efnis að umskurður barns dragi úr líkum á því að það fái hina ýmsu sjúkdóma í framtíðinni eru að mestu leyti byggðar á getgátum. Eina þekkta meinið sem vitað er að unnt sé að hindra að börn fái er þvagfærasýking í æsku. Allar aðrar fullyrðingar talsmanna umskurðar, svo sem minnkandi áhætta á HIV-smiti eða kynsjúkdómum og reðurkrabbamein síðar meir, eru allt sjúkdómar sem fólk fær á fullorðinsaldri,“ sagði Morten í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Morten segir ekki viðeigandi að ákvörðun um umskurð sé tekin af öðrum en einstaklingnum sjálfum, þaðan af ungum börnum sem ekki geti tjáð sig. „Fólk getur tekið ákvörðunina sjálft þegar það vex úr grasi ef það hefur trú á þessum rökum. Ekki skiptir máli hvort færa megi einhver heilsufarsleg rök fyrir umskurði. Færa má rök fyrir því að njóta megi kosta umskurðar með aðgerðum sem kalla á mun minna inngrip.“ Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Segir umskurð drengja ekki eins sársaukafullan og af er látið Erlendur kvensjúkdómalæknir hvetur til upplýsandi umræðum um unskurð ungra drengja 4. mars 2018 19:30 Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Danskur prófessor segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra en þeirra sjálfra, þegar þeir geti tekið ákvörðun um slíka aðgerð. Hann segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. Ty Erickson, bandarískur kvensjúkdómalæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 um síðustu helgi að umskurður drengja væri ekki eins sársaukafullur eins og af er látið og að slík aðgerð væri góð af heilsufarsástæðum til frambúðar. „Það er tíföld lækkun reðurkrabbameinstilfella og það er fjórföld fækkun þvagfærasýkinga og það dregur úr hættunni á útbreiðslu kynsjúkdóma,“ sagði hann meðal annars í viðtalinu. Árið 2012 lagði barnalæknafélagið í Bandaríkjunum það til að umskurður drengja yrði greiddur af honum opinbera og yrði þar með hluti af heilbrigðiskerfinu. Því mótmæltu fjörutíu læknar í Vestur-Evrópu, með dr. Morten Frisch, danskan prófessor í faraldsfræðum kynsjúkdóma, í fararbroddi, í fræðigrein þar sem fullyrðingar læknasamfélagsins í Bandaríkjunum voru meðal annars hraktar og segir Morten ákvörðun um umskurð ungra drengja meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega.Byggðar á getgátum „Læknisfræðileg rök fyrir því að umskera heilbrigt barn eru afar illa rökstudd í læknisfræðilegum ritum. Staðhæfingar þess efnis að umskurður barns dragi úr líkum á því að það fái hina ýmsu sjúkdóma í framtíðinni eru að mestu leyti byggðar á getgátum. Eina þekkta meinið sem vitað er að unnt sé að hindra að börn fái er þvagfærasýking í æsku. Allar aðrar fullyrðingar talsmanna umskurðar, svo sem minnkandi áhætta á HIV-smiti eða kynsjúkdómum og reðurkrabbamein síðar meir, eru allt sjúkdómar sem fólk fær á fullorðinsaldri,“ sagði Morten í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Morten segir ekki viðeigandi að ákvörðun um umskurð sé tekin af öðrum en einstaklingnum sjálfum, þaðan af ungum börnum sem ekki geti tjáð sig. „Fólk getur tekið ákvörðunina sjálft þegar það vex úr grasi ef það hefur trú á þessum rökum. Ekki skiptir máli hvort færa megi einhver heilsufarsleg rök fyrir umskurði. Færa má rök fyrir því að njóta megi kosta umskurðar með aðgerðum sem kalla á mun minna inngrip.“
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Segir umskurð drengja ekki eins sársaukafullan og af er látið Erlendur kvensjúkdómalæknir hvetur til upplýsandi umræðum um unskurð ungra drengja 4. mars 2018 19:30 Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20
Segir umskurð drengja ekki eins sársaukafullan og af er látið Erlendur kvensjúkdómalæknir hvetur til upplýsandi umræðum um unskurð ungra drengja 4. mars 2018 19:30
Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent